Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 33

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 33
VINNURANNSÓKNIR 1 FJÓSUM 31 Tími í CZ3 Mjaltir Þurrheysfóðrun t^^sj Votheysfóð'run J n | il Hreinsun |j t j [ Annað 1. mynd: Skipting heildartímans í prósent á verkþætti. Fig. 1. Elements of work as percentages of the total work time. sögðu enga hugmynd um afköstin við mjaltir, því að hér er aðeins um að ræða hlutfallið milli verkþátta. Að meðaltali fara 63,9% tímans við nautgripahirðingu í mjaltir. Vinnan við þurrheysfóðrun er einnig mjög breytileg eftir búum, þar sem eingöngu er gefið þurrhey, frá um 4% til um 28% af heildartímanum. A einum bæ var heyfóðrið eingöngu vothey, og fóru í það um 26% af tímanum. Eins og fram kemur á 1. mynd, er tíminn, sem fer í heyfóðmn, að meðaltali 16,7%. I hreinsun, þ.e. vinnu við að hreinsa bása, flóra og ganga, fara að meðaltali 9,6% af heildartímanum. Einnig hér er breytileik- inn mikill eftir bæjum, alveg frá því, að nær engri vinnu er varið til hreinsunar, og upp í um 16% af heildartímanum. Onnur vinna, sem er ekki nánar flokkuð á 1. mynd, er vinna við smákálfa og í sumum tilvikum geldneyti, kjarnfóðurgjöf, biðtími, eðlileg vinnuhlé svo og ýmis óregluleg vinna, t.d. lyfjagjöf. Verður nú vikið að nánari greiningu aðal- verkþáttanna. Mjaltir. Með mjöltum flokkast sú vinna, er þeim er tengd. Það er: a. undirbúningur undir mjaltir, skoiun og þvottur tækja eftir mjaltir, b. vélmjaltir og vélhreytur, c. handhreytur. A 2. mynd eru sýndar niðurstöður vinnu- mælinga við mjaltir. Bæirnir eru flokkaðir eftir mjaltakerfum, þ.e. vélfömkerfi, rör- mjaltakerfi og mjaltabásakerfi. Einnig eru þeir flokkaðir eftir því, hvort kýrnar eru handhreyttar eða ekki. Handhreytt merkir, að meira en helmingur kúnna er hreyttur með höndunum. Afköstin eru mæld á tvennan hátt, annars vegar í mínútum á kú á dag og þá bæði í svonefndum nettó tíma (b- og c- liðir hér á undan) og heildartíma (a-f-b-j-c). Hins vegar eru afköstin mæld í lítrum á karl-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.