Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 34
32 ÍSLENZKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR
mannsmínútu (b+c), en með því er tekið
tillit til mjólkurmagnsins, sem gefur allgóða
hugmynd um skipulagningu mjaltanna og
nýtingu tækja og mjaltamanna. Eins og fram
kemur á 2. mynd, er mikill munur á vinnu
eftir búum, og fer það eftir því, hvaða tækni
er beitt, frá um 11 mín/kú niður í um 5
mín/kú. Þennan mun er ekki unnt að skýra
með einstökum breytiþætti, heldur valda hon-
um margir samtengdir þættir. Þessir þættir
eru svo margir, að ekki er unnt nema að
litlu leyti með þeim fjölda mælinga, er hér
liggur að baki, að fá fram niðurstöður, sem
reistar eru á tölfræðilegu öryggi, en ýmsar
ályktanir má þó draga.
Séu borin saman vélfötu- og rörmjaltakerfi
(handhreytingu sleppt), er vinnan að meðal-
tali um 10 mín/kú/dag með vélfötum, en
með rörmjaltakerfum um 7,2 mín/kú/dag.
Að vísu sker 5. mæling sig nokkuð úr, en
þar var vélhreytt verulega. 13. og 15. mæling
eru gerðar, þar sem notuð eru rörmjaltakerfi
og kýrnar handhreyttar. Afköstin eru þar að
meðaltali um 9,7 mín/kú/dag, þ.e. um 2,5
mín lengri tími en án handhreytingar.
Vinnumagnið við mjaltir á mjaltabás er
ekki síður breytilegt en við rörmjaltakerfi,
enda eru þeir breytiþættir fleiri, sem geta haft
áhrif á afköstin. Þar má nefna þátt eins og
þann, hve samstæðar (mjaltahæfni og mjólk-
urmagn) þær kýr eru, sem koma inn á básinn
í einu. Ef t.d. ein kýrin er mun lengur að
mjólkast, kemur fram biðtími, bæði á tækjum
og mannafla. Þeir mjaltabásar, er hér um
ræðir, eru flestir af stærðinni 2X4, þ.e. 8
kýr teknar inn í einu (mæling 9, 2X3).
Þessi básastærð (2X4) er hönnuð með það í
huga, að einn maður geti annað mjöltunum,
án þess að það komi niður á vinnugæðum
og/eða vinnuálagi. Reynslan af þessu hér-
lendis virðist allmisjöfn. Þeir, sem mjólka
við annan mann á mjaltabás, telja, að einn
maður anni ekki mjölmnum með góðu móti,
það komi niður á vinnugæðum og vinna
verði of erfið til lengdar. Þeir, sem mjólka
einir á mjaltabás, halda hins vegar fram hinu
gagnstæða. Skýring á þessum skoðanamun
er sennilega sú, að erfitt er fyrir einn mann
að sinna mjölmnum, nema hann sé vel þjálf-
aður, hafi tamið sér skipulögð vinnubrögð og
kýrnar séu samstæðar.
17. og 19. mæling sýna afköstin, þar sem
einn maður mjólkar á mjaltabás og hand-
hreytir ekki. Vinnan er um 5 mín/kú/dag.
Séu hins vegar tveir menn á mjaltabás (mæl-
ing 7 og 9), er vinnumagnið um 7,3 mín/kú
/dag, þ.e. svipað og meðaltal rörmjaltakerf-
anna, þar sem ekki er handhreytt.
A 2. mynd, 2,4 og 11. mælingu má sjá
vinnumagnið á mjaltabás, þegar kýrnar eru
handhreyttar. Meðaltal þessara mælinga er
8 mín/kú/dag, aðeins 0,7 mín. meira en í
mælingum 7 og 9, þar sem handhreytt er og
tveir menn mjólka. Þetta virðist benda til
þess, að ekki séu næg verkefni fyrir tvo
menn á mjaltabás (2X4, 2X3), séu kýrnar
ekki handhreyttar.
A 2. mynd kemur fram, að mjög er mis-
munandi eftir bæjum (mælingum), hve mik-
ill tími fer í undirbúning undir mjaltir, skol-
un og þvott á tækjum eftir mjaltir. A mynd-
inni kemur þetta fram í mun á nettó og
brúttó tíma (a-liður hér á undan). Þessi
munur er bæði á mjaltakerfum og innan
þeirra. Innan kerfa stafar hann meðal annars
af þvottaaðstöðunni og þvottatækninni (t.d.
sjálfvirkni).
Við vélfötumjöltun er þessi tími um 33%
heildartímans (3,3 mín/kú), við rörmjalta-
kerfi um 20% tímans (1,6 mín/kú), og við
2. mynd: Niðurstöður vinnumælinga við mjaltir með ólíkum mjaltakerfum.
Fig. 2. Resalts of work studies on milking with different milking systems.