Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Síða 34

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Síða 34
32 ÍSLENZKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR mannsmínútu (b+c), en með því er tekið tillit til mjólkurmagnsins, sem gefur allgóða hugmynd um skipulagningu mjaltanna og nýtingu tækja og mjaltamanna. Eins og fram kemur á 2. mynd, er mikill munur á vinnu eftir búum, og fer það eftir því, hvaða tækni er beitt, frá um 11 mín/kú niður í um 5 mín/kú. Þennan mun er ekki unnt að skýra með einstökum breytiþætti, heldur valda hon- um margir samtengdir þættir. Þessir þættir eru svo margir, að ekki er unnt nema að litlu leyti með þeim fjölda mælinga, er hér liggur að baki, að fá fram niðurstöður, sem reistar eru á tölfræðilegu öryggi, en ýmsar ályktanir má þó draga. Séu borin saman vélfötu- og rörmjaltakerfi (handhreytingu sleppt), er vinnan að meðal- tali um 10 mín/kú/dag með vélfötum, en með rörmjaltakerfum um 7,2 mín/kú/dag. Að vísu sker 5. mæling sig nokkuð úr, en þar var vélhreytt verulega. 13. og 15. mæling eru gerðar, þar sem notuð eru rörmjaltakerfi og kýrnar handhreyttar. Afköstin eru þar að meðaltali um 9,7 mín/kú/dag, þ.e. um 2,5 mín lengri tími en án handhreytingar. Vinnumagnið við mjaltir á mjaltabás er ekki síður breytilegt en við rörmjaltakerfi, enda eru þeir breytiþættir fleiri, sem geta haft áhrif á afköstin. Þar má nefna þátt eins og þann, hve samstæðar (mjaltahæfni og mjólk- urmagn) þær kýr eru, sem koma inn á básinn í einu. Ef t.d. ein kýrin er mun lengur að mjólkast, kemur fram biðtími, bæði á tækjum og mannafla. Þeir mjaltabásar, er hér um ræðir, eru flestir af stærðinni 2X4, þ.e. 8 kýr teknar inn í einu (mæling 9, 2X3). Þessi básastærð (2X4) er hönnuð með það í huga, að einn maður geti annað mjöltunum, án þess að það komi niður á vinnugæðum og/eða vinnuálagi. Reynslan af þessu hér- lendis virðist allmisjöfn. Þeir, sem mjólka við annan mann á mjaltabás, telja, að einn maður anni ekki mjölmnum með góðu móti, það komi niður á vinnugæðum og vinna verði of erfið til lengdar. Þeir, sem mjólka einir á mjaltabás, halda hins vegar fram hinu gagnstæða. Skýring á þessum skoðanamun er sennilega sú, að erfitt er fyrir einn mann að sinna mjölmnum, nema hann sé vel þjálf- aður, hafi tamið sér skipulögð vinnubrögð og kýrnar séu samstæðar. 17. og 19. mæling sýna afköstin, þar sem einn maður mjólkar á mjaltabás og hand- hreytir ekki. Vinnan er um 5 mín/kú/dag. Séu hins vegar tveir menn á mjaltabás (mæl- ing 7 og 9), er vinnumagnið um 7,3 mín/kú /dag, þ.e. svipað og meðaltal rörmjaltakerf- anna, þar sem ekki er handhreytt. A 2. mynd, 2,4 og 11. mælingu má sjá vinnumagnið á mjaltabás, þegar kýrnar eru handhreyttar. Meðaltal þessara mælinga er 8 mín/kú/dag, aðeins 0,7 mín. meira en í mælingum 7 og 9, þar sem handhreytt er og tveir menn mjólka. Þetta virðist benda til þess, að ekki séu næg verkefni fyrir tvo menn á mjaltabás (2X4, 2X3), séu kýrnar ekki handhreyttar. A 2. mynd kemur fram, að mjög er mis- munandi eftir bæjum (mælingum), hve mik- ill tími fer í undirbúning undir mjaltir, skol- un og þvott á tækjum eftir mjaltir. A mynd- inni kemur þetta fram í mun á nettó og brúttó tíma (a-liður hér á undan). Þessi munur er bæði á mjaltakerfum og innan þeirra. Innan kerfa stafar hann meðal annars af þvottaaðstöðunni og þvottatækninni (t.d. sjálfvirkni). Við vélfötumjöltun er þessi tími um 33% heildartímans (3,3 mín/kú), við rörmjalta- kerfi um 20% tímans (1,6 mín/kú), og við 2. mynd: Niðurstöður vinnumælinga við mjaltir með ólíkum mjaltakerfum. Fig. 2. Resalts of work studies on milking with different milking systems.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.