Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 39

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 39
VINNURANNSÓKNIR í FJÓSUM 37 tekna. Sé stærð þessara tveggja þátta fast- mótuð, má út frá 3. mynd fá þær niðurstöður, er 4. mynd sýnir. Þar má sjá, hve langan tíma mjaltirnar mega taka á kú/dag, eða m. ö.o., hvaða mjaltatækni á að beita, miðað við þekktar stærðir í tveimur áðurnefndu þátt- unum. Dæmi: Ef mjólkurmagnið er 100 þús. lítrar á ári (y-ás) og ætlunin er að komast af með 2 klst/dag (x-ás) í mjaltir (1 klst/mál), þarf kerfið að afkasta sem svarar rúmum 4 mín/ kú/dag (nettó), eða samkvæmt 2. mynd, rör- mjaltakerfi, þar sem einn maður mjólkar með 3—4 vélum og ekki er handhreytt, eða þá mjaltabás, þar sem handhreytum er sleppt. Þurrheysfóðrun. I mælingunum var vinnunni við þurrheys- fóðrun skipt í þrjá þætti á eftirfarandi hátt: a. vinnu við losun úr stæðu og hleðslu á flutningatæki, b. flutning á hey frá geymslustað og inn á fóðurgang, c. losun úr flutningatæki og dreifingu á fóð- urgang. Fimmta mynd sýnir niðurstöður mæling- anna. Eðlilegast þótti að umreikna afköstin í karlmannsmín. á 100 kg heys. Heymagnið á hverjum stað er áætlað eftir fóðurþörf grip- anna og hlutdeild þurrheysfóðursins í heild- arfóðrinu. Niðurstöðunum er raðað eftir vinnu (karlmannsmín/100 kg) á hverjum stað svo og eftir heyformi. Munur þeirra er geysimikill, frá tæpum 4 til um 25 mín/100 kg. Skal nú nánar vikið að því, af hverju þessi munur stafar. a. Losun úr stæðu. Af eðlilegum ástæðum er vinna við losun úr stæðu minnst við baggana, um 1 — 3 mín /100 kg. Þessum afköstum verður að jafnaði ekki náð við losun heys úr stæðu með hand- verkfærum nema með því að moka úr stæð- unni (8., 20. og, 12. mæling). Með því að nota heylosunarbúnað, t.d. heykrabba (2. mæling), virðist mega spara sér jafnmikla vinnu og þegar bezt lætur með baggana, um 1 mín/100 kg. Það, sem hefur annars mest áhrif á vinnu við losun á heyi, er þéttleiki heysins og gróf- leiki þess. T.d. hafði við 7. mælingu hitnað mjög í heyi, og það var tekið neðarlega úr stæðu. Annað virðist hafa veruleg áhrif, og það er, hve breiðir heystallar eru stungnir. I 15. mælingu var heyið t.d. stungið í mjóum stöllum. Einnig mætti benda á, að heysker- arnir, sem í notkun eru, eru mjög ólíkir að gæðum og eiga vafalaust sinn þátt í þeim mun, er þarna kemur fram. Helztu ráð, sem tiltæk eru til að minnka vinnu við losun heys úr stæðum almennt án þess að leggja í kostnað við tæknibúnað, eru því að moka ofan af stæðu, eftir því sem kostur er, og/eða (ef heygæðin niður stæðuna eru svipuð) stinga breiða stalla með góðum heyskerum. b. Flutningur. Vinna við flutning á heyi frá geymslustað og inn á fóðurgang er háð staðháttum og því, hvaða tækni er beitt. Þeir staðhættir, sem mestu ráða, eru, hve greiðfær flutningaleiðin er, t.d. hæðarmunur og dyra- og fóðurgangs- breidd, svo og flutningavegalengd. Mjög erf- itt er þó með þeim mælingum, er hér liggja fyrir, að fá fram áhrif þessara þátta með nokkru öryggi. I 5., 13., 2. og 15. mælingu er flutninga- leið ógreiðfær í öllum tilvikum, ýmist þröng- ar dyr eða verulegur hæðarmunur geymslu og fóðurgangs. Tekur flutningur þar oft um 4 mín/100 kg. Einnig tefur það verulega flutn-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.