Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Qupperneq 39

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Qupperneq 39
VINNURANNSÓKNIR í FJÓSUM 37 tekna. Sé stærð þessara tveggja þátta fast- mótuð, má út frá 3. mynd fá þær niðurstöður, er 4. mynd sýnir. Þar má sjá, hve langan tíma mjaltirnar mega taka á kú/dag, eða m. ö.o., hvaða mjaltatækni á að beita, miðað við þekktar stærðir í tveimur áðurnefndu þátt- unum. Dæmi: Ef mjólkurmagnið er 100 þús. lítrar á ári (y-ás) og ætlunin er að komast af með 2 klst/dag (x-ás) í mjaltir (1 klst/mál), þarf kerfið að afkasta sem svarar rúmum 4 mín/ kú/dag (nettó), eða samkvæmt 2. mynd, rör- mjaltakerfi, þar sem einn maður mjólkar með 3—4 vélum og ekki er handhreytt, eða þá mjaltabás, þar sem handhreytum er sleppt. Þurrheysfóðrun. I mælingunum var vinnunni við þurrheys- fóðrun skipt í þrjá þætti á eftirfarandi hátt: a. vinnu við losun úr stæðu og hleðslu á flutningatæki, b. flutning á hey frá geymslustað og inn á fóðurgang, c. losun úr flutningatæki og dreifingu á fóð- urgang. Fimmta mynd sýnir niðurstöður mæling- anna. Eðlilegast þótti að umreikna afköstin í karlmannsmín. á 100 kg heys. Heymagnið á hverjum stað er áætlað eftir fóðurþörf grip- anna og hlutdeild þurrheysfóðursins í heild- arfóðrinu. Niðurstöðunum er raðað eftir vinnu (karlmannsmín/100 kg) á hverjum stað svo og eftir heyformi. Munur þeirra er geysimikill, frá tæpum 4 til um 25 mín/100 kg. Skal nú nánar vikið að því, af hverju þessi munur stafar. a. Losun úr stæðu. Af eðlilegum ástæðum er vinna við losun úr stæðu minnst við baggana, um 1 — 3 mín /100 kg. Þessum afköstum verður að jafnaði ekki náð við losun heys úr stæðu með hand- verkfærum nema með því að moka úr stæð- unni (8., 20. og, 12. mæling). Með því að nota heylosunarbúnað, t.d. heykrabba (2. mæling), virðist mega spara sér jafnmikla vinnu og þegar bezt lætur með baggana, um 1 mín/100 kg. Það, sem hefur annars mest áhrif á vinnu við losun á heyi, er þéttleiki heysins og gróf- leiki þess. T.d. hafði við 7. mælingu hitnað mjög í heyi, og það var tekið neðarlega úr stæðu. Annað virðist hafa veruleg áhrif, og það er, hve breiðir heystallar eru stungnir. I 15. mælingu var heyið t.d. stungið í mjóum stöllum. Einnig mætti benda á, að heysker- arnir, sem í notkun eru, eru mjög ólíkir að gæðum og eiga vafalaust sinn þátt í þeim mun, er þarna kemur fram. Helztu ráð, sem tiltæk eru til að minnka vinnu við losun heys úr stæðum almennt án þess að leggja í kostnað við tæknibúnað, eru því að moka ofan af stæðu, eftir því sem kostur er, og/eða (ef heygæðin niður stæðuna eru svipuð) stinga breiða stalla með góðum heyskerum. b. Flutningur. Vinna við flutning á heyi frá geymslustað og inn á fóðurgang er háð staðháttum og því, hvaða tækni er beitt. Þeir staðhættir, sem mestu ráða, eru, hve greiðfær flutningaleiðin er, t.d. hæðarmunur og dyra- og fóðurgangs- breidd, svo og flutningavegalengd. Mjög erf- itt er þó með þeim mælingum, er hér liggja fyrir, að fá fram áhrif þessara þátta með nokkru öryggi. I 5., 13., 2. og 15. mælingu er flutninga- leið ógreiðfær í öllum tilvikum, ýmist þröng- ar dyr eða verulegur hæðarmunur geymslu og fóðurgangs. Tekur flutningur þar oft um 4 mín/100 kg. Einnig tefur það verulega flutn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.