Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Síða 40
38 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
6. mynd: Áhrif flutningavegalengdar á vinnumagnið við fóðrun á lausu þurrheyi.
Fig. 6. Effects of distance of transport on labour requirements for feeding loose hay.
ing, ef fóðurgangar eru ekki samtengdir (t.
d. fyrir geldneyti, 2. mæling).
Um flutningavegalengd er það kunn stað-
reynd, að hún hefur áhrif á vinnuna. Ef þetta
er athugað út frá 5. mynd, verður samhengið
eins og fram kemur á 6. mynd. Þessar niður-
stöður eru af mælingunum á lausu heyi, og
eins og vænta má, er dreifing mjög mikil, þar
sem hér er í raun og veru um mörg ólík
kerfi að ræða.
Svo virðist sem heildarvinnumagnið aukist
um 0,4 mín/100 kg við hvern metra, sem
flutningaleiðin lengist, m.ö.o. um 16 mín. á
kýrfóður. Þetta mundi t.d. kosta á búi með
30 kýr um 80 klst. á ári, ef vegalengdin er
annars vegar 20 m og hins vegar 30 m.
c. Dreifing.
Vinna við dreifingu á fóðurgang er háð hey-
formi, flutningatæki og aðstöðu á fóðurgangi.
Að öðru jöfnu fer minni vinna í að dreifa
úr bundnu heyi. Það er þó misjafnt eftir því,
hvort látið er nægja að skera á böndin og
henda lítillega úr böggunum (4. og 14. mæl-
ing) eða hvort þeim er sundrað verulega (16.
og 5. mæling). A lausu heyi tekur dreifingin
stytztan tíma, þar sem því er mokað beint inn
á fóðurgang (8. og20.mæling), þar sem grip-