Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Side 42

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Side 42
40 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Vinnumagn,karlm.min 8. mynd: Vinna við kjarnfóðurgjöf á fóðurgang. Fig. 8. Labour requirements for feeding concentrates in the feeding passage. inum, en oftast má moka beint á flutninga- tæki úr flatgryfju. I 10. og 17. mælingu er beitt tækni við losun, annars vegar vörulyftara, og er þá heyið stungið í stöllum með venjulegum heyskera, og hins vegar með traktortengdum votheysskera. Með þessu móti virðist mega minnka vinnu við losun í um 1 mín/100 kg. Vinna við flutning á heyinu er frá 0,3— 1,6 mín/100 kg og er háð vegalengdum, heymagni í ferð o.fl. Ahrif vegalengdar er ekki unnt að fá fram með þeim mælingum, er hér liggja að baki. Dreifing á fóðurgang tekur að meðaltali um 1,1 mín/100 kg (0,6 —1,6 mín/100 kg). Heildarvinna við votheysfóðrun er að með- altali um 4,3 mín/kg, sé losað úr turni, en um 2,7 mín/100 kg úr flatgryfju. Sé þetta umreiknað á fóðureiningar (fe.) og gert ráð fyrir 7 kg/fe. og 2000 fe. í kýrfóðri, sam- svarar þessi vinna annars vegar um 10,6 klst /kýrfóður og hins vegar um 6,3 klst/kýr- fóður. Meðaltalið úr mrnum og flatgryfjum er um 8,2 klst/kýrfóður. Til samanburðar við þurrheysfóðrunina má geta þess, að hún tek- ur að meðaltali (4. mynd) um 13,1 mín/100 kg. Sé miðað við 1,8 kg í fe., verður heildar- vinnan um 7,8 klst/kýrfóður, ekki ósvipað að magni til og vinnan við fóðrun á votheyi úr mrnum og flatgryfjum.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.