Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 42
40 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Vinnumagn,karlm.min
8. mynd: Vinna við kjarnfóðurgjöf á fóðurgang.
Fig. 8. Labour requirements for feeding concentrates in the feeding passage.
inum, en oftast má moka beint á flutninga-
tæki úr flatgryfju.
I 10. og 17. mælingu er beitt tækni við
losun, annars vegar vörulyftara, og er þá
heyið stungið í stöllum með venjulegum
heyskera, og hins vegar með traktortengdum
votheysskera. Með þessu móti virðist mega
minnka vinnu við losun í um 1 mín/100 kg.
Vinna við flutning á heyinu er frá 0,3—
1,6 mín/100 kg og er háð vegalengdum,
heymagni í ferð o.fl. Ahrif vegalengdar er
ekki unnt að fá fram með þeim mælingum,
er hér liggja að baki. Dreifing á fóðurgang
tekur að meðaltali um 1,1 mín/100 kg (0,6
—1,6 mín/100 kg).
Heildarvinna við votheysfóðrun er að með-
altali um 4,3 mín/kg, sé losað úr turni, en
um 2,7 mín/100 kg úr flatgryfju. Sé þetta
umreiknað á fóðureiningar (fe.) og gert ráð
fyrir 7 kg/fe. og 2000 fe. í kýrfóðri, sam-
svarar þessi vinna annars vegar um 10,6 klst
/kýrfóður og hins vegar um 6,3 klst/kýr-
fóður. Meðaltalið úr mrnum og flatgryfjum
er um 8,2 klst/kýrfóður. Til samanburðar við
þurrheysfóðrunina má geta þess, að hún tek-
ur að meðaltali (4. mynd) um 13,1 mín/100
kg. Sé miðað við 1,8 kg í fe., verður heildar-
vinnan um 7,8 klst/kýrfóður, ekki ósvipað
að magni til og vinnan við fóðrun á votheyi
úr mrnum og flatgryfjum.