Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Qupperneq 44
42 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Vinnumagn,karlm.min/dag
10. mynd: Vinna við hirðingu geldneyta við góðar aðstæður.
Fig. 10. Labour requirements for tending barren stock mider good conditions.
á kálf á dag. Séu kálfarnir á mörgum stöðum
í fjósinu, eykst vinnan mjög við mjólkur-
gjöfina, og er ekki óalgengt, að hún sé þá
um 5 mín/kálf.
Vinna við geldneyti er eins og við mjólk-
urkálfana háð öllum aðstæðum. Séu aðstæður
þannig, að moka verði mykjunni með hand-
afli frá geldneytunum, sjálfbrynning engin
og fóðrunaraðstaða erfið, er vinnan oft 2—3
mín/geldneyti á dag. Við beztu aðstæður,
þ.e.a.s. ristargólf, sjálfbrynningu, góða fóðr-
unaraðstöðu og stuttar flutningaleiðir, er
vinnan líkt því og fram kemur á 10. mynd.
Eftir þeim niðurstöðum að dæma er vinnan
við geldneytahirðingu nálægt 1 mín/grip, en
sú vinna er að heita má eingöngu heygjöfin.
Vinna við hreinsun.
Með vinnu við hreinsun er hér átt við þá
vinnu, sem fer í að halda básunum hreinum,
fjarlægja mykju úr flórum og af flórristum,
dreifa undirburði í básana og sópa ganga og
stéttar.
A fjórum bæjum af þeim tutmgu, er hér
um ræðir, voru flórarnir mokaðir með hand-
afli. I tveimur tilvikum var mykjunni mokað
upp úr flórunum, og var vinnan við flór-
moksmrinn þar 1,2 mín/kú/dag. Væm hins
vegar niðurfallslúgur í flómm, var vinnan
0,6 mín/kú/dag.
Á tólf bæjum voru flórristar í flómm. Til
að halda þeim hreinum þarf að jafnaði að
sópa þær eða hreinsa á annan hátt. Mjög er
misjafnt, hve miklum tíma er varið til þessa,
enda þörfin misjöfn, m.a. eftir ristagerð, hve