Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 45

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 45
VINNURANNSÓKNIR í FJÓSUM 43 HeiIdarvinnumagn karlm.min/dag (y) 11. mynd: Heildarvinna við kúahirðingu sem fall af kúafjölda. Fig. 11. Total labour requkements for the tending of daky cows, as a function of thek number. mikið hey slæðist í þær, o.fl. Að meðaltali tók hreinsunin um 0,5 mín/kú/dag, en mun- ur er mikill, 0,2—1,2 mín/kú/dag. Svo virðist sem minni tíma sé varið til hreinsunar á stærri búunum; t.d. er um 0,3 mín/kú/dag að meðaltali varið til hreinsunar á básum og flórristum, þar sem kýr eru fleiri en 60, en um 0,5 að meðaltali, séu þær færri en 60. Allur gangur er á því, hve miklum tíma er varið til að halda stéttum og göngum hreinum. Þeir, sem sópa fjósið reglulega og halda því hreinu, verja til þess um 5—6% af heildartímanum, um 0,5—0,6 mín/kú/ dag. Einstaka bóndi kembir kúnum daglega, og tekur það þá um 0,5 mín/kú. Heildarvhnnumagn. Eins og Ijóst er af framansögðu, taka ein- stakir aðalverkþættir mjög mislangan tíma eftir búum, mælt á framleiðslueiningu. Það er því eðlilegt, þegar allir verkþættir eru lagðir saman og reiknuð út heildarvinna, að dreifing eftir býlum verði nokkuð mikil. Þetta kemur nánar fram á 11. mynd, en hún sýnir heildarvinnuna (fasta vinnu) sem fa'll af kúafjölda. Sú vinna, er þarna kemur fram, er einungis vinnan við kýrnar, þ.e. heildarvinnan, þegar búið er að draga frá vinnu við geldneyti og mjólkurkálfa. Eins og fram kemur á myndinni, sýna tvær mælingar mun minni vinnu en mælingar

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.