Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Side 69

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Side 69
FÓÐURKÁL OG ÁHRIF ÞESS Á SLÁTURLÖMB 67 '6. Ekki komu fram nein sjúkleg einkenni í lömbunum við fóðurkálsbeitina. 7. Fyrstu 10 dagana, sem lömbin voru á fóðurkálinu, þyngdust þau lítið á fæti, sum jafnvel léttust, en við förgun hafði III. fi. þyngzt um '6,2 kg, en IV. fl. um 4,7 kg. 8. Fóðurkálsfl. III hafði 4,7 kg og IV 4,4 kg af kjöti fram yfir samanburðarlömbin, en saman- burðarflokkur II bætti ekki við sig neinu kjöti, þó að hann þyngdist um nær 5 kg á fæti. 9. Kjötprósenta samanburðarlambanna í II. fl. féll um 3,3%, en hækkaði í III. fl. um 4,5% og í IV. fl. um 6,6% á tilraunaskeiðinu. 10. Mikill munur var á stærð og þunga skjaldkirtla og lifra í tilraunaflokkunum. Lætur nærri, að skjaldkirtlar hafi verið um þrefalt þyngri og lifrar allt að tvöfalt þyngri úr fóðurkálslömbunum en samanburðarlömbunum. 11. Efnasamsetning lifranna var í megindráttum mjög svipað x tilraunaflokkunum, að því er varðar þurrefni, proteín, fitu og ösku, nema hvað örlítið minna proteín og fita var í IV. fl., og ösku- innihald lifra í samanburðarflokkunum var um 1 % minna en í fóðurkáisflokkunum. 12. Koparforði fóðurkálslifranna reyndist vera lítið eitt minni en í samanburðarlifrunum úr I. fl. og rúmlega fjórum sinnum minni en í II. fl., sem gekk á útjörð allt haustið. 13. Ekki kom fram raunhæfur munur á hragðgæðum lifra úr I. fl. og III. fl. við bragðprófun. 14. Efnasamsetning í blóði lamba reyndist vera mjög áþekk blóði áa, að vetrarlagi, nema hvað blóð lambanna var þvagefnisríkara. 15. Forði blóðsins af hemóglóbíni, hematókríti og bílírúbíni fór heldur minnkandi, eftir því sem leið á haustið. 16. Blóð fóðurkálslambanna storknaði mun hraðar en samanburðarlambanna, hvort sem það var 3/10 eða 27/10, en storknunartíminn lengdist eftir því, sem leið á haustið, í öllum lambaflokkunum. 17. Ekki kom neitt fram við orma- og eggjatalningu, er benti til þess, að sníkjudýr hefðu háð lömbunum á tilraunaskeiðinu. INNGANGUR Sumarið 1968 ákvað Tilraunastöð háskólans að Keldum í samvinnu við sérfræðinga Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að hefja tilraun til að kanna áhrif fóðurkálsbeitar á sláturlömb, og var henni hrundið í fram- kvæmd þá um haustið. Markmiðið með tilrauninni var að leita orsaka óvenjumikils líffæra- og vefjavaxtar, sem verður í lömbum við fóðurkálsbeit, og hvort hér væri um eðlilegan vöxt, sjúkdóm eða eitrun að ræða. Áhrif kálbeitar á lömb lýsa sér einkum þannig, að oft fær fita skrokksins gulan blæ, iifrin verður óeðlilega stór og vambarveggur verður þykkur og stökkur, auk þess sem fleiri líffæri verða á- berandi þroskamikil. Um sama leyti var greinarhöfundur að undirbúa verkefni til kandídatsritgerðar við framhaldsdeildina á Hvanneyri varðandi efna- samsetningu og bragðgæði „fóðurkálslifra". Var honum þá boðið af forráðamönnum til- raunarinnar að taka þátt í tilrauninni og birta niðurstöður hennar í ritgerð sinni, og tók hann því boði. Niðurstöður tilraunarinnar eru birtar hér úr handriti til Hvanneyrar- skóla, eins og höfundur lagði það fram og gagnasöfnun var þá komið. Skipulag tilraunarinnar var ákveðið af áð- urnefndum stofnunum, en umsjón með til- raunaliðum og daglegt eftirlit skiptist þannig í aðalatriðum: Tilraunastjórinn á Hesti, Einar Gíslason, sá um alla framkvæmd við fóðurkálsræktina, vinnslu landsins, girðingar, sáningu og á-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.