Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Síða 71
FÓÐURKÁL OG ÁHRIF ÞESS Á SLÁTURLÖMB 69
Við skiptingu lambanna í flokka var tekið
tillit til aldurs, þunga, vaxtarhraða um sum-
arið og afurða mæðra. Eftir skiptinguna var
hver flokkur merktur með málningu, auk
þess sem hvert lamb hafði ál- og plastmerki
sitt í hvoru eyra.
d. Tökur sýna.
Uppskerumælingar voru gerðar á fóðurkál-
inu og sýni tekin. Sýnin voru tekin þannig,
að girðingarhólfið var gengið horn í horn og
sýni tekið við sjöunda hvert skref. Við upp-
skerumælingarnar var spýtu hent af handa-
hófi út í kálakurinn og kál tekið af einum
fermetra, þar sem hún lenti. Tekin var upp-
skera af þremur fermetrum í hvert skipti,
sem mæling var gerð. Uppskerumælingar
voru gerðar dagana 4/10 og 27/10, en sýni
tekin 22/9, 4/10 og 27/10.
Ur lömbunum voru tekin saursýni til orma-
og eggjatalningar. Voru sýnin tekin dagana
22/9, 3/10 og 27/10. Saurtakan fór þannig
fram, að vísifingri (berum eða með plast-
hh'f) var brugðið inn í endaþarmsop lambs-
ins og tekin þaðan minnst 3 g af saur. Hafa
þurfti nokkra aðgæzlu við verkið, svo að
endaþarmsop og víðgirni hlytu ekki skaða af.
Öll saursýnin voru síðan rannsökuð að Keld-
um.
Blóðtaka úr lömbunum fór fram sömu
daga og saursýnin voru tekin. Blóðið var
tekið með tvístæðri nál (egg á báðum endum)
úr bláæð í hálsi lambsins, eftir að ullin hafði
verið klippt af hálsinum. Þegar blóð tók
að streyma út í gegnum nálina, var loft-
tæmdu glasi stungið upp á gagnstæða nálar-
endann og blóðinu safnað í það. I glasinu
var efni, sem kom í veg fyrir, að blóðið
storknaði. Þegar glasið var fullt, var því
kippt af nálinni, síðan tekinn dropi af blóði
á litla glerplöm (smásjárgler) og strokið úr
dropanum. Þá um leið var tekinn storknun-
artími blóðsins á glerinu. Þegar að blóðtök-
unni lokinni var blóðið skilið í skilvindu og
geymt til frekari efnagreininga.
Hinn 4. október var lömbunum úr I. sam-
anburðarflokki fargað í sláturhúsinu í Borg-
arnesi. Við förgunina fengu lömbin alla
sömu meðferð og önnur lömb frá Hestsbúinu
að því undanskildu, að úr kjöti og innyflum
voru tekin sýni til vefjarannsókna og skoð-
unar. Þetta var tekið til athugunar:
1. skrokkurinn, þyngd hans og gæðaflokkur,
útlit og blær á fim,
2. lifur, þyngd hennar og útlit, efnasamsetn-
ing og bragðgæði,
3. ným, þyngd og útlit og sýni tekin til
vefjarannsóknar,
4. mjógörn, hvernig hún rekst, og sýni til
vef j arannsóknar,
5. skjaldkirtill, þyngd og útlit og sýni til
vefjarannsóknar,
6. gallblaðra, lýsing (veggur þaninn, þunn-
ur, þykkur) og sýni til vefjarannsóknar.
Sýnin voru öll tekin á sama stað úr líf-
færinu og geymd þannig, að þau skemmdust
ekki. Vefjasýnin voru og höfð í 10% formal-
xni, en lifur o.fl. var haft aðskilið í vax-
bornum öskjum og fryst eins fljótt og unnt
var.
Sams konar athuganir og sýnitökur vom
gerðar við förgun lambanna úr hinum flokk-
unum 27/10.
e. Aðferði,' og efnagreiningar.
Kálsýnunum var skipt í fóðurmergkál og
repju og þeim svo afmr í stöngla og blöð
Þannig flokkað var kálið þurrkað við 60°C,
þar til það hætti að léttast, og þurrefni og
uppskera þá ákvörðuð með vigtun. Dagana
4/10 og 27/10 reyndist ekki unnt að halda
fóðurmergkálinu og repjunni aðskildu, og
var þá tegundunum blandað saman, en blöð
og stönglar haft aðskilið. í fóðurkálinu var
ákvarðað, auk þurrefnis og uppskem, melt-