Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Síða 71

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Síða 71
FÓÐURKÁL OG ÁHRIF ÞESS Á SLÁTURLÖMB 69 Við skiptingu lambanna í flokka var tekið tillit til aldurs, þunga, vaxtarhraða um sum- arið og afurða mæðra. Eftir skiptinguna var hver flokkur merktur með málningu, auk þess sem hvert lamb hafði ál- og plastmerki sitt í hvoru eyra. d. Tökur sýna. Uppskerumælingar voru gerðar á fóðurkál- inu og sýni tekin. Sýnin voru tekin þannig, að girðingarhólfið var gengið horn í horn og sýni tekið við sjöunda hvert skref. Við upp- skerumælingarnar var spýtu hent af handa- hófi út í kálakurinn og kál tekið af einum fermetra, þar sem hún lenti. Tekin var upp- skera af þremur fermetrum í hvert skipti, sem mæling var gerð. Uppskerumælingar voru gerðar dagana 4/10 og 27/10, en sýni tekin 22/9, 4/10 og 27/10. Ur lömbunum voru tekin saursýni til orma- og eggjatalningar. Voru sýnin tekin dagana 22/9, 3/10 og 27/10. Saurtakan fór þannig fram, að vísifingri (berum eða með plast- hh'f) var brugðið inn í endaþarmsop lambs- ins og tekin þaðan minnst 3 g af saur. Hafa þurfti nokkra aðgæzlu við verkið, svo að endaþarmsop og víðgirni hlytu ekki skaða af. Öll saursýnin voru síðan rannsökuð að Keld- um. Blóðtaka úr lömbunum fór fram sömu daga og saursýnin voru tekin. Blóðið var tekið með tvístæðri nál (egg á báðum endum) úr bláæð í hálsi lambsins, eftir að ullin hafði verið klippt af hálsinum. Þegar blóð tók að streyma út í gegnum nálina, var loft- tæmdu glasi stungið upp á gagnstæða nálar- endann og blóðinu safnað í það. I glasinu var efni, sem kom í veg fyrir, að blóðið storknaði. Þegar glasið var fullt, var því kippt af nálinni, síðan tekinn dropi af blóði á litla glerplöm (smásjárgler) og strokið úr dropanum. Þá um leið var tekinn storknun- artími blóðsins á glerinu. Þegar að blóðtök- unni lokinni var blóðið skilið í skilvindu og geymt til frekari efnagreininga. Hinn 4. október var lömbunum úr I. sam- anburðarflokki fargað í sláturhúsinu í Borg- arnesi. Við förgunina fengu lömbin alla sömu meðferð og önnur lömb frá Hestsbúinu að því undanskildu, að úr kjöti og innyflum voru tekin sýni til vefjarannsókna og skoð- unar. Þetta var tekið til athugunar: 1. skrokkurinn, þyngd hans og gæðaflokkur, útlit og blær á fim, 2. lifur, þyngd hennar og útlit, efnasamsetn- ing og bragðgæði, 3. ným, þyngd og útlit og sýni tekin til vefjarannsóknar, 4. mjógörn, hvernig hún rekst, og sýni til vef j arannsóknar, 5. skjaldkirtill, þyngd og útlit og sýni til vefjarannsóknar, 6. gallblaðra, lýsing (veggur þaninn, þunn- ur, þykkur) og sýni til vefjarannsóknar. Sýnin voru öll tekin á sama stað úr líf- færinu og geymd þannig, að þau skemmdust ekki. Vefjasýnin voru og höfð í 10% formal- xni, en lifur o.fl. var haft aðskilið í vax- bornum öskjum og fryst eins fljótt og unnt var. Sams konar athuganir og sýnitökur vom gerðar við förgun lambanna úr hinum flokk- unum 27/10. e. Aðferði,' og efnagreiningar. Kálsýnunum var skipt í fóðurmergkál og repju og þeim svo afmr í stöngla og blöð Þannig flokkað var kálið þurrkað við 60°C, þar til það hætti að léttast, og þurrefni og uppskera þá ákvörðuð með vigtun. Dagana 4/10 og 27/10 reyndist ekki unnt að halda fóðurmergkálinu og repjunni aðskildu, og var þá tegundunum blandað saman, en blöð og stönglar haft aðskilið. í fóðurkálinu var ákvarðað, auk þurrefnis og uppskem, melt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.