Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Qupperneq 72

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Qupperneq 72
70 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR anleiki, hráeggjahvíta, nítrat og málmarnir kalsíum, fosfór, magnesíum, kalíum, natrí- um og kopar. Meltanleiki kálsins var ákvarð- aður með In-Vitro-aðferð, sem lýst er í riti Atvinnudeildar háskólans, nr. 17 í A-flokki (Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ól- afsson, 1965). Hráeggjahvíta kálsins var fundin með Kjeldahl-aðferð, en nítratið með aðferð þeirri, sem notuð er í Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Akvörðun á kalsíum og magnesíum var gerð með EDFA-filter- ingu, natríum og kalíum með logaljósmæli og fosfór með spektrómetri og lesið af kúrfu. Við koparákvörðunina var notuð litarstyrk- leikaaðferðin (colormetric merhod). Kopar, uppleystur í ammóníakblöndu, sameinast með natríum dethýl-dithikarbónati og mynd- ar litasamband. Þetta samband er síðan leyst upp í ísólamýlalkóhóli og litarstyrkleikinn mældur á spektrómetri, sem svo er lesinn af kúrfu. Fundið var þurrefni lifranna og innihald þeirra af fitu, hráeggjahvítu, ösku og kopar, en auk þess voru prófuð bragðgæði þeirra. Þurrefnið var fundið þannig, að helming- ur hverrar lifrar var skorinn í smástykki og mulinn í mortéli. Um 30 g af þessum graut voru þurrkuð við 70 °C, þar til hann hætti að léttast. Það, sem þá var eftir, var talið þurrefni. Fituinnihald lifranna var fundið með eimingu í asetoni með fituskolara, hrá- eggjahvítan með Kjeldahl-aðferð, askan með því að brenna lifrarþurrefnið í brennsluofni við 550°C, og koparinn var ákvarðaður með sömu aðferð og lýst er við fóðurkálið. Bragð- gæði voru athuguð með því að bera saman lifrar úr I. og III. lambaflokki. Matargerð þeirra fór fram í mötuneytinu á Hvanneyri. Lifrarnar voru þvegnar, steiktar á pönnu, soðnar og bornar fram sneiddar í sósu. Varazt var að nota bragðefni við matargerðina. Tuttugu og tveir unglingar, piltar og stúlkur undir 21 árs aldri, sem neyttu ekki tóbaks af neinu tagi, voru fengnir til að eta lifrarnar og gefa þeim einkunnir frá 1—5 eftir bragðgæðum. Efnagreint var í blóðinu bílirúbín, alkal- ískur fosfór, hemóglóbín, hematókrít, úrea og steinefni. Þá var mældur storknunarhraði blóðsins, eins og áður segir, og blóðkorn talin. Vísað er til greiningaraðferða í þeim stofn- unum, þar sem þær voru gerðar. I saursýnunum var athugaður fjöldi orma- eggja, hnísla, flækjuorma (Mematodiris) og mjólkurmaðka (Moniezía). Greining þessara sníkjudýra var gerð með því, að eitt gramm af saur var blandað í vatni og mulið í mor- téli. Sérstök glerskífa er fyllt viðkomandi blöndu. Með smásjá er svo fjöldi orma og eggja talinn milli strika á skífunni. Veðrið. Sunnudaginn 29/9 voru fóðurkálslömbin (III. og IV. flokkur) lokuð alfarið inni á kálakrinum. Þá snjóaði nokkuð, og varð jörð alhvít. Veðurfar var svipað fram yfir mán- aðamót, nema hvað heldur fór kólnandi, og frost var um nætur allt að -f- 4°C. Framan af októbermánuði voru úrkomur litlar, en snjóföl á jörðu. Meðalhiti á daginn var um frostmark, en frost um nætur. Kálið var þá orðið slappt vegna frosta. Upp úr miðjum mánuði hlýnaði heldur, en ekki fór frost úr jörðu um daga. Síðast í mánuðinum kólnaði verulega, og fór frost niður fyrir -f- 10 til -f- 12°C. NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNA a. Fóðurkálið. Hinn 4/10 reyndist uppskera vera 7970 kg af þurrefni (þe.), 7590 fóðureiningar (FE.) á hektara (ha), miðað við niðurstöður um meltanleika kálsins, en 27/10 var hún 6500 kg þe. og 6190 FE., einnig miðað við ha.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.