Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Side 84

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Side 84
82 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR áður er getið. Áhrif kál- og úthagabeitar á lifandi þunga, fallþunga og kjötprósentu til- raunalambanna fara á allan hátt ágætlega saman við áður gerðar beitartilraunir þeirra Halldórs Pálssonar og Péturs Gunnarssonar (1961). Við samanburð á blóði tilraunalambanna við blóð áa að vetrarlagi (Þorsteinn Þor- STEINSSON o.fl., 1970) sést, að blóð þeirra er í aðalatriðum mjög líkt, nema hvað þvag- efnið í blóði lambanna er nokkru meira. I fóðrunartilraunum með síldarmjölsgjöf (Pétur Gunnarsson, 1953) höfðu ær, sem fengu 200—300 g af síldarmjöli á dag, svip- að þvagefnismagn í blóði og fóðurkálslömb- in. Innihald blóðsins af hemóglóbíni, hemató- kríti og bílírúbíni fór heldur minnkandi eftir því, sem á haustið leið, í öllum lambaflokk- unum. Rannsóknir vísindamannanna C. A. Grants o.fl. (1968) og R. H. C. Pennys o.fl. (1964) benda í sömu átt, að því er varðar minnkandi hemóglóbín og hematókrít í blóði við beit kinda á fóðurkál. Blóð fóðurkáls- lambanna storknaði mun hraðar en saman- burðarlambanna, hvort sem miðað er við 3/10 eða 27/10, en storknunartíminn lengd- ist í báðum flokkum eftir því, sem leið á haustið. Ekki var vitað, hvort lömbunum af fóðurkálinu blæddi verr en hinum við förg- unina, en það er alls ekki óhugsandi, þar sem munurinn á storknunartímanum skipti mín- útum. Eins og fram hefur komið, voru skjald- kirtlarnir þeim mun stærri sem lifrarnar voru þyngri. Telja má eðlilegt, að þetta fari nokkuð saman, þar sem skjaldkirtilsvökvinn thýroxín örvar efnaskipti líkamans og lifrin er efnaskiptastöð hans, sem vinnur úr nær- ingarefnunum, og þá ekki sízt þegar skepn- urnar hafa aðgang að miklum og auðmeltum næringarefnum, eins og fóðurkálslömbin höfðu. Samsetning lambalifranna af þurrefni, próteíni, fim og ösku má heita hin sama í öllum tilraunaflokkunum þrátt fyrir mikinn þyngdarmun. Ber þessum rannsóknum vel saman við athuganir á íslenzkum lambalifr- um, sem K. Vestergárd-Thomsen gerði vet- urinn 1967—1968. Engin sjúkleg einkenni sáust á lifrunum, þótt stærðarmunur væri mikill eftir flokkum, og má því ætla, að hinar stóru lifrar fóðurkálslambanna séu eðlileg viðbrögð þeirra við miklum og hröð- um efnaskiptum í líkamanum, þar sem svo til enginn munur fannst á efnasamsetningu þeirra. Þyngdarmunur lifra í IV. fl. (605 g) og III. fl. (811 g) sýnir, að lifrarnar í IV. lambafl. hafa hætt að þyngjast eða jafnvel létzt, þegar lömbin voru tekin af fóðurkálinu. I samanburðarflokknum hélzt lifrarþunginn stöðugur allt haustið, enda höfðu lömbin viðhaldsfóður á beitinni og héldu sama fall- þunga. Ekki er gott að skýra hið mikla kop- armagn í lifrum II. samanburðarflokks, en verið getur, að við beit í koparauðugum út- haga safnist koparinn fyrir í lifrunum. Þessu virðist svo öfugt farið við beit á fóðurkáli, þar sem koparmagn fóðurkálslifranna hefur minnkað lítið eitt við beitina, ef miðað er við koparmagn lifra úr I. lambafl. Hvort hér er um hliðstæðar verkanir að ræða og Hol- lendingurinn J. Hartman fann (1964), er ekki gott að segja, en hann fann, að við að beita vetrungum (1—2 ára nautgr.) á áborið land minnkaði koparforði í lifrum þeirra eftir því, sem leið á beitartímann. Við athugun á bragðgæðum lifranna kom ekkert fram, er bent gæti til þess, að fóður- kálslifrarnar væru verri til matar en aðrar lifrar. Flestum þeim, sem neyttu þeirra, fannst þær mýkri, en aðeins tólf af tutmgu og tveimur töldu þær betri.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.