Fréttablaðið - 10.12.2020, Page 4

Fréttablaðið - 10.12.2020, Page 4
jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR. • 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • 570 NM TOG • HÁTT OG LÁGT DRIF • RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN • HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU • BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI • RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ • FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • BLINDHORNSVÖRN ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND DÓMSMÁL Systurnar Emilía Björg og Sjöfn Björnsdætur mundu ekki eftir því að hafa skrifað undir fjár mála­ gerninga sem stjórnar menn í Birni Hall gríms syni ehf. (BH) á árunum fyrir hrun. Þær viður kenndu hins vegar að kannast við undir skriftir sínar á þeim skjölum sem borin voru fyrir þær í skýrslutöku fyrir Héraðs­ dómi Reykjavíkur í gær. Systurnar voru mættar í skýrslu­ töku til að skýra frá mögu legri skaða bóta skyldri hátt semi bróður þeirra, Kristins Björns sonar, en Kristinn sá um dag legan rekstur á BH sem nú heitir Lyfja blóm ehf. Fyrirtækið var á tíma bili í eigu fjög­ urra barna Björns Hall gríms sonar: Kristins, Emilíu Bjargar, Sjafnar og Ás laugar, og var, í gegnum fjöl mörg dóttur fé lög, stór hlut hafi í Skeljungi, Ár vakri, Nóa­Síríus og Sjó vá. Nú verandi eig endur Lyfja blóms ehf. óskuðu eftir því að skýrsla yrði tekin af systrunum. Þær höfðu skorast undan því að mæta í skýrslu­ töku fyrir dómi en Lands réttur úr­ skurðaði fyrr á þessu ári að þeim væri skylt að mæta í skýrslu tökuna. Þá hafði Sól veig G. Péturs dóttir, fyrr verandi dóms mála ráð herra, sem situr í ó skiptu búi eftir Kristin, sent bréf til dómsins og krafist þess að systurnar þyrftu ekki að mæta í skýrslu töku en Lyfja blóm rekur nú 2,3 milljarða króna skaða bóta mál gegn Sól veigu Péturs dóttur og Þórði Má Jóhannes syni fyrir Lands rétti. Systurnar gengust báðar við því að hafa vera hlut hafar og stjórnar menn í BH og að Kristinn hefði séð um dag legan rekstur. Þær sögðu báðar að Kristinn hefði verið með um boð fyrir þeirra hönd til að sjá um öll mál er tengdust BH. Jón Þór Óla son, lög maður Lyfja­ blóms, spurði þær systur meðal annars um hlut hafa fund BH þann 5. júlí 2007 þar sem á kveðið var að BH myndi kaupa eigin hluta bréf að fjár hæð 1.620 milljónir króna. Sölu­ and virðið var greitt til hlut hafa fé­ lagsins, syst kinanna, að upp hæð 1.420 milljónir. Spurð um hvað varð um þessar 200 milljónir sagði Sjöfn að hún hefði ekki hug mynd um það. „Ég var ekki í rekstri þessa fé lags,“ sagði Sjöfn. Jón Þór spurði Sjöfn einnig um það hvort hún myndi ekki eftir því að hafa fengið sinn hluta greiddan árið 2007 en Sjöfn kannaðist ekki við það. „Þarna eru greiddar 355 milljónir króna inn á reikning hjá þér en það kveikir engum bjöllum?“ spurði Jón Þór en Sjöfn sagðist ekki muna eftir því. Jón Þór bar einnig undir syst­ urnar sjálf skuldar á byrgð sem þær á byrgðust vegna peninga markaðs­ láns upp á 258 milljónir þann 2. júlí 2007. Þær mundu hvorugar eftir því að hafa skrifað undir sjálfs á­ byrgðina en könnuðust við undir­ skrift sína. Jón Þór taldi það sér stakt að fé lag sem var metið á tugi milljarða væri að óska eftir sjálf skuldar á byrgð hlut hafa fyrir 258 milljóna króna láni. „Þú ert í raun að setja eignir þínar undir vegna þessa láns, það rifjar ekkert upp fyrir þér?“ spurði Jón Þór Sjöfn. Hún gat ekki upp lýst hvaða upp lýsingar hún fékk í að­ draganda undir ritunarinnar né hvar um rædd sjálf skuldar á byrgð hefði verið undir rituð. „Enda eru meira en tíu ár síðan,“ sagði Sjöfn. Jón Þór sagðist hafa skilning á því að það væri langt um liðið en sagði að það væri nú ekki á hverjum degi sem maður væri að skrifa undir sjálf­ skuldar á byrgð upp á hundruð millj­ óna króna. Þá kannaðist Sjöfn ekki við að hafa undir ritað árs reikninga né að hafa setið fundi með endur skoð endum frá PWC þar sem árs reikningar voru kynntir. Spurð um hvort haldnir hefðu verið form legir stjórnar fundir innan BH­sam stæðunnar kannaðist hún ekki við það heldur. „Ekki að mér við staddri. Því eins og ég sagði áðan þá treysti ég Kristni fyrir því,“ sagði Sjöfn. Þær könnuðust hvorugar við að hafa greitt milljónir í rekstrar­ kostnað fjár festingar fé lagsins Gnúps sem var meðal fé laga í eigu BH. Þær mundu heldur ekki eftir að hafa undir ritað yfirtöku Glitnis banka á BH þann 13. ágúst 2008 á eina krónu. Ingi björg Þor steins dóttir héraðs­ dómari steig inn í vitna leiðsluna að lokum þar sem ljóst var að engin svör væri að fá. „Er sér stök þýðing í því að halda vitna leiðslu áfram í ljósi minnis á stands vitnisins?“ spurði Ingi björg og bað Jón Þór um að ljúka vitna leiðslunni. mhj@frettabladid.is Sögðust hvorugar muna eftir milljarða fjár mála gerningum Systurnar Emilía Björg og Sjöfn Björns dætur gáfu vitnaskýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna fjármálagerninga Björns Hallgrímssonar ehf. á árunum fyrir hrun. Þær eru fyrrverandi hluthafar og stjórnarmenn í fyrirtækinu. Systurnar báru báðar við minnisleysi spurðar um helstu atvik málsins. Skýrslutakan yfir systrunum vegna mögulegrar skaðabóðataskyldu bróður þeirra fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Slóvakíska trygginga­ félagið NOVIS hefur stefnt Seðla­ banka Íslands vegna tilkynningar á vef bankans þann 18. september. Var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær en aðalmeðferð verður eftir áramót. Í tilkynningu bankans segir að Seðlabanki Slóvakíu hafi lagt bann við nýsölu tryggingaafurða NOVIS. Bannið nái yfir þær afurðir sem séu í dreifingu hér á landi, en NOVIS hóf sölu á Íslandi í ársbyrjun 2018. NOVIS segir tilkynninguna ranga og krefst þess að hún verði fjarlægð af vef Seðlabankans. Ekki er gerð fjár­ krafa í málinu. Fréttablaðið hefur fjallað um málefni NOVIS og Seðlabankans. Í október sagði Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri að viðkvæmt gæti verið að skipta við félagið ef grunur Seðlabanka Slóvakíu um að iðgjöld væru ekki fjárfest í sam­ ræmi við vátryggingarsamninga væri á rökum reistur. Um fimm þúsund Íslendingar eru í viðskiptum við NOVIS sem greiðir um 160 millj­ ónir króna á mánuði í iðgjöld. Í sama mánuði gaf NOVIS út yfirlýsingu þar sem segir að NOVIS sæti engum bönnum eða takmörkunum. „Það er miður að íslensk stjórnvöld ákveði að birta og bera til fjölmiðla skaðlegar upplýsingar sem fjalla um sölubann á vátryggingarsamninga, sem eru verulega rangar og skaðar viðskiptalega hagsmuni félagsins og býr til ósanna ímynd af því.“ – khg NOVIS krefst þess að tilkynning Seðlabankans verði fjarlægð Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOVIS gerir ekki fjárkröfu í málinu. VIÐSKIPTI Sviksamlegir tölvu­ póstar hafa síðustu daga  verið sendir í nafni þekktra fyrirtækja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor. Þar segir að  dæmi  sé  um pósta í nafni DHL og Póstsins, enda eiga margir von á sendingu þessa dagana. Hafa korthafar verið blekktir til að staðfesta kort í Apple Pay eða gefa upp SMS­öryggiskóða. Dæmi eru um að í tölvupósti sé fólki sagt að sending bíði þeirra og að það þurfi að smella á hlekk og gefa upp kortanúmer og öryggisnúmer greiðslukorts. Sé brugðist við því og kortaupp­ lýsingar gefnar, fylgir gjarnan SMS­skilaboð með kóða. Einnig eru dæmi um að fólk sé blekkt með svipuðum hætti til að skrá korta­ upplýsingarnar í það sem virðist vera Apple Pay. Valitor ítrekar fyrri viðvaran­ ir um að fólk opni ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefi ekki undir neinum kringumstæðum upp korta­ eða persónuupplýs­ ingar. Einnig er mikilvægt er að gefa alls ekki upp öryggiskóða sem berst með SMS hvort sem um er að ræða kóða til að ljúka við greiðslu, eða ef skilaboðin gefa til kynna að verið sé að skrá kort í Apple Pay. Textaskilaboð þessi innihalda ítarlegar upplýsingar um það sem korthafi er að samþykkja með slík­ um staðfestingarkóða og því er afar mikilvægt að lesa vel skilaboðin og áframsenda kóðann ekki í blindni. Haf i fólk brugðist við skila­ boðum, gefið upp öryggiskóða eða skráð Apple Pay kóða er brýnt að hafa samband strax við viðskipta­ banka sinn eða þjónustuver Val­ itor. – hó Valitor varar  við kortasvikum Korthafar hafa verið blekktir til að staðfesta kort sín í Apple Pay eða til að gefa upp SMS-öryggiskóða. Systurnar höfðu skorast undan því að bera vitni í málinu en Landsréttur kvað upp fyrr á þessu ári um skyldu þeirra til að mæta fyrir dóm og gefa skýrslu. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.