Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 6
DÓMSMÁL Í dag hefst meðferð í máli útgáfunnar Hljóðbók.is gegn Hljóðbókasafninu. Útgáfan krefst þess að safnið verði dæmt skaða- bótaskylt fyrir dreifingu á efni sem þegar hafi verið gefið út án greiðslu til útgáfunnar sjálfrar. Safnið krefst frávísunar málsins. „Aðgangar að Hljóðbókasafninu hafa verið misnotaðir. Stofnaðir eru reikningar fyrir sjö ára barn vegna lesblindu og svo teknar út Stríð og friður eftir Tolstoy og Karamazov bræðurnir eftir Dostojevski,“ segir Eggert Bjarni Ólafsson lögmaður Hljóðbókar.is. Kerfið hefur verið harðlega gagn- rýnt af bókaútgefendum en sam- kvæmt undanþágu frá lögum má Hljóðbókasafnið gefa út allt höf- undarréttarvarið efni til þeirra sem geta ekki lesið með hefðbundnum hætti. Höfundar fá tæplega 32 þús- und króna eingreiðslu en útgáfurnar ekkert. Eggert bendir á að á árunum 2011 til 2018 hafi Íslendingum fjölg- að um 12 prósent en útlán safnsins hafi aukist um 251 prósent á sama tímabili. Notkunin á Hljóðbóka- safninu er margfalt meiri en á sam- bærilegum söfnum hinna Norður- landanna, fimm- til sjöföld miðað við söfn í Svíþjóð og Noregi og nokkuð mikið meiri en í Danmörku. Eggert segir að vissulega hafi orðið framfarir í greiningu á lesblindu, en það hljóti að hafa átt sér stað á hinum Norðurlöndunum einnig. Söfnin í Skandinavíu láti heldur ekki lesa upp bækur séu þær þegar til, ólíkt því sem gert er hér á landi. Í haust lagði Lilja Dögg Alfreðs- dóttir menntamálaráðherra fram frumvarp um breytingar á höf- undaréttarlögum vegna innleið- ingar Marrakesh-samningsins um aðgang fatlaðra að menningarefni. Í greinargerð segir að „ávinningur þeirra sem þurfa á því að halda að verk séu á aðgengilegu formi vegna sjón- eða lestrarhömlunar sé meiri en mögulegt tjón rétthafa vegna tak- mörkunar á einkarétti þeirra skv. I. kafla höfundalaga.“ Félag íslenskra bókaútgefenda hefur lagt til ýmsar úrbætur fyrir útgefendur í málinu, sem nú er í með- förum þingsins. Svo sem að börn hafi ekki aðgang að fullorðinsbókum, safnið gefi ekki út nýútgefnar bækur og að það kaupi þær upplesnu bækur sem þegar eru til af útgefendum. „Við höfum því kallað eftir gagnsæi í útlánum safnsins þann- ig að rétthafar hafi upplýsingar um útlánin og greiningu á útlánum til stórra notenda til ágiskana um hvort þær samrýmist aldri og þroska við- komandi notanda,“ segir Heiðar Ingi Svansson, formaður félagsins. Lands- lagið sé allt annað með tilkomu netsins en þegar safnið fékk undan- þágu frá höfundarrétti. Þá hafi verið notaðar kasettur. „Við höfum einnig gert athugasemdir við aðferðir við dreifingu safnsins á verkum til not- enda sem mögulega samrýmist ekki heimild höfundalaga um lán.“ Heiðar segist hafa trú á því að ráðherra muni sýna öllum sjónar- miðum málsins skilning, ólíkt fyrri ráðherrum sem ekki hafi tekið undir gagnrýni á kerfið, frekar en forsvars- menn safnsins sjálfir. Lilja hafi sett íslenskt mál og bókaútgáfu í for- gang og beitt sér fyrir myndarlegum stuðningi með endurgreiðslu hluta útgáfukostnaðar og auknum fram- lögum í sjóði sem veita fjármuni til útgefenda og höfunda. Aðspurður um það mál sem nú er fyrir dómi segir Heiðar að enn eigi eftir að koma í ljós hvort efnislega verði tekist á um kröfuna og Hljóð- bók.is eigi eftir að sanna tjón sitt, hugsanlega með annarri málsókn. „Verði niðurstaða um að bæta skuli Hljóðbók.is tjón vegna starfsemi Hljóðbókasafns þá er líklegast að það eigi við um fleiri útgefendur þó erfitt sé fyrir okkur á þessari stundu að leggja mat á það,“ segir hann. kristinnhaukur@frettabladid.is Verði niðurstaða um að bæta skuli Hljóðbók.is tjón vegna starfsemi Hljóðbókasafns þá er líklegast að það eigi við um fleiri útgefendur þó erfitt sé fyrir okkur á þessari stundu að leggja mat á það. Heiðar Ingi Svans- son, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda UNDIRBÚÐU JÓLIN Á HAFNARTORGI Við tökum vel á móti þér og minnum á öll bílastæðin í bílakjallaranum. Deilt um hljóðbækur í héraði Hljóðbók.is hefur stefnt Hljóðbókasafninu vegna dreifingar efnis og krefst skaðabóta. Safnið krefst frávís- unar í málinu. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda vonast til að Alþingi breyti reglum um safnið. Hlutfallslegur fjöldi lántakenda Hljóðbókasafnsins er margfaldur samanborið við Norðurlöndin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PÓSTÞJÓNUSTA Það er nóg að gera hjá Póstinum þessa dagana og greinilegt að landsmenn eru farnir að nýta sér netverslanir í meira mæli. „Það er mun meira álag en hefur verið undanfarin ár. Í nóvember var 120% aukning á milli ára á inn- lendum sendingum og það sem af er desember er aukningin 100%,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðu- maður markaðs-og sölusviðs hjá Póstinum. „Innanlandssendingar fyrir jólin fara líklegast að detta inn núna á fullu en síðasti skiladagur til að ná fyrir aðfangadag er 18. desember. Ég geri ráð fyrir að það verði brjálað að gera fyrir þann tíma.“ Álagið er ekki aðeins á pósthús- unum sjálfum og hjá dreifingunni en sem dæmi voru 80 manns á bið hjá símaþjónustuveri Póstsins í dag. „Okkur þykir virkilega leitt að láta fólk bíða eftir sendingunum sínum, en álagið hefur aldrei verið eins mikið og nú. Allt okkar fólk er að gera sitt allra besta. Við vonumst til að þetta verði komið í betra stand um helgina,“ segir Brynjar. – uö Mikið álag er hjá Póstinum SAMFÉLAG Gagnsæi, samtök gegn spillingu, hafa fengið heimild til að byggja upp og halda úti sérstakri Íslandsdeild í alþjóðasamtökunum Transparency International. Transparency Inter national eru alþjóðleg samtök sem vinna að heilindum í stjórnsýslu og við- skiptalífi. Samtök in star fa í y f ir 100 löndum en Ísland er síðast af Norðurlöndunum til að koma á fót sérstakri landsdeild innan samtak- anna að Færeyjum undanskildum. Samtökin halda meðal annars úti svokallaðri spillingarvísitölu (CPI) sem birt er í janúar á hverju ári og metur spillingu í ríkjum heims. Ísland hefur mælst neðst allra Norðurlanda á lista samtakanna undanfarin tólf ár eða allt frá því að fjármálakreppan árið 2008 skall á. „Að mati okkar sem unnið höfum í starfinu með Gagnsæi, felst mikið tækifæri í því að fá þessa viður- kenningu til að stuðla að auknum heilindum í íslenskum stjórn- málum, stjórnsýslu og viðskipta- lífi og ábyrgð, vernd almannahags- muna og markvissum vörnum gegn spillingu,“ segir Guðrún Johnsen, stjórnarkona í Gagnæi, en aðildar- ferlið hefur tekið fimm ár. Stjórn Gagnsæis réð nýlega fram- kvæmdastjóra til samtakanna, Árna Múla Jónasson lögfræðing, sem mun vera í hlutastarfi fyrst um sinn, frá 1. janúar næstkomandi, en svo í fullu starfi þegar tekist hefur að tryggja samtökunum nægilegt rekstrarfé. – aá Gagnsæi verður Íslandsdeild Transparency International Að mati okkar felst mikið tækifæri í því að fá þessa viðurkenningu, til að stuðla að auknum heilindum í íslenskum stjórnmálum, stjórnsýslu og viðskiptalífi. VI ÐS K IP TI Gengi hlutabréfa í Icelanda ir hefur styrkst um 67,2 prósent á einum mánuði. Hlutabréf í félaginu hækkuðu um 7,6 prósent í 709 millj óna króna viðskipt um í gær. Gengið stóð í gær í 1,84 krón- um þegar markaðurinn lokaði. Síðustu daga hafa borist jákvæð tíðindi af bólusetningu f y rir kóróna veirunni víðs vegar að. Þannig var til að mynda byrjað að bólusetja fólk í Bretlandi í gær. Fyr ir mánuði bárust fregnir um að lyfja fyr ir tækið Pfizer hefði náð 95 prósenta ár angri með bólu efni sitt og í kjölfarið hefur gengið í Iceland air styrkst. – hó Gengi bréfa í Icelandair hefur styrkst til muna Guðrún Jo- hnsen, stjórnar- kona í Gagnsæi 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.