Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 8
Mér finnst réttlætið
fótum troðið, að
sveitarfélagið skuli ekki gefa
tommu eftir.
Kristmundur
Árnason, eigandi
AK Bygg ehf.
Jól 2020
Ryksuga,
Serie 2
BZGL 2X100
Lítil og nett en öflug. Vinnuradíus: 8 m.
Hljóð: 80 dB.
Fullt verð: 22.900 kr.
Jólaverð:
17.900 kr.
Jólabæklingur Smith &
Norland er kominn út.
Glæsilegar vörur á
sérstöku jólaverði.
Espressó-kaffivél,
EQ.300
TI 351209RW
Hraðvirk upphitun. Kaffikvörn úr
keramík. Einföld í notkun. Allar aðgerðir
sýnilegar á skjá („coffeeDirect“).
Þrýstingur: 15 bör.
Fullt verð: 124.900 kr.
Jólaverð:
97.900 kr.
SVEITARSTJÓRNIR Kristmundur
Árnason, eigandi AK Bygg ehf., sem
keypti fasteignir sem hýst höfðu
Hótel Skyggni í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi, segir það hafa valdið
sér miklum erfiðleikum að land-
eigandinn lokaði fyrir kalt vatn að
byggingunum.
Í bréfi til Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps rekur Kristmundur að AK
Bygg hafi á árinu 2013 keypt af
Byggðastofnun fasteignir sem séu á
lóð úr landi Minni-Mástungu. Ábú-
endur í Minni-Mástungu hafi byggt
og rekið hótelið en Byggðastofnun
tekið það yfir þegar ekki hafi reynst
vera rekstrargrundvöllur fyrir starf-
seminni lengur.
„Eftir að nýir aðilar tóku yfir
hótelið hefur gengið á ýmsu í sam-
skiptum við ábúendur í Minni-
Mástungu. Meðal annars var lokað
fyrir aðkomu að hótelinu í gegnum
land Minni-Mástungu og reynt að
hækka lóðarleigu upp úr öllu valdi.
Bæði þessi mál enduðu fyrir Hæsta-
rétti og féllu dómar í þeim báðum
nýjum eiganda í hag,“ lýsir Krist-
mundur aðdraganda þess sem enn
dregur dilk á eftir sér.
„Það mál sem hefur samt valdið
hvað mestum erfiðleikum snýr
að skorti á köldu vatni fyrir starf-
semina en þegar nýir eigendur tóku
við lokuðu ábúendur í Minni-Más-
tungu fyrir kalt vatn sem hótelið
hafði haft afnot af. Þessi gjörningur
hefur komið veg fyrir að eðlileg
starfsemi geti hafist og því valdið
eigendum miklu fjárhagslegu tjóni
enda hafa ekki fundist aðrar leiðir
til að tryggja kalt vatn til starfsem-
innar,“ segir Kristmundur.
Þá segir Kristmundur að lengi
hafi verið vonast til að vatnsveitu-
framkvæmdir á svæðinu á vegum
Skeiða- og Gnúpverjahrepps myndu
sjá starfsemi hans fyrir köldu vatni.
„Enda töldum við eðlilegt að
sveitarfélagið kæmi að lausn þessa
máls þar sem það gaf út byggingar-
leyfi fyrir starfsemi á þessum stað
og lóðin er skilgreind undir verslun
og þjónustu í aðalskipulagi Skeiða-
og Gnúpverjahrepps,“ skrifar hann.
Bent er á það í bréfi Kristmundar
að fasteignagjöldin af húsakostin-
um séu um það bil 1,1 milljón króna
á ári þótt ekki hafi verið hægt að
hefja starfsemi á hótelinu þar sem
kalda vatnið vanti.
„Nú hillir loks undir lausn á þessu
máli en AK Bygg hefur hafið fram-
kvæmdir við vatnsveitu á lóðinni
sem er ætlað að sjá starfseminni
fyrir köldu vatni. Nú er búið að bora
90 metra djúpa holu sem virðist
ætla að skila góðum af köstum og
góðu vatni,“ upplýsir Kristmundur
hreppinn og kveðst um leið óska
eftir aðkomu sveitarfélagsins svo
klára megi framkvæmdir. „Við
erum líka til í að skoða möguleika
á samstarfi við sveitarfélagið um
aðkomu að framkvæmdum og jafn-
vel nýtingu á umframvatni úr bor-
holunni sem gæti til dæmis nýst
nærliggjandi bæjum,“ tekur hann
fram.
Vegna þessa segist Kristmundur
óska eftir fjárhagslegum stuðningi
frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi, til
dæmis í formi lækkunar á fasteigna-
gjöldum tímabundið. Sveitarstjórn-
in hafnaði beiðninni.
„Mér finnst réttlætið fótum troð-
ið, að sveitarfélagið skuli ekki gefa
tommu eftir,“ segir Kristmundur við
Fréttablaðið. gar@frettabladid.is
Lokaði fyrir vatnið að hóteli
sem hann missti á landi sínu
Eigandi jarðarinnar Minni-Mástungu sem áður rak hótel á landi sínu skrúfaði fyrir neysluvatn að hótel-
inu vegna deilna við núverandi eiganda. Sá boraði þá sjálfur eftir vatni og er vonsvikinn yfir að sveitar-
stjórnin neiti að taka þátt í kostnaði hans og lækka fasteignagjöldin tímabundið vegna stöðunnar.
Bóndinn í Minni-Mástungu kom fyrir heyrúllum við gafl Hótels Skyggnis í óþökk nýja eigandans. MYND/AÐSEND
R E Y K J AV Í K Ö r y rk jaba nd a l ag
Íslands hefur farið þess á leit við
Reykjavíkurborg að bætt verði
úr merkingum við göngugötur í
miðbænum þannig að skýrt sé að
handhafar stæðiskorta fyrir hreyfi-
hamlaða hafi rétt til að aka um
umræddar götur.
Bréf þess efnis var tekið fyrir í
aðgengis- og samráðsnefnd í mál-
efnum fatlaðs fólks í vikunni.
Í sumar varð hluti Skólavörðu-
stígs, Laugavegar og Vegamóta-
stígs að varanlegum göngugötum í
borginni. Sett var upp bannmerki
sem tilgreindi að allur akstur væri
bannaður um göturnar en einn-
ig skilti um að undanþága væri
fyrir aðila sem þyrftu að komast
að baklóðum og vöruafgreiðslu
á ákveðnum tímum dags. Hvergi
væri minnst á undanþáguheimild
handhafa stæðiskorta fyrir hreyfi-
hamlaða sem þó væri sannarlega til
staðar.
Í bréfinu kemur fram að dæmi
séu um að hreyfihamlaðir ein-
staklingar sem hafa nýtt sér rétt
sinn til að aka á göngugötum hafi
orðið fyrir aðkasti frá gangandi
vegfarendum.
„Það verður að skrifast á þekk-
ingarleysi sem einfalt væri að
bæta úr með aukinni upplýsinga-
gjöf af hendi Reykjavíkurborgar,“
segir í bréfinu sem Þuríður Harpa
Sigurðardóttir, formaður Öryrkja-
bandalagsins, ritar undir.
Þá er að lokum bent á að á
Reykjavíkurborg hvíli sú lagalega
skylda á að tryggja fullnægjandi
aðgengi fyrir fatlað fólk, meðal
annars með upplýsingum um hver
réttindi þess séu. – bþ
Akandi öryrkjar verða fyrir aðkasti í miðborg Reykjavíkur
Göngugötur hafa fengið aukið vægi.
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
EFNAHAGSMÁL Ríkustu fimm pró-
sent íslenskra framteljenda áttu
rúm 40 prósent alls fjár sem talið
var fram til skatts á Íslandi í fyrra.
Þetta kemur fram í svari Bjarna
Benediktssonar fjármálaráðherra
við fyrirspurn Loga Einarssonar,
formanns Samfylkingarinnar.
Af svarinu sem tekur til tekna
Íslendinga frá árinu 1998, sam-
kvæmt framlögðum skattfram-
tölum, má sjá að efnamestu Íslend-
ingarnir hafa aukið auðlegð sína
umtalsvert á síðustu tveimur ára-
tugum en í svarinu kemur fram að
eigið fé þeirra sem mest eiga hefur
aukist hlutfallslega í samanburði
við eignir allra landsmanna á þeim
tíma.
Þar kemur fram að hlutfall eigin
fjár fólks í þessum hópi af eigin fé
allra landsmanna er hærra nú en
það var fyrir 22 árum.
Þau sem tilheyra ríkasta einu
prósenti landsmanna áttu samtals
865 milljarða en það stappar nálægt
heilum fjárlögum íslenska ríkisins.
Um 242 fjölskyldur er að ræða. – aá
Ríkasta fólkið
á Íslandi verður
enn ríkara
Ríkustu fimm prósentin eiga 40
prósent alls fjár sem talið er fram.
Þeir sem tilheyra ríkasta
eina prósenti þeirra sem
telja fram hér á landi áttu
865 milljarða.
1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð