Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 24
FÓTBOLTI Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ taldi nefndina ekki hafa heim- ild til að úrskurða gegn stjórnar- ákvörðun KSÍ um að aflýsa Íslands- mótinu og vísaði því ákæru KR og Fram vegna ákvörðunar KSÍ frá. KR-ingar telja KSÍ ekki hafa haft lagaheimild til að ljúka Íslands- mótinu á sínum tíma. KR átti leik til góða og var komið í undanúrslit bikarsins en KR rétt missti af Evr- ópusæti fyrir vikið. Í dómsúrskurðinum í máli KR kemur fram að ákvörðun stjórnar KSÍ hafi verið rétt samkvæmt laga- legum grundvelli og með vísan til forsendna aga- og úrskurðarnefnd- ar var úrskurðurinn staðfestur. Í máli Fram var metið sem svo að kröfur Fram væru íþyngjandi fyrir Leikni þrátt fyrir að hafa ekki beitt málsókn sinni gegn félaginu og veitt þeim með því tækifæri til aðkomu að málinu. Með tilliti til þess hafi verið ákveðið að vísa máli Fram frá aga- og úrskurðarnefnd. – kpt Málum Fram og KR vísað frá Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð FÓTBOLTI „Þessi ákvörðun beggja liða að ganga af velli var í takt við þann tíðaranda sem er í heiminum þessa dagana. Að einstaklingar standi ekki einir í þessari baráttu gegn fordómum. Það er engin til- viljun að þessi viðbrögð eigi sér stað núna eftir alla þessa vitundar- vakningu sem hefur átt sér stað með byltingum eins og MeToo og Black Lives Matter. Þessi skilaboð berast inn í íþróttalífið sem endurspegla samfélagið með einum og öðrum hætti og öfugt,“ segir dr. Viðar Hall- dórsson, prófessor í félagsfræði, aðspurður út í viðbrögð leikmanna Istanbul Basaksehir og PSG í vik- unni. Leikmenn beggja liða gengu af velli eftir að Pierre Webo, aðstoðar- þjálfari tyrkneska liðsins varð fyrir kynþáttafordómum í leik liðanna. Rúmeninn Sebastian Coltescu sem var í hlutverki fjórða dómara á Parc de Prins kallaði Ovidiu Hațegan, dómara leiksins, til sín og sagði honum að vísa Webo sem hann kallaði svarta manninn upp í stúku. Leikmenn beggja liða gengu fljótlega af velli og þurfti að fresta leiknum um sólarhring. UEFA veitti liðunum undanþágu frá refsingum sem hljótast með því að ganga af velli og útvegaði nýtt dómarateymi fyrir leikinn. Ólíklegt verður að teljast að rúmenska teymið dæmi aftur á alþjóðlegri grundu en rúm- enskir fjölmiðlar fullyrða að búið hafi verið að ákveða að þetta yrði síðasta vekrefni Coltescu á alþjóða- vettvangi. „Maður man varla eftir jafn sterkum viðbrögðum á svona stóru sviði eins og gerðist þarna og það er sennilega afleiðing af tíðarand- anum í samfélaginu. Það er ekkert bara þetta atvik sem verður til þess að þetta gerist í París. Það er margt að baki og það voru allir, leikmenn og þjálfarar, sammála um að styðja við Webo. Það þarf ekki að fara langt aftur til að finna leikstjórn- andann Colin Kaepernick í NFL- deildinni í amerískum ruðningi sem mætti mótlæti og útskúfun við að vekja athygli á of beldi lögreglu- manna í Bandaríkjunum á svörtum einstaklingum. Nú eru stór hluti samfélagsins sammála málefninu og þá er fólk frekar tilbúið að stíga skrefið og sýna stuðning.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem leikmenn lenda í kynþáttafordóm- um inni á knattspyrnuvellinum. Leikmenn á Ítalíu, Englandi, Spáni, í Portúgal og Rússlandi hafa áður hótað að ganga af velli og nokkrir hafa gengið af velli en ekki voru til fordæmi um að bæði lið gengju af velli í leik af slíkri stærðargráðu eins og átti sér stað í París. Fyrir vikið má gera ráð fyrir að dómar- arnir eiga yfir höfði sér langt bann og kom fram í yfirlýsingu frá UEFA í gær að bannið myndi telja tíu leiki ef hann verður fundinn sekur. Aðspurður tekur Viðar undir að UEFA þurfi að grípa til harðra aðgerða til að setja fordæmi til framtíðar. „Ef UEFA vill láta taka sig alvar- lega í þessum málum þá gera þau það. Átakið Kick Racism out of Sports er verkefni sem UEFA hefur lagt mikið í og sést merkið iðulega á treyjum leikmanna og öllum völlum. Ef það á ekki að vera holur hljómur í þessum skilaboðum UEFA þá verða þeir að bregðast við með afgerandi hætti. Annars missir þessi hreyfing marks,“ segir Viðar um næstu aðgerðir og heldur áfram: „Stofnanir eins og UEFA eru alltaf undir áhrifum frá því sem er að eiga sér stað í alþjóðasamfélaginu og tíðarandanum hverju sinni. UEFA hlýtur að líta þetta mál grafalvar- legum augum og grípa til viðeigandi ráðstafana,“ segir Viðar enn fremur um hver næstu skref verða. Webo sem lék á sínum tíma 58 leiki fyrir landslið Kamerún og lék síðustu tíu ár ferilsins í Tyrklandi, þar af tvö þeirra hjá Istanbul Basak- sehir, þurfti ekki að taka út leik- bann vegna rauða spjaldsins sem hann hlaut á þriðjudaginn. UEFA tilkynnti í gær að spjaldið hefði verið afturkallað og var Webo því á hliðarlínunni þegar leikurinn hófst á ný í gær. kristinnpall@frettabladid.is UEFA hlýtur að líta þetta mál grafalvar- legum augum og grípa til viðeigandi ráðstafana. Viðar Halldórsson, doktor í félags- fræði SPORT Gleðikrónur eru skemmtileg gjafakort sem gilda á öllum veitingastöðum Gleðipinna. Jólin nálgast og Gleðikrónur eru fullkomin leið til að gleðja starfsmannahópinn. Gleðikrónur henta öllum og sá sem hefur Gleðikrónur undir höndum getur valið úr fjölda veitingastaða og borðað þar sem hann langar hverju sinni. STÖNDUM SAMAN & HÖLDUM GLEÐINNI gledipinnar.is Þú sendir póst á gledikronur@gledipinnar.is og við sendum þér tilboð fyrir þinn hóp. FÓTBOLTI Valsmenn tilkynntu í gær að fyrrverandi landsliðsmaðurinn Arnór Smárason væri búinn að semja við Val eftir þrettán ára atvinnumannaferil í fimm mis- munandi löndum. Skagamaðurinn fór ungur að árum út til Heerenveen í Hollandi og steig þar fyrstu skref sín í meist- araflokki. Undanfarin tíu ár hefur hann leikið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi ásamt því að taka stutt stopp í rússnesku deildinni með Torpedo Moscow árið 2015. Arnór, sem á að baki 26 leiki fyrir A-landslið Íslands og hefur skorað í þeim þrjú mörk, bætist við meist- aralið Vals eftir að hafa leikið með Lilleström í ár. – kpt Valsmenn fengu vænan liðsstyrk Þurfa að senda sterk skilaboð Kynþáttafordómar hjá dómara gerðu það að verkum að leikmenn gengu af velli í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Doktor í félagsfræði segir að UEFA þurfi að sýna kjark þegar kemur að refsingu dómarans. Atvikið þegar Coltescu beitti Webo kynþáttafordómum á hliðarlínunni í Parísarborg. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.