Fréttablaðið - 10.12.2020, Page 32

Fréttablaðið - 10.12.2020, Page 32
Skrifstofa KPMG í Hafnar­firði var opnuð við Reykja­víkurveg 66 fyrir fimm árum og hefur vaxið og dafnað síðan þá. „Við þjónustum einstaklinga, sem og lítil, meðalstór og stór fyrirtæki. Hjá okkur er lögð áhersla á góða og persónulega þjónustu og umfram allt gæði og fagmennsku. Við­ skiptavinir okkar koma alls staðar að af landinu og við þjónustum alla sem til okkar leita,“ segir Þor­ gils Óttar. Skrifstofa í Hafnarfirði KPMG er hluti af alþjóðlegu neti fyrirtækja, en höfuðstöðvar þess á Íslandi eru í Borgartúni í Reykjavík. Í heildina starfa hátt í þrjú hundruð manns hjá KPMG á Íslandi og eru skrifstofur félagsins 16 talsins víðs vegar um landið. „KPMG er með skrifstofur um allt land en hugsunin er sú að vera í nálægð við viðskiptavinina og það var ástæða þess að við opnuðum í Hafnarfirði. Við finnum líka að mörgum finnst þægilegra að koma hingað þar sem um er að ræða minni einingu. Vissulega er stór hluti viðskiptavina okkar Hafn­ firðingar en við erum einnig með marga viðskiptavini úti á landi og jafnvel erlendis,“ segir Þorgils Óttar, en auk hans starfa sex manns á skrifstofu KPMG í Hafnarfirði. „Um er að ræða þrjá viðskiptafræðinga, tveir af þeim eru að læra undir löggildingu í endurskoðun og hafa lokið mast­ ersnámi, og þrjá viðurkennda bókara,“ segir hann. Endurskoðun og bókhald Á meðal helstu verkefna KPMG í Hafnarfirði er endurskoðun og hefðbundin reikningsskil, það er ársreikningar fyrir lítil, meðal­ stór og stór fyrirtæki og bókhald. „Við sinnum endurskoðun fyrir stærri fyrirtæki, eins og lög kveða á um. Þá sjáum við um bókhald fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Bókhaldið hjá smærri fyrirtækjum og einyrkjum mætir oft afgangi þegar mikið er að gera í rekstrinum og kvöldin eða helgar eru þá oft nýtt í það. Við leggjum þetta því svona upp við viðskipta­ vinina: Einblíndu á það sem skiptir máli, sem er rekstur og fjölskylda, og láttu okkur sjá um bókhaldið. Auk þess aðstoðum við einstakl­ inga við að gera skattframtölin sín, þó að það sé að mestu orðið rafrænt og fremur einfalt í sniðum getur komið upp sú staða að fólk þarf aðstoð við skattframtalið, til dæmis vegna kaupa eða sölu á fasteign, verktakavinnu og fleira,“ upplýsir Þorgils Óttar. Gagnsæi í rekstri KPMG í Hafnarfirði er í nánu samstarfi við höfuðstöðvarnar í Reykjavík. „Í Borgartúni er ráð­ gjafarsvið, skattasvið og lögfræði­ svið og við getum alltaf leitað þangað ef við þurfum á sérfræði­ þjónustu að halda. Ef svo ber undir er einnig auðvelt að leita til kollega okkar hjá KPMG á alþjóðavísu.“ Þorgils Óttar segir rétt að hafa í huga að það eru vaxandi kröfur hvað varðar reikningsskil og verið að gera meiri kröfur varðandi upplýsingagjöf og gagnsæi í rekstri fyrirtækja og um leið hvernig hlutirnir eru fram settir. „Við erum með starfsfólk sem er sérfræðingar á þessu sviði, enda þarf þetta allt að vera í lagi.“ Einblíndu á það sem skiptir máli Þorgils Óttar Mathiesen er löggiltur endurskoðandi og veitir KPMG í Hafnarfirði forstöðu, en þar er boðið upp á faglega þjónustu á sviði endurskoðunar, skatta- og alhliða fjármálaráðgjafar. Skrifstofa KPMG í Hafnarfirði er persónu- leg og þar er fagmennskan í fyrirrúmi. „KPMG er með skrif- stofur um allt land en hugs- unin er sú að vera í nálægð við viðskipta- vinina,“ segir Þorgils Óttar Mathiesen. Hvernig myndir þú lýsa Garðabæ?Garðabær er heima. Rólegur fjölskyldu­bær. Hvað er mest töfrandi við bæinn? Fyrir utan náttúruperlurnar sem hér leynast og margir vita ekki af, finnst mér fólkið sem býr hérna mest töfrandi við bæinn. Það er vinalegt að búa hér, fólk þekkir hvert annað og það er mikil samheldni. Það er líka einstaklega gott að vera með börn í Garðabæ. Skólarnir og leikskólarnir eru góðir og íþróttastarf er öflugt. Ég get ímyndað mér að Garðabær sé svolítið eins og bæjarfélag úti á landi en samt í borg. Hvernig var að alast upp í Garðabæ? Mér fannst það frábært, en hef auðvitað ekki prófað neitt annað. Ég átti mikið af vinum sem ég á enn í dag. Það er líka áberandi að fólk sem ólst upp í Garðabæ sækir í að búa þar áfram þegar það er orðið fullorðið. Því er nánast eins og að fara á „re union“ að horfa á fótboltaleiki barnanna sinna, sem dæmi. Þar eru saman komnir gömlu vinirnir sem búa margir enn í bænum. Hvað einkennir Garðbæinga og stemninguna í bænum? Garðabær er bær í borg; þannig er bæjarstemn­ ingin. Hver er þinn eftirlætis staður í heimabænum? Mér finnst dásamlegt að fara út í Gálgahraun, í göngutúra með fram ströndinni, sem og í Heið­ mörk við Vífilsstaðavatn, Maríuhella og Búrfells­ gjá. Það er mikið af fallegum náttúruperlum í Garðabæ sem meira að segja margir Garðbæingar vita ekki sjálfir af. Af veraldlegri stöðum er í uppá­ haldi að kíkja út að borða á veitingastaði bæjarins. Hver er mesta mýtan um Garðbæinga? Mýtur um Garðbæinga eru reyndar skemmti­ lega margar; já, hvar á ég að byrja? Ætli ég segi ekki bara sú mýta að allir nema Máni á X­inu séu Sjálfstæðismenn. Það er til dæmis ekki rétt, það eru alveg tveir til þrír aðrir sem ekki eru Sjálf­ stæðismenn. Hvað verða allir að prófa sem koma í Garða- bæ? Steypta kalda pottinn í sundlauginni Ásgarði. Hver er þín kærasta minning úr Garðabæ? COVID­tíminn hefur nú gert mann enn meyr­ ari en vanalega, þannig að þegar maður hugsar til baka eru það bara allar þessari stundir með fjölskyldu og vinum. Fjölskylduboð, vinahitt­ ingar, skólagangan, áramótabrennurnar og 17. júní­hátíðarhöldin þar sem maður nánast þekkir öll andlit; að fylgjast með börnunum njóta sín í Stjörnunni, kenna þeim að hjóla í götunni... já, ég get bara ómögulega valið á milli. Eru Garðbæingar þekktir fyrir eitthvað sér- stakt í matargerð? Ég er nú ekki besta manneskjan til að spyrja um þetta, að elda hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér. Ætli það væri þá ekki humar og kampa­ vín? Það er allavega ein af mýtunum um Garða­ bæ! Á mínu heimili er hakk og spaghettí alltaf vinsælast og ég get kannski farið að gera það að svona Garðabæjar­„speciality“. Hvernig væri draumadagur í Garðabæ? Að fara saman í hjólatúr fjölskyldan, í aðra hvora sundlaug bæjarins og síðan út að borða á Mathúsið eða Sjáland. Við stefnum á það í vor þegar COVID­ástandinu fer vonandi að ljúka. Kampavín og humar í öll mál Leikkonan Þórunn Erla Clausen er borinn og barn- fæddur Garðbæingur. Hún segir algenga mýtu að allir Garðbæingar séu Sjálfstæðismenn. Þar leynist töfrandi mannlíf og margar faldar náttúruperlur. Þórunn Erna segir Garðbæinga sjálfa vera það mest töfrandi við bæinn.MYND/AÐSEND 4 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RHAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.