Fréttablaðið - 10.12.2020, Qupperneq 38
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Það getur verið kúnst að halda í við nýjustu tísku og allar tískuöldurnar sem skella á
okkur tvisvar sinnum á ári hverju.
Sumir svokallaðir tísku-
spekúlantar lifa og hrærast í þessu
umhverfi, birta myndir af sér á
samfélagsmiðlum, mæta á tísku-
sýningar og eru ávallt með puttann
á púlsinum þegar nýir straumar
berast yfir hafið. Aðrir kjósa
klassískari fatnað úr einföldum og
margreyndum sniðum og láta þar
við sitja. Flest okkar eru þarna ein-
hvers staðar á meðalrófinu.
Sjö ára tískukóngur
En það er eitt nafn sem kemur hvað
oftast upp þegar saga tískunnar er
skoðuð og er um að ræða einn best
krýnda konung tískunnar sem og
Frakklands á sautjándu öld; Lúðvík
XIV. sjálfan.
Einungis þremur árum eftir að
valdatíð Lúðvíks hófst setti hann
sitt fyrsta mark á tískuna sem átti
eftir að hafa gríðarleg áhrif á tísku-
strauma víðs vegar um Evrópu. Um
er að ræða svokallaða cravat klúta,
sem eru eins konar fyrirrennarar
hálsbindisins eins og við þekkjum
það í dag. Lúðvík XIV. byrjaði að
skreyta sig með þessum fíngerðu
hálsklútum að fordæmi króa-
tískra málaliða í franska hernum,
einungis sjö ára gamall.
Stuttu síðar fór tískufyrirbærið
eins og eldur um sinu um alla Evr-
ópu og tískumógúlar kepptust við
að binda upp fínofna blúnduklúta
eftir kúnstarinnar reglum í slaufur
og fallega hnúta.
Skallaskömm
Árið 1655, einungis 17 ára gamall,
fór Lúðvík að missa hárið. Á þess-
um tíma þegar sárasóttar faraldur
reið yfir Evrópu með tilheyrandi
skallablettum og hármissi, þótti
það töluverð skömm að vera hár-
laus, sérstaklega svo ungur.
Hárkollur þessa tíma voru ekki
mest eggjandi aukahlutur sem til
var, enda einungis til út af sárri
nauðsyn. En þegar Lúðvík okkar
fór að missa hárið batnaði hár-
kollugerð til muna. Lúðvík réði til
sín alla færustu hárkollumeistar-
ana og í kjölfarið tók sig upp æði
sem breiddist hratt um Evrópu.
Tískukonungurinn sjálfur
Hálsbindi, hárkollur og hátíska. Öll þessi atriði eiga einum vel klæddum manni að þakka vinsæld-
ir sínar. Engum öðrum en tískukónginum Lúðvíki fjórtánda, konungi Frakklands (1643-1715).
Lúðvík XIV. á málverki frá árinu 1701 eftir franska listamanninn Hyacinthe
Rigaud. Hér má sjá Lúðvík skarta rauðum hælum, en frægt var að allir sem
áttu náð Frakklandskonungs skörtuðu rauðum hælum og voru duglegir að
láta á því bera í málverkum af sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Frönsk tíska á 17. öld einkenndist
af litadýrð, mynstrum og áberandi
ofhleðslu líkt og barokkið.
Hér má sjá
franskan 17.
aldar tísku
mógúl sem
tollir í tískunni
og mjaltakonu
í bakgrunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Hér er aðalskona í glæsilegum, lit
ríkum og yfirgengilegum fatnaði í
kringum 1692. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Fullfrískt aðalsfólk sem bar ekki
nokkur merki um skammarlega
skallabletti eða hækkandi kollvik,
kepptist við að skarta þessari nýju
tísku.
Viðskiptatækifæri
Áður en Lúðvík tók við krúnunni
var hátískan nokkuð stöðugt fyrir-
bæri sem breyttist hægt. Spænskur
stíll var vinsæll hjá efri stéttinni í
Evrópu og einkenndist af ein-
földum, íburðarlausum og svörtum
flíkum.
Þá var fatnaður efri stéttarinnar
að miklu leyti innfluttur frá Spáni.
Tískan breyttist hægt og hástéttin
breytti sjaldan til í klæðnaði nema
til að haga seglum eftir vindum og
veðri. Svart var einfaldlega í tísku.
Bannað að vera púkó
Lúðvík bjó hins vegar yfir glöggu
auga fyrir bæði tísku og við-
skiptum og sá hér tækifæri. Með
hjálp fjármálaráðherra síns, Jean-
Babtiste Colbert, setti hann á stofn
víðfeðman textíliðnað í Frakklandi
sem framleiddi litríkar og marg-
brotnar flíkur og aukahluti sem
höfðuðu til aðalsstéttarinnar. Ekki
nóg með það, heldur bannaði hann
innflutning á erlendum textíl, sem
tryggði það að franskir þegnar
vörðu fé sínu í franskan vefnað
frekar en innfluttar flíkur.
Í Versölum krafðist Lúðvík þess
að hirðin klæddi sig eftir ströngum
reglum og heimtaði að aðals-
fólk skartaði eingöngu nýjustu
tísku. Til þess að tryggja framboð
af nýjum og spennandi flíkum
tilskipuðu Colbert og Lúðvík að
ný tíska yrði kynnt tvisvar á ári,
að sumri og að vetri, með nýjum
vefnaði og aukahlutum eins og
sólhlífum, blævængjum, feldum og
skikkjum.
Lúðvík hugkvæmdist það einnig
að auglýsa nýjustu tísku á hvorri
önn fyrir sig og lét búa til sérstakar
tískuprentplötur með frönskum
fatnaði sem hægt var að kaupa
bæði innanlands og erlendis. Brátt
voru önnur lönd farin að leika
þetta eftir franska tískukónginum
enda komu margir auga á við-
skiptatækifæri og leið til þess að
örva innlent hagkerfi í þessu nýja
fyrirkomulagi, sem fólst í því að
hástéttartíska fyrndist ósjálfrátt.
Undir lok valdatíðar Lúðvíks
starfaði um þriðjungur verka-
manna í París í textíl- og tísku-
iðnaðinum og keypti allur helsti og
best klæddi franski aðallinn nýjan
franskan vefnað á hverri tískuönn.
Enn þann dag í dag eru Frakkar
frömuðir þegar kemur að hátísku
og halda arfleifð Lúðvíks fjór-
tánda lifandi í tískutímaritum og
hátískufatnaði.
JÓLA-FÓLK
Viltu þú auglýsa í mest lesna
blaði landsins?
Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins.
Sími 550 5077 – serblod@frettabladid.is
Alla föstudaga fram að jólum verður Fólk Fréttablaðsins stútfullt af smákökum,
kertaljósum, konfekti, mandarínum, jólamat, jólatísku, jólasögum og jólastemningu
heima og að heiman.
Vertu með í jólaskapi og komdu jólaskilaboðum þínum beint til lesenda.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudagi n 15. rs gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R