Fréttablaðið - 10.12.2020, Page 48
BÍLAR
Margt er á döfinni hjá Toyota og
Lexus og rafdrifnir bílar á næsta
leiti frá framleiðandanum sem
hannaðir eru alveg frá grunni.
Toyota hélt sína árlegu Kens-hiki ráðstefnu á dögunum og þar var margt reifað sem var
áhugavert. Meðal þess sem kynnt
var er fyrsti alvöru rafbíll merkisins
og með kynningunni fylgdi mynd
sem sýnir útlínur nýja bílsins. Er
hann kallaður BZ og hefur svipaðar
útlínur og RAV4-jepplingurinn.
Búast má við að hann verði svipað-
ur að stærð þótt hjólhaf hans verði
eitthvað lengra.
Bíllinn er fyrsta afurð samstarfs
Toyota og Subaru um að smíða raf-
drifnn undirvagn sem hægt er að
stækka og minnka eftir gerðum
ökutækja. Samkvæmt teikningum
frá Toyota og Subaru er rafmótor-
inn á framöxlinum, en ekki er
vitað hvort fjórhjóladrifin útgáfa
verði í boði af þessum bíl. Að sögn
Toyota mun þó vera hægt að lengja
og breikka undirvagninn og hann
verður bæði með framhjóladrifi og
fjórhjóladrifi. Einnig verður hægt að
velja um mismunandi stærðir raf-
hlöðu og rafmótora.
BZ virðist líka ætla að verða nafn
sem notað verður á f leiri en eitt
ökutæki, en Toyota hefur að undan-
förnu tryggt sér einkarétt á nafn-
inu frá BZ1 upp í BZ5. Einnig hefur
það tryggt sér BZ4X og BZ5X sem
bendir vissulega til fjórhjóladrifs-
bíla. Að sögn Toyota er þegar búið
að hanna bílinn og búast má við
að hann verði frumsýndur á næstu
mánuðum. Er því að öllum líkind-
um stutt í að hann fari í framleiðslu,
en fyrstu markaðssvæðin til að fá
bílinn verða líklega Kína og Evrópa
ásamt heimamarkaðinum. Að sögn
Matt Harrison, forstjóra Toyota í
Evrópu, verður hann aðeins dýrari
en RAV4.
Til viðbótar við Toyota-raf bíl-
inn var einnig tilkynnt um fyrsta
eiginlega raf bíl Lexus-merkisins,
en fyrir er rafdrifin útgáfa af Lexus
UX. Virðist sá bíll nota eitthvað af
útliti LF-30 tilraunabílsins og mun
hann koma á markað um svipað
leyti og Toyota BZ. Það sem er öðru-
vísi við Lexus-raf bílinn er að hann
er fjórhjóladrifinn með rafmótor
við hvert hjól. Er bíllinn útbúinn
kerfi sem kallast Direct4 og sér það
um að stjórna afli á hverjum mótor
fyrir sig, eftir akstri bílsins. Bíllinn
byggir þó á sama e-TNGA undir-
vagni og Toyota-bíllinn.
Toyota Before Zero
rafbíllinn kemur 2021
Með kynningunni á Lexus-raf-
bílnum var sýnd þessi skuggamynd
af framenda bílsins sem sýnir til-
vitnanir í LF-30 tilraunabílinn.
Myndin sýnir útlínur fyrsta Toyota BZ rafbílsins sem frumsýndur verður snemma á næsta ári.
Líklegt er að Toyota og Subaru smíði nýja rafbílinn í sameiningu en Subaru-
tilraunabíll með svipaðar línur var frumsýndur fyrir nokkrum vikum.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Nýr Kia Sorento hefur verið valinn Bíll ársins 2021 hjá breska bílaf jölmiðlinum
Carbuyer. Sorento fékk tvöfalda við-
urkenningu því hann vann einnig
f lokkinn Besti stóri fjölskyldubíll-
inn hjá Carbuyer. Þetta er í tíunda
skipti sem Carbuyer velur Bíl ársins
en Kia hefur átt mikilli velgengni á
verðlaunahátíð Carbuyer undan-
farin ár því e-Niro, Picanto og cee'd
hafa allir unnið til verðlauna þar.
Þetta er f jórða kynslóð Kia
Sorento en hún var frumsýnd hér
á landi í október síðastliðnum.
Bíllinn kemur nú með þremur mis-
munandi orkugjöfum: sem tengil-
tvinnbíll (Plug-in Hybrid), tvinn-
bíll (Hybrid) og í dísilútfærslu.
Tengiltvinnbíllinn er með 13,8
kW rafmótor og 1,6 lítra bensínvél
sem skilar samtals 265 hestöf lum.
Drægi bílsins er 55 km á rafmagn-
inu eingöngu en síðan tekur bens-
ínvélin við. Tvinnbíllinn er með
Hybridtækni þar sem bensínvél
og rafmótor vinna saman og skila
bílnum 232 hestöf lum. Eyðslan er
frá 6,8 lítrum á hundraðið í blönd-
uðum akstri. Dísilútfærslan er með
2,2 lítra vél sem skilar 202 hest-
öf lum og eyðslan er frá 6,4 lítrum
á hundraðið í blönduðum akstri.
„Þetta er gríðarlega mikil viður-
kenning fyrir Kia. Hinn nýi Sorento
sýnir hversu langt Kia hefur komist
á undanförnum 30 árum sem bíla-
framleiðandi. Sorento býður upp
á mikil gæði og lúxus sem og skil-
virkni og af bragðsaksturseigin-
leika. Sorento hefur verið mjög
vinsæll hér á landi undanfarin ár
og kemur ekki á óvart enda frábær
bíll fyrir íslenskar aðstæður. Hin
nýja kynslóð bílsins hefur fengið
mjög góðar viðtökur og selst vel
hjá okkur eftir að hann var frum-
sýndur hér heima í haust,“ segir
Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá
bílaumboðinu Öskju.
Kia Sorento valinn Bíll ársins hjá Carbuyer
Kia Sorento kom á markað í október en tengiltvinnbíllinn mun koma á markað í ársbyrjun 2021 á Íslandi.
Fyrsti rafmagnsbíllinn frá Lexus, UX 300e, er nú loks-ins kominn í sölu á Íslandi.
UX 300e er með 54 kwh rafhlöðu
og dregur rúmlega 300 km á
hleðslunni. Bíllinn fæst í þremur
útfærslum, Comfort, Premium og
Luxury og er verðið frá 8.950.000
kr. en 10 ára ábyrgð er á rafhlöðu
bílsins.
Lexus UX 300e er með sama útlit
og Lexus UX sem er nýjasta viðbót-
in við Lexus-línuna. Að sögn Páls
Þorsteinssonar, kynningarstjóra
Lexus og Toyota, er um vel búinn bíl
að ræða. „UX 300e er útbúinn Lexus
Safety System+ sem inniheldur
árekstrarviðvörunarkerfi, akreina-
rakningu, sjálfvirkt háljósakerfi til
að hjálpa ökumönnum að koma
betur auga á gangandi vegfarendur
og bíla í myrkri, umferðarskilta-
aðstoð sem greinir umferðarskilti
og ratsjárhraðastilli. Hann er með
hið sígilda og afgerandi Lexus-grill
og glæsilegt innanrými sem hæfir
kröfum þeirra sem vilja aka um á
lúxusbíl,“ segir Páll. Við þetta má
bæta að aukið hefur verið við skott-
pláss í þessari útfærslu á bílnum,
en Fréttablaðið var með bílinn til
reynslu á dögunum og verður nánar
fjallað um hann í næsta bílablaði
sem kemur út 5. janúar.
Lexus UX 300e kominn í sölu
Lexus UX 300e er í grunninn sami bíll og UX 300 en er 100% rafdrifinn.
Dómstóll í Frankfurt í Þýska-landi hefur skipað Tesla að hætta frekara skógarhöggi
við byggingu verksmiðju Tesla þar
í landi. Ástæðan er sú að skógar-
höggið setur vetrardvala snáka í
skóginum í hættu. Frekari fram-
kvæmdir eru háðar því að yfir-
völd umhverfismála í héraðinu og
Tesla komist að samkomulagi um
framhaldið. Tesla er að byggja risa-
verksmiðju og hönnunarmiðstöð
í Gruenheide sem er í nágrenni
Berlínarborgar. Áætlanir miðast
við að verksmiðjan verði opnuð 1.
júlí á næsta ári en óvíst er hvaða
áhrif ákvörðun dómstólsins hefur
á framkvæmdirnar. Þetta er ekki
einu áhyggjur Þjóðverja af áhrifum
verksmiðjunnar á náttúruna, en
áður voru uppi áhyggjur af mikilli
vatnsnotkun hennar. Samþykkti
Tesla að minnka vatnsnotkunina
um tæpa um tæpar tvær milljónir
rúmmetra. Verksmiðjan mun aðal-
lega framleiða Model Y jepplinginn
en hérlendis bíða margir eftir að sá
bíll komi á markað.
Snákar í dvala tefja fyrir Tesla
Frá framkvæmdum við verksmiðju Tesla í nágrenni Berlínar. MYND/REUTER
1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð