Harmonikublaðið - 01.05.2015, Qupperneq 2

Harmonikublaðið - 01.05.2015, Qupperneq 2
Ávarp formanns Ágætu harmonikuunnendur! Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir vetur- inn. Eg veit að flest aðildarfélög S.I.H.U. hafa haft nóg fyrir stafni í vetur. Nú er sum- arið framundan og vetrarstarfinu að ljúka hjá flestum með harmonikuspili um land allt á Harmonikudeginum, laugardaginn 2. maí. Það er von mín að tónar harmonikunnar fái að heyrast sem víðast og allir þeir harmo- nikuleikarar sem standa vilja undir nafni, setji á sig nikkuna þennan dag og leiki fyrir gesti og gangandi. Síðan má gera ráð fyrir því að flest aðildarfélög byrji undirbúning að harmonikuhátíðum sínum eins og undan- farin ár, þar sem boðið verður upp á fjöl- breyttar og skemmtilegar hátíðir fyrir harmo- nikuunnendur og gesti þeirra. Það er vonandi að veðurguðirnir verði okkur ekki eins and- snúnir og síðasta sumar og þess vegna er það von mín að aðsókn verði mun betri á hátíð- unum þetta árið. Harmonikufélag Héraðsbúa fagnaði 30 ára afmæli á síðasta ári og varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur glæsilegan afmælisfagnað. Þarna mættu allar helstu kempur þessa ágæta félags og spiluðu fyrir gesti af stakri prýði. Ég vil þakka fyrir mig og um leið óska Héraðsbúum enn og aítur til hamingju með afmælið. Á síðasta aðalfundi sambandsins sem haldinn var í Hveragerði, í boði Harmonikufélags Selfoss voru rædd ýmis mál og meðal annars var stjórn sambandsins falið að efna til æfingabúða fyrir ungmennin okkar og eins að standa fyrir fjáröflunardansleik undir nafni S.I.H.U. Einnig voru önnur mál sem vísað var til stjórnar svo sem að kanna möguleikann á því að gefa út geisladisk með öllum landsmóts- lögum frá upp- hafi. Fleiri málum var vísað til stjórnar. Næsta landsmót bar á góma og var alls ekki gott útlit hvað það varðaði. Var heldur nei- kvæður tónn á fundinum og horfði ugg- vænlega í lok fundarins um Landsmótið 2017. Þetta átti síðan eftir að breytast, því strax upp úr áramótunum bárust þær gleði- fréttir að stjórn Harmonikufélags Vestfjarða hefði samþykkt að halda landsmót á Isafirði 2017. Voru þetta mikla gleðifréttir í árs- byrjun. Þeir eru eflaust margir sem horfa með tilhlökkun til Isafjarðar, minnugir dýrðardaga á Landsmótinu sumarið 2002. Þó ekki sé langur tími liðinn eru allar aðstæður til að komast vestur breyttar og mun auðveldara en áður. Starfsár stjórnar sambandsins hefur verið með svipuð sniði og undanfarin ár. Stjórnarfundir hafa verið haldnir reglulega og málefni sambandsins rædd. Fyrsta verkefni stjórnar var að undirbúa æfingabúðir fyrir ungmennin okkar. Ákveðið var að halda þessa uppákomu að Reykjum í Hrútafirði um miðjan apríl 2015. Haft var samband við alla tónlistarskóla í landinu og eins haft samband við þá tón- listarkennara er vitað var að væru með nem- endur í harmonikuleik. Því miður verður að segjast að undirtektir voru það dræmar að hætta varð við þessar æfingabúðir og er það miður. Ástæður eru eflaust margar og tel ég að þátttökukostnaður hafi verið of hár og eins verður að taka með í reikninginn að ferðakostnaður er mikill fyrir þá er koma langt að. Ég er enn það bjartsýnn að telja að okkur takist innan fárra ára að endurvekja þessar æfingabúðir að nýju. Til stóð að efna til fjáröflunardansleiks í tengslum við Harmo- nikudaginn, en stjórnin var sammála um að fresta dansleiknum fram á haustið og verður hann fyrirhugaður í enda september eða í byrjun október í haust. Það er von okkar að við fáum okkar bestu spilara til að mæta á staðinn og taka lagið fyrir okkur. Sala á leik- skóladiskinum hefur gengið vel og var farið í það að panta fleiri diska og eru þeir komnir í hús. Þeir sem áhuga hafa á að eignast disk- inn eða að fá hann til að selja hafið samband við undirritaðan. Aðalfundur S.Í.H.U. verður haldin á Hellu, dagana 18. - 20. september og mun Harm- onikufélag Rangæinga sjá um allan undir- búning fyrir þennan fund. Nánari upplýs- ingar um fundinn verða sendar til formanna aðildarfélaga S.I.H.U. í tíma. Fundurinn verður á Stracta Hótel, Hellu og gisting í boði á sama hóteli. Að lokum vonast ég til að sumarið verði okkur öllum til ánægju og gleði og að við fjölmennum á öll þau harmonikumót sem í boði verða. GLeðilegt sumar, Gunnar Kvaran, formaður Q Sagnabelgurinn Og keyrir samt Maður er nefndur Leifur H. Magnússon, hljóðfæraleikurum að góðu kunnur. Hann er Skagamaður að uppruna og hóf ungur að leika á hljóðfæri. Hann veiktist alvarlega þegar hann var sjö ára gamall, sem varð til þess að hann missti sjónina. Leifur nam píanóstillingar í Bandaríkjunum og hefur starfað við það í fjörutíu og átta ár, en Leifur er fæddur 1947. Hann rak lengi hljóðfæraverslun undir eigin nafni, en seldi fyrirtækið 2004. Þar seldi hann aðallega píanó og harmonikur. Þar sem Leifur er kunnugur staðháttum, fer hann nánast hiklaust um. Hann hefur alla tíð átt gott með að „sjá“ skoplegu hliðar tilver- unnar. Það bar eitt sinn til að kona á Húsavík hringdi til að panta píanó. Eftir að hafa samið um verð, spurði konan hvort hún mætti ekki senda vin sinn til að greiða helming kaup- verðsins næsta morgun og afganginn þegar píanóið kæmi norður. Það var auðsótt mál. Næsta morgun birtist maður heima hjá Leifi til að greiða fyrri greiðsluna. Það hagaði þannig til að Leifur og Guðleif kona hans bjuggu við Hraunteig, nánast í næsta húsi við verslunina. Þetta var að vetri til og snjór yfir öllu. Leifur hafði það fyrir venju að fara út á undan frúnni, setja bílinn í gang og skafa snjó af rúðunum. I sömu mund og maðurinn kom sté Leifur út úr bílnum og maðurinn gekk til hans og bauð góðan daginn. Hann skýrði frá erindi sínu og Leifur bauð honum að ganga með sér inn. Maðurinn hafði ekki hugmynd um blindu Leifs. Þegar þeir gengu upp tröppurnar að dyrunum að íbúð Leifs, tók maðurinn eftir því að Leifur fór mjög varlega, enda sleipt í tröppunum. Honum varð að orði, „Sérð þú illa Leifúr“. Leifur svaraðir sannleikanum sam- kvæmt. „Ja, ég sé nú bara ekki neitt“. Þá sagði aðkomaðurinn, „Og keyrir samt“. 2

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.