Harmonikublaðið - 01.05.2015, Síða 4

Harmonikublaðið - 01.05.2015, Síða 4
Harmonikulífið á Héraði Vetrarstarfið hjá Harmonikufélagi Héraðsbúa hefur verið í föstum skorðum. A hverju mið- vikudagskvöldi hafa félagsmenn leikið frá klukkan átta til tíu í Hlymsdölum, félagsað- stöðu eldri borgara á Fljótsdalshéraði. Krist- mann Jónsson og Broddi Bjarnason hafa farið reglulega á sjúkrahúsið að skemmta sjúkling- unum með harmonikuleik og söng. Nokkrir félagar H.F.H. hafa tekið þátt í leik- skólaverkefninu fyrir hönd H.F.H. I leik- skólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði léku í haust þeir Hreinn Halldórsson og Jónas Þór Jóhannsson, en í vor Jónas Þór og Jón Sigfús- son. I leikskólanum Skógarlandi á Egilsstöðum léku í haust Sveinn Vilhjálmsson og Jón Sigfússon, þeir spiluðu einnig á þorranum í leikskólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum. I leikskólanum Hádegishöfða í Fellabæ léku Sigurður Gylfi Björnsson og Sveinn Vilhjálms- son bæði haust og vor. Torvald Gerde tón- listarkennari í Fellaskóla fór tvisvar á sjúkra- húsið með nemendur sína og hélt tónleika við góðar undirtektir. Aramótadansleikur var haldinn í Austrasalnum á Egilsstöðum frá Jón Sigfiísson og Sveinn Vilhjálmssson í Nettó á Harmonikudeginum klukkan eitt eftir miðnætti til þrjú á nýársnótt. Það voru þeir Víðir Sigurjónsson, Jónas Þór, Sigurður Gylfi Björnsson, Jón Sigfússon og Torvald Gerde, sem léku fyrir dansi. Dans- leikurinn var haldinn í samvinnu við Félag eldri borgara Fljótsdalshéraðs og allir skemmtu sér á einhvern veg, eins og skáldið sagði. Það verður spilað í verslunum og á sjúkrahúsinu á Harmonikudeginum 2. maí eins og venju- lega. Laugardagskvöldið 29. ágúst 2015 verður hinn árlegi harmonikudansleikur í Valaskjálf og verður það í 31. skiptið sem það ball er haldið. Jón Sigfússon Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsæít ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Sími: 456 3485 og 844 0172. Nctfang: assigu@inícrnet.is Veffang: www.nedsti.is Bjggðaiiiltt 4

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.