Harmonikublaðið - 01.05.2015, Page 6

Harmonikublaðið - 01.05.2015, Page 6
Jóhann Bjarnason f. 18. apríl 1942 - d. 28. febrúar 2015 I dag kveðjum við góðan vin og félaga, Jóhann Bjarnason eða Jóa Bjarna, eins og hann var alltaf kallaður innan raða harm- onikuunnenda. Hann var maður sem var alltaf tilbúinn að leggja Sambandi íslenskra harmo- nikuunnenda (S.Í.H.U.) lið og var hann formaður landsmótsnefndar þegar lands- mót sambandsins var haldið á Hellu á RangárvöIIum árið 2011, og er hægt að fullyrða að það var eitt hið glæsilegasta landsmót sem haldið hefur verið á vegum sambandsins. Hann var sannur leiðtogi í starfi Harmonikufélags Rangæinga til margra ára og formaður þess félags um árabil. Jóa Bjarna verður sárt saknað og vill stjórn sambandsins þakka honum fyrir ómetanleg störf í gegnum árin. Um leið og við þökkum Jóhanni Bjarna- syni samfylgdina sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur til eiginkonu Jóhanns, Elsu Þorbjargar Árnadóttur og fjölskyldu. F.h Sambands íslenskra harmonikuunnenda, Gunnar Kvaran, formaður. Kveðja frá Harmonikufélagi Rangæinga Góður félagi er farinn, allt of snemma. Jói var einstakur maður, mikill tónlistarmaður og óhætt að segja að harmonikan hafi átt hug hans allan. Osérhlífni og metnaður einkenndu störf hans fyrir Harmoniku- félag Rangæinga þar sem hann var for- maður. Hann var vel skipulagður og fram- sýnn í formennskunni og stýrði félaginu af miklum myndarbrag og dugnaði. Jói átti frumkvæði að því að fara með harmonikuna inn í leikskólana og kynna hljóðfærið fyrir æsku landsins og hefur sá háttur verið tekinn upp í öðrum harmon- ikufélögum víða um land. Jói var alltaf tilbúinn að vinna í þágu samfélagsins og félagsins og var vinnan með honum að landsmótum og ýmsum viðburðum tengdum harmonikunni ógleymanleg, þar vann hann af kappi og metnaði og segja má að landsmótið á Hellu 2011 hafi heppnast frábærlega undir hans forystu. Jói var alltaf léttur og kátur þegar harmo- nikan var annars vegar og alltaf stutt í glettnina, góðan húmor og skemmtilegar sögur. Harmonikufélag Rang- æinga fór undir góðri for- ystu Jóa í skemmtiferðir þar sem hann keyrði og er ferð sem félagið fór upp á Snjóöldu (930 m) á rútu sérstaklega eftirminnileg en þar voru nikkurnar þandar. Harmonikufélag Rangæinga sér eftir öfl- ugum félagsmanni, því segja má að hann hafi verið hjartað í félaginu. Victorian hans Jóa er þögnuð en ekki efumst við um að allir verði í stuði hjá Guði nú þegar hann er mættur á svæðið. Fjölskyldu Jóa og EIsu sendum við innilegar samúðarkveðjur, minning um góðan dreng lifir. F.h. Flarmonikufélags Rangteinga, Guðrún A. Ottarsdóttir, Auður Fr. Halldórsdóttir, Tryggvi Sveinbjörnsson og HaraLdur Konráðsson. Fallinn er frá góður vinur og félagi til margra ára, Jóhann Bjarnason. Hann var ættaður úr Landsveitinni, okkar kæru sveit, en þangað á ég einnig rætur mínar að rekja. Ræddum við oft saman um sveitina okkar og marga af þeim höfð- ingjum og kynlegu kvistum sem þar bjuggu, höfðum við gaman af því að rifja upp ýmsar góðar og skondnar sögur frá gamalli tíð. Jói hafði yndi af því að spila á harmoniku og byrjaði mjög ungur að spila á dans- leikjum bæði í Brúarlundi í Landsveit og fleiri samkomuhúsum, ásamt margs konar öðrum uppákomum, oftast með Sigrúnu systur sinni, en mjög kært var á milli þeirra systkina. Sigrún lést árið 2006. Jói var alla tíð mikill dugnaðarmaður og vinnuþjarkur, það kom glöggt fram í þeim verkefnum sem hann tók að sér fyrir Sam- band íslenskra harmonikuunnenda en þar var hann oftast fremstur í flokki þegar taka þurfti til hendi við hin ýmsu krefjandi verkefni, einnig var hann fundarstjóri á flestum aðalfundum sambandsins sem ég man eftir, og naut virðingar allra fundar- manna. Jói var formaður Harmonikufélags Rangæinga til margra ára og aðaldrif- fjöðrin í þeirra starfi. Félagið hefur blómstrað og dafnað í hans höndum. Hafa þeir félagar komið fram með ýmsar nýj- ungar, t.d. með því að færa harmoniku- tónlist markvisst inn í kirkjustarfið, spila við messur og aðrar kirkjulegar athafnir. Harmonikan var hans líf og yndi, einnig var hann góður lagahöfundur og held ég að flestir harmonikuleikarar á Islandi spili lögin hans Hillingar og Nesjavallapolkann og fleiri lög mætti eflaust upp telja. Þegar ég var formaður Harmonikufélags Reykja- víkur áttu félögin okkar mjög gott og farsælt samstarf, það voru ánægjulegir tímar og fyrir það vil ég þakka alveg sér- staklega. Kæra Elsa og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur, ég veit að sorg ykkar er mikil, guð styrki ykkur og varðveiti. Spilafélögum í Harmonikufélagi Rang- æinga sendi ég mínar bestu kveðjur og vona að félagið haldi áfram að blómstra og dafna í anda Jóhanns Bjarnasonar. Ég kveð þig nú Jói, minn kæri vinur, með þakklæti fyrir góða vináttu og samspil gegnum árin. Eg veit að þú munt búa í haginn fyrir okkur harmonikufólk og taka vel á móti okkur af þinni alkunnu gestrisni þegar þar að kemur, líklega spilandi eitt- hvað af fallegu lögunum þínum, t.d. Vögguvísuna þína sem er svo falleg. Guðrún Guðjónsdóttir, Harmonikufélagi Reykjavíkur. 6

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.