Harmonikublaðið - 01.05.2015, Qupperneq 10
Af Þingeyingum
HFÞ og Kvæðafélagsins Kveðanda, sem fram
fór þann 10. janúar á Breiðumýri. Mæting
var mjög góð að árlegu bögglauppboði, Kveð-
andaþætti og dansleik. Kvöldið hófst með því
að Strákabandið lék í klukkutíma, af sinni
alkunnu hógværð og snilli. I Strákabandinu
voru þetta kvöld Jóel Friðbjarnarson og Krist-
ján Kárason á harmomiku, Grímur Vilhjálms-
son á bassa og Hjörtur Hólm á trommur. Þá
voru Kveðandafélagar kallaðir á svið og fórst
þeim það vel úr munni og fengu góðar und-
irtektir. Má segja að ekki hafi staðið í þeim
kveðskapurinn. Var það almannarómur að
kveðskapurinn væri ótrúlega góður miðað við
magn. Lítið um eldfastan leir, eins og sagt er.
Þessu fylgdu ljúfir tónar Asgeirs Stefánssonar.
Með honum léku þeir Finnur Finnsson á bassa
og Árni Ketill Friðriksson á trommur. Þá var
Heiðurskarlar Þingeyinga. Grímur Vilhjálmsson ogAsgeir
Stefánsson
komið að Sigurði Friðrikssyni. Með Sigurði
spiluðu Grímur Vilhjálmsson á bassa, Númi
Adolfsson á gítar og Arni Ketili á trommur.
Var nú komið að bögglauppboðinu, sem Frið-
rik Steingrímsson stjórnaði með miklum til-
þrifum, enda vanur maður á ferð og brosti
gjaldkerinn allan hringinn á eftir, þar sem
mjög hraustlega var boðið í. Að lokum lék
Sigurður Leósson og tók lokatörnina með
nikkuna. Með Sigurði léku þeir Finnur Finns-
son á bassa, Númi Adolfsson á gítar og Árni
Ketill á trommur. Var þetta allt hin besta
skemmtun og fóru harmonikuunnendur og
kvæðamenn sáttir í háttinn.
Sigurður Ólafison
Myndir: Sigurður Ólafison
Lokatónarnir slegnir á árshátíðinni. Finnur Finnsson á bassa, Hildur Petra Friðriksdóttir, Arni Ketill, Vigdís Jónsdóttir
og Hermann Arason
skjöl frá HFÞ. Þar næst flutti Tryggvi Óskars-
son mjög skemmtilegar endurminningar. Þá
var komið að Smára Kárasyni með smá þrauta-
leik, sem Þórgrímur Björnsson og Rúnar
Hannesson glímdu við, en gekk frekar treglega
að leysa. Var þrautin sú að mandarínur voru
hafðar í bandi sem bundið var í belti þeirra
að aftanverðu og áttu þeir að reka eldspýtu-
stokka eftir gólfinu þvert yfir salinn og til
baka. Rúnar hafði sigur.
Nú hófst dansinn og ekki vonum fyrr, enda
gæðingarnir farnir að bryðja mélin. Það var
Sigurður Leósson sem reið á vaðið, en með
honum léku þeir
Finnur Finnsson á
bassa, Pálmi Björns-
son á gítar og Árna
Ketill Friðriksson
sem lék á trommur.
Þá tók Strákabandið
við og voru það þeir
Jóel Friðbjarnarson,
Kristján Kárason og
Rúnar Hannesson
sem léku á harmo-
nikur, Jón Arngríms-
son á bassa, Pálmi á
gítar og Hjörtur
Hólm á trommur.
Síðastar léku svo þær
stöllur Hildur Frið-
riksdóttir og Vigdís
Jónsdóttir á harmonikur ásamt þeim Finni á
bassa, Árna á trommur og Hermann Arasyni
á gítar. Var nú dansinn stiginn fram eftir nóttu
og þótti fólki vel hafa til tekist, enda enginn
byrjendabragur á tónlistinni. Var almenn
ánægja með kvöldið og ekki ástæða til annars.
Næsta skemmtun félagsins var jólaskemmtun
Árshátíð Harmonikufélags Þingeyinga var
haldin að Breiðumýri 6. desember. Sæmi-
legasta mæting var miðað við árferði og aðrar
aðstæður. Formaður félagsins, Þórhildur
Sigurðardóttir setti samkomuna og stjórnaði
henni af röggsemi til enda. Ásgeir Stefánsson
lék Iystaukandi tónlist á meðan fólk kom sér
fyrir í salnum og einnig undir fjöldasöng.
Fórst honum það vel úr hendi, sem endranær.
Kristján Guðmundsson og aðstoðarlið sá um
mjög svo góða veislu.
Fyrsta atriði á dagskrá var að afhenda viður-
kenningar frá Sambandi íslenskra harmo-
Friðrik Steingrírmson viS hamarshögg
nikuunnenda. Þær voru í þetta skipti veittar
þeim heiðursmönnum Ásgeiri Stefánssyni og
Grími Vilhjálmssyni, en þeir félagar hafa
áratugum saman verið tryggir félagar í HFÞ.
Þórhildur formaður afhenti þeim viðurkenn-
ingarnar fyrir hönd SIHU. Einnig afhenti
hún Ásgeiri og Jóel Friðbjarnarsyni heiðurs-
10