Harmonikublaðið - 01.05.2015, Síða 11

Harmonikublaðið - 01.05.2015, Síða 11
Að vökva blómið í 38 ár Félag Harmonikuunnenda Reykjavík er brátt að ljúka sínu 38. starfsári. I gegnum þessi ár hefur starf félagsins einkennst af miklum áhuga fyrir því verkefni sem félaginu var upp- haflega ætlað. Haldið hefur verið uppi gegnum árin skemmtifundum og dansleikjum m.m. ásamt ferðalögum, innanlands sem utan af og til og nú hin síðari ár var harmonikumóti um verslunarmannahelgina bætt við starfsemina. Allt hefur þetta nú gengið nær áfallalaust fyrir sig sem betur fer, en menn sem stjórnað hafa félagsskapnum vita vel að hlutirnir gengju aldrei upp nema að þeir sem koma að málum vinni allt sem hugsjónastarf, án launa. Að halda uppi merki harmonikunnar er auð- vitað hugsjón. Með þessu hljóðfæri hefur á samkomum alþýðunnar verið haldið uppi gleði við dans og söng áratugum saman eða svo lengi sem elstu menn muna. Undir merki hennar hefur fólk um allt land lært að dansa hina fjölskrúðugu gömludansa eða þá dansa sem við líði eru í það sinnið. Hér er óum- deilanlega um menningararf að ræða sem þó nær ekki til eyrna fjölmiðla, þrátt fyrir fjölda þeirra í landinu. Mitt félag (FHUR) hefur ævinlega lagt sig fram um að stilla bæði félagsgjöldum og aðgangseyri að samkomum í hóf, sem auð- vitað hefur mælst vel fyrir en með því er ekki öll sagan sögð. Sú starfsemi sem haldið hefur verið uppi, krefst salarleigu í hvert sinn. Umræddir salir eru leigðir fyrir umtalsverða peninga þar sem inní kemur ákveðið starfs- mannahald og ýmis önnur gjöld sem ríkis- valdið hirðir. Eg nefni þetta nú af þeirri ástæðu að mann hefur undrað það að stjórnvöld hafi ekki reynt að styðja við bakið á félögum sem halda uppi menningarstarfi sem þessu, því engum blöðum er um það að fletta að þjóðin yrði fátækari án þessa. Eg kann ekki að nefna þær mörgu milljónir sem Sinfoníuhljómsveit Islands fær í styrk frá ríkinu, þó starf harmo- nikufélaganna þyki ekki samanburðarhæft - og þó? Málið er líka það að harmonikuleikur flokkast ekki undir menningarblómann í tónlistinni. Ætli það sé ekki líkt hvað varðar hið stórmerka kórastarf í landinu. Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í alþjóðlegu þjóðdansamóti í Rúmeníu þar sem m.a. Rúmenar sýndu listir sínar á því sviði og leyndist engum að þarna var á ferðini fagfóik. Það kom á daginn að hinn mikli harðstjóri Sjáseskú, sem ekki var þekktur fyrir að klappa þjóð sinni með silkihönskum, studdi samt ríkulega við bakið á þjóðdansahefðinni, sem hefur virkilega blómstrað og viðhaldist fram á þennan dag. Ekkert launungarmál er að flest harmoniku- félög í landinu eru á mörkum þess að geta rekið sig. Hví ekki að senda inn smá styrkt- arumsókn til síns sveitarfélags að kanna við- brögðin, eða SIHU þreifi á stjórnvöldum svo kanna megi viðhorfin þar á bæ? Hvað sem öllu þessu líður er enn haldið uppi mikilli starfsemi hjá FHUR þrátt fyrir að Hilmar Hjartarson reksturinn standi í járnum. Dansleikirnir eru vinsælir enda boðið uppá fjölbreytta dans- tónlist og ævinlega þrjár hljómsveitir, sem koma fram í hvert sinn. Skemmtifundirnir draga líka til sín drjúgt af fólki, enda reynt að hafa þar fjölbreytt efni s.s. tónskáldakynn- ingar. Svo er það stórhátíðin að Varmalandi ekki síst, í hana er lögð mikil undirbúnings- vinna sem skilað hefur fjölda gesta. Þangað er líka oftast boðið erlendum gestaspilurum. Með baráttukveðjum, Hilmar Hjartarson. Kveðja frá H.U.H. Gleðilegt sumar góðir félagar! Héðan úr Húnaþingi er lítið að frétta, nema það að stóri dagurinn okkar var núna 18. apríl síðastliðinn er við fengum Harmonikuunn- endur við Eyjafjörð í heimsókn til okkar. Er skemmst frá því að segja að í Osbæ héldum við sameiginlegan dansleik, því við eigum gott húsnæði en Eyfirðingar hafa marga og hreint frábæra hljóðfæraleikara, sem héldu uppi miklu fjöri frá níu til eitt um nóttina. Þessi heimsókn verður okkur hér ógleymanleg, svo skemmtileg var hún í alla staði og þökkum við Eyfirðingum hjartanlega fyrir komuna og minnum harmonikuunnendur sem áhuga hafa á, að þeir eru ávallt velkomnir í Osbæ, á meðan við eigum húsnæðið og höfum getu til að taka vel á móti þeim. Að lokum viljum við minna á hátíð okkar og vina okkar, Dalamanna í Ásbyrgi 12.-14. júní nk. Þar verða Nikkólína og Svenni Sigurjóns í aðalhlutverki, ásamt skemmtun, kaffi og happdrætti á laugardeginum. Sjáumst hress í sumar. Kœr kveðja, Sólveig I. Friðriksdóttir EyfirSingar í Ósbœ á Blönduósi. Frá vintri: Jóhann Möller, Magnús Kristinsson, Steinunn Einarsdóttir, Pálmi Bjömsson, Valberg Kristjánsson. Mynd: Filippía J. Sigurjónsdóttir f ~ h Heiðursfélagar SÍHU Aðalsteinn ísfjörð, Baldur Geirmunds- son, Bragi Hlíðberg, Karl Jónatansson og Reynir Jónasson. V______________________________________ 11

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.