Harmonikublaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 17

Harmonikublaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 17
Líf og íjör hjá Eyfirðingum Starfsemin okkar hefur verið í vetur eins og undanfarin ár. Dans- leikir hafa verið í Lóni einu sinni í mánuði. Arshátíð var í nóvember og var hún þokkalega sótt. Þar fengu þrír félagar okkar viður- kenningu frá S.I.H.U. þeir Númi Adólfsson, Ragnar Víkingsson og Hafliði Olafsson en sá síðast- nefndi var veikur þannig að for- maður geymdi viðurkenninguna. Áður höfðu þeir Guðmann Jóhannsson, Hörður Kristinsson og Kristján Þórðarson fengið viðurkenningar á landsmótinu á Laugum. Þá höfúm við verið með opið hús þrisvar sinnum í vetur í okkar félagsheimili að Laxagötu 5. Það hefur mælst vel fyrir að hittast og skrafa saman, hlusta á spilara þenja nikkurnar, fá okkur kaffi og kökur. Félagið hélt dans- leik á milli jóla og nýárs. Þar léku á harmonikur Kristján Þórðarson, Guðmundur Sigurpálsson, Hildur Petra Friðriksdóttir og Einar Guð- komu fram Ingólfur Jóhannesson, Haukur Ingólfsson, Árni Þor- valdsson úr dansbandi Einars Guðmundssonar auk söngkon- unnar Ragnheiðar Júlíusdóttur. Á janúar dansleiknum léku á harmo- nikur þeir Hafliði Ólafsson, Sig- urður Leósson, Einar Guðmunds- son og Valberg Kristjánsson. Sem fyrr sáu um taktinn þeir Pálmi, Magnús, Jóhann Möller, Númi, Árni Ketill og Finnur. Steinunn Einarsdóttir var söngvari kvölds- ins. Á febrúarballinu stóðu Guð- mann og Árni vaktina með harmonikuna og sérstök ánægja var að fá Strákabandið frá Húsavík í heimsókn, en þar leika á harmo- nikur Jóel Friðbjörnsson, Rúnar Hannesson og Kristján Kárason. Ekki má gleyma taktgjöfunum á ballinu, þeim Pálma, Magnúsi, Jóhanni Jose Moreeira og Gunn- ari Möller. Tvisvar í vetur höfum við fengið gestaspilara til okkar á dansleik það eru Aðalsteinn Heiðurskarlar i Eyjafirði. Frd vinstri: Hörður Kristinsson, Kristján Þórðarson, Ragnar Víkingsson, Númi Adólfison, Guðmann Jókannsson. mundsson. Um taktinn sáu þeir Pálmi Björnsson, Magnús Krist- insson, Grímur Vilhjálmsson, Hermann Arason, Árni Ketill og Finnur Finnsson. Ennfremur ísfjörð og Strákabandið, eiga þeir miklar þakkir fyrir. Nú þegar þetta er skrifað erum við nýbúnir tuttugu félagar að fara vestur á Blönduós til að halda Leikið í Ösbœ á Blönduósi. Frá vinstri: Jóhann Möller, Magnús Kristinsson, Kristján Þórðarson, Pálmi Björnsson og Guðmundur Sigurpálsson ILóni eftir dramótin. Frd vinstri: Númi Adolfison, Arni Ketill, Finnur Finnsson, Siguður Leósson, Einar Guðmundsson dansleik með Húnvetningum og var það frábær ferð. Við fórum að morgni laugardagsins 18. apríl, sem leið lá út með firðinum og fyrsta stopp var í Héðinsfirði til að fá smá hressingu og aftur var stoppað á Siglufirði. Eftir hálftíma var svo lagt af stað aftur og ferð- inni heitið að Samgöngusafninu að Stóra-Gerði í Skagafirði. Þar tökur.Við fengum Kjartan Sig- urðsson til að keyra rútunni og komu þau hjón austan úr Mývatnssveit. Ekki má gleyma því að gítarleikarinn okkar komst ekki með okkur um morguninn vegna vinnu en keyrði á eftir okkur vestur og hafði með sér til skemmtunnar bassaleikara og trommara og mættu þeir líka heim Vesturfararnir í Stóra — Gerði. Myndir: Filippía J. Sigurjónsdóttir beið okkar súpa og brauð sem smakkaðist mjög vel í bland við skoðun á bílasafninu, en þar er margt flottra bíla. Ekki var nú til setunnar boðið og áfram haldið til Sauðárkróks. Taldi formað- urinn að best væri að koma við í Skagfirðingabúð og var það gert. Þaðan lá leiðin í Varmahlíð og stoppað þar smá stund og keyptir ýmsir nytjahlutir. Næsta stopp var í Bólstaðarhlíð hjá Sólveigu og Kolbeini en Sólveig formaður Húnvetninga bauð okkur öllum í mat heim til sín og voru mót- tökurnar frábærar. Eg á ekki til lýsingarorð sem lýsa móttök- unum þar á bæ og eiga þau okkar bestu þakkir skildar og þeirra fólk allt saman fyrir frábærar mót- í Bólstaðarhlíð. Þaðan fórum við svo eftir góðan mat til Blönduóss og héldum dansleik sem var hin besta skemmtun. Eftir dansleikinn beið svo heljarinnar kaffihlaðborð áður en fólk færi heim. Þessi sam- eiginlegi dansleikur Eyfirðinga og Húnvetninga var fyrsti og ég vona ekki sá síðasti. Nýafstaðinn er dansleikur sem haldinn var síðasta vetrardag og tókst hann með ágætum. Þá er harmonikudagur- inn framundan og verður haldið upp á hann með tónleikum, kaffihlaðborði og dansleik um kvöldið og verður þetta þá næst- síðasti dansleikurinn okkar á þessum vetri því sá síðasti er laugardag fyrir sjómannadaginn. Filippía ]. Sigurjónsdóttir 17

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.