Harmonikublaðið - 01.05.2015, Side 21

Harmonikublaðið - 01.05.2015, Side 21
Grettir Björnsson Grettir Björnsson fæddist að Bjargi í Miðfirði þann 2. maí 1931. Þar ólst hann upp til þriggja ára aldurs, en flutti þá suður með móður sinni og stjúpa. I ættum Grettis úir og grúir af tón- listarfólki. Það er lífstíll Bjargsfólksins að leika á hljóðfæri eða syngja. Tónlistarferill Grettis Björns- sonar var glæsilegur. Hann hóf ungur að læra á harmoniku og náði strax árangri, enda hæfileik- arnir Iangt yfir meðallagi. Ungur að árum var hann farinn að leika á dansleikjum, með sér mun eldri mönnum og þurfti jafnvel ábyrgðarmenn vegna ungs aldurs. Rúmlega tvítugur flutti hann til Vancouver í Kanada þar sem hann dvaldist næstu tíu árin. Eftir heimkomuna starfaði Grettir við húsamálun, en hafði tónlistina sem aukabú- grein. Hann lék meðal annars árum saman með Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar á Hótel Sögu. Grettir lék inn á nokkrar hljómplötur, en okkur finnst þær hafa verið of fáar. Grettir samdi dálítið af lögum og hefur margt af því varðveist. Eitt af því er skottísinn „Með bros á vör“ sem hér birtist. Það á ágætlega við, því aldrei var langt í brosið hjá Gretti Björnssyni. Grettir Björnsson var kvæntur Ernu Geirsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Þau hjón voru aufúsugestir á harm- onikumótum árum saman. Grettir lést 20. októ- ber 2005. FH Einnar nætur gaman Fyrsta laugardag í sumri, þann 25. apríl var hagyrðingamót og harmonikudansleikur á Egils- stöðum. Fyrir þessu stóðu Jónas Þór Jóhannsson tónlistarmaður úr Harmonikufélagi Héraðsbúa, Aðalsteinn Isfjörð, harmoniku- leikari úr Harmonikufélagi Þingeyinga og Friðrik Steingríms- son hagyrðingur. Um 20 félagar úr Harmonikufélagi Þingeyinga ætluðu austur, en fækkaði, fyrir vonda veðurspá. Tólf hugaðir mættu þó í rútu Friðriks og höfðu þeir meiri áhyggjur af aðsókn að samkomunni en veðri. Ferðin austur gekk vel og fögnuðu menn, þegar Valaskjálf reyndist fúll af gestum. Samkoman hófst upp úr átta. Dagskráin var blanda af tali og tónum. Aðalsteinn Isfjörð lék frumsamin lög af sinni alkunnu snilli og Jóhannes Sig- fússon, Andrés Björnsson, Friðrik Steingrímsson og Stefán Bogi Sveinsson kváðust á undir stjórn Kristjáns Magnússonar. Þeir voru afar frjálslegir, köstuðu hnútum hver að öðrum og viðruðu fjölda málefna. Á undan og í hléi fluttu tónlistarmenn gamanbragi, meðal annars eftir Hákon Aðal- steinsson. Þetta var allt mjög gaman, salurinn fínn og á ballinu léku blandaðar hljómsveitir fyrir dansi. Það brast á um miðnætti, eins og veðurstofan sagði, en við fórum samt áhyggjulaus í háttinn. Það hefur enginn áhyggjur, eftir að hafa hlegið í tvo tíma, staupað sig og dansað, við glimrandi músík til tvö. Eftir ljúfa nótt á lúxushótelinu Egilsstöðum, lögðum við í hann, með fyrra fallinu því Friðrik grunaði að lokað yrði veginum á Jökuldal. A Jökuldal var svo blint að vart sá milli stika enda var honum lokað, rétt eftir að við fórum hjá. Vísur úr ferðinni: Á austurleið ákvað ég að reyna að fá menn til að kveðast á, sam- kvæmt hefð, þó við værum fá og byrjaði á þeim skrópasauðum, sem afsökuðu sig með veikindum og veðurspá, eða kvörtuðu um kulda í rútunni. Þegar vond er veðurspá menn verða stundum hrœddir. Afhmðslu suma hljóp því á og heima sitja mœddir. Fia Þegar austur á fjöllin kom, spurði einhver um nýjustu veðurspána og Friðrik vissi allt um hana. Efiir okkar gleðigeim gengur fátt í haginn. I kafaldshyl við komumst heim kannske á þriðjudaginn. Friðrík Við þetta datt einhverjum í hug að við yrðum veðurteppt og eru næstu vísur úr þeirri umræðu. Verði þrotið vín og öl og varla dropi í líki. Þá má eflaust beeta böl og brölta út í ríki. Fía Víniðþarfhún Fía að fá ogflott á spariskónum til að versla töltir þá í tittlingsdjúpum snjónum. Friðrik Þessi hóflega snjóaspá vakti mikla kátínu, því allir vita hvað snjótittlingar eru litlir, svo maður tali nú ekki um grátittlinga og tóku menn að hugsa hlýlega til næturinnar. Lundin kœtist, léttast ský Ijómandi íframan hlakka karlar, ólmir í einnar nœtur gaman. Fía Eftir þetta einnar nætur gaman og góða gistingu var lagt af stað heim, í stórhríð eins og veður- stofan spáði. I bílnum höfðu menn óvenju hægt um sig, til að trufla ekki Friðrik í stikuleitinni. Með kveðju og þökk fyrir bráð- skemmtilega samkomu og yndis- lega ferð. Hólmfríður Bjartmarsdóttir 21 Komdu nú að kveðast á..........Frá vinstri Stefán Bogi Sveinsson, Jóhannes Sigfússon, Friðrik Steingrímsson, Andrés Bjarnason og stjórnandinn Kristján Magnússon. Mynd: Sigurður Ólafison

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.