Fréttablaðið - 17.12.2020, Qupperneq 22
Hugtakið heilsa er heildrænt í eðli sínu þar sem það nær yfir líkamlega, andlega og félags-
lega vellíðan samkvæmt formlegri
skilgreiningu. Hreyfing og næring
eru nær órjúfanlegir þættir sem
tengjast öllum þessum þremur
víddum heilsu og vellíðanar. Það
hvort að við stundum hreyfingu
eða ekki tengist líkamlegri og and-
legri vellíðan okkar og það sama
má segja um næringu. En hvernig
skilgreinum við félagslega vellíðan?
Félagsleg samskipti eru þar mikil-
vægur þáttur og jafnvel hafa þau
aldrei verið eins mikilvæg eins og nú
á tímum COVID-19. Félagsleg sam-
skipti hafa mikið verið rannsökuð
í gegnum tíðina og er þá notast við
spurningar um það hvort að við-
komandi sé í samskiptum við nána
aðila (fjölskyldu, vini, maka) hvort
að viðkomandi geti leitað aðstoðar
við úrlausn ýmissa verkefna og hvort
að viðkomandi geti treyst á aðstoð
við tilfinningalega úrvinnslu. Sé það
mat einstaklingsins að þessir þættir
séu til staðar er sá hinn sami talinn
búa við góðan félagslegan stuðning.
Það hvernig félagslegur stuðn-
ingur í formi samskipta leiðir af sér
bætta heilsu er þó ekki alltaf skýrt
og jafnvel umdeilt hvort að um beint
orsakasamband sé að ræða. Félags-
legur stuðningur hefur áhrif á vel-
líðan okkar og andlega heilsu. Það
að eiga í góðum samskiptum og búa
yfir góðu tengslaneti getur hjálpað
okkur í daglegu amstri og að komast
í gegnum flókin verkefni en þó gætir
ákveðins flækjustigs þar sem félags-
legur stuðningur gengur ekki aðeins
í aðra átt. Það getur vissulega gefið
af sér góða líðan að styðja þá sem
okkur þykir vænst um, eiga upp-
byggileg samtöl við vini og vanda-
menn, en að sama skapi ef samskipti
eru neikvæð í eðli sínu og stuðningur
gengur aðeins í aðra átt getur það
leitt til örmögnunar, eins og svo
gjarnan hefur komið fram þegar
ættingjar hafa hreinlega orðið fyrir
kulnun vegna mikillar umönnunar
og stuðnings sem er þeim ofviða.
En byrjum á því að einblína á
jákvæð og uppbyggileg félagsleg
samskipti og skoða hvað vísindin
segja. Skipta góð samskipti máli
þegar kemur að heilsu okkar? Sam-
kvæmt rannsóknum þá er svarið við
þessari spurningu já, svo sannarlega.
Rannsóknir hafa sýnt að telji ein-
staklingur sig búa við góðan félags-
legan stuðning sé hann líklegri til
að upplifa sig við góða heilsu, hefur
minni líkur á því að greinast með
þunglyndi, gæði svefns eru meiri
á meðal þessa hóps, vitræn geta
mælist hærri og jafnvel líkur á heila-
bilun síðar á ævinni eru minni, sé
tekinn samanburður við þá sem
telja sig skorta félagslegan stuðning.
Sé skortur á félagslegum stuðningi
verður til lífeðlisfræðilegt viðbragð
þar sem að aukið bólgusvar hefur
mælst hjá þessum einstaklingum
ásamt hækkandi insúlínviðnámi
en saman auka þessir tveir þættir
áhættuna á sykursýki 2 og hjarta-
og æðasjúkdómum. Í heildarsam-
henginu mætti því líta svo á að það
að vera í virkum, jákvæðum og upp-
byggilegum samskiptum sé ákveðið
form af heilsurækt. Hér skiptir upp-
lifun einstaklingsins miklu máli og
því væri okkur öllum hollt að skoða
okkar samskipti við aðra, eru þau
jákvæð og uppbyggileg? Hvað get
ég gert til að bæta samskiptahæfi-
leika mína ef svo ber undir. Sé sam-
skiptaupplifun okkar góð þá höfum
við fjöldann allan af rannsóknum
sem sýna jákvæðar heilsufarslegar
afleiðingar.
Með skilgreiningu á hugtakinu
heilsu að leiðarljósi höfum við upp-
fyllt um þriðjung þeirra grunn-
skilyrða sem þarf til að öðlast góða
heilsu með því að einblína á félagsleg
samskipti. Heilsa nær þó einnig yfir
líkamlega og andlega vellíðan þar
sem hreyfing og næring eru mikil-
vægustu þættirnir í okkar eigin for-
varnavinnu að bættri heilsu.
Temjum okkur að vera í góðum
samskiptum við fólk sem okkur
líður vel með hvort sem það eru
vinir, ættingjar eða maki. Hreyfum
okkur daglega í að minnsta kosti 30
mínútur og síðast en ekki síst hugum
að fjölbreyttu og næringarríku fæði.
Með heildrænni sýn á heilsu aukum
við heilsufarslegan ávinning svo um
munar.
Forvarnir – heildræn sýn á heilsu
Á dögunum læddust fregnir af þverrandi trúariðkun þjóðarinnar í fyrirsagnir
fjölmiðla. Uppruni þessara frétta
er könnun sem markaðsrann-
sóknafyrirtækið Maskína gerði
fyrir hönd Siðmenntar fyrr á árinu.
Þótt niðurstöður könnunarinnar
sýni fram á að þjóðin sætti sig
ekki við núverandi fyrirkomu-
lag, þar sem ein þjóðtrú ríkir og
fær stuðning langt umfram hlut-
deild sína í lífsskoðunum landans,
þá eru auðvitað alltaf einhver í
athugasemdakerfinu sem finnst
illa vegið að kirkjunni sinni. Einn
kommentari komst svo að orði að
fólk gæti þá bara urðað ástvini sína
úti í garði og er því nokkuð ljóst að
viðkomandi er uggandi yfir stöðu
útfararinnar ef kirkjunnar nyti
ekki við. Persónulega held ég ekki
að áhyggjur athugasemdamannsins
séu á rökum reistar. Kirkjunni er nú
sennilegast borgið í náinni framtíð
og þótt hún missi óhjákvæmilega
einhvern tíma núverandi aðgang
að sameiginlegum sjóðum þjóðar-
innar, þá ætti hún ekki að eiga í
vandræðum með að sjá þeim, sem
það vilja þiggja, fyrir kristilegum
jarðsöng, byggðum á aldalangri
reynslu sinni, mannauði og sam-
félagsstöðu. En markmið mitt er
ekki að fjalla um kristilegar útfarir,
því nógir aðrir eru til þess. Mér
þykir hins vegar leiðinlegt að heyra
að fólk óttist það að þurfa að dysja
sína nánustu undir hekkinu heima,
og mér er því ljúft og skylt að til-
kynna: Svo er ekki.
Veraldlegur valkostur í boði
Það má ætla að hjá allf lestum trú-
og lífsskoðunarfélögum á Íslandi sé
útfararvalkostur í boði sem byggist
á gildagrunni þeirrar trúar eða lífs-
skoðunar sem um ræðir. Einn slíkur
valkostur er veraldleg útför undir
merkjum húmanisma eða mann-
gildisstefnu, þar sem manneskjan
sjálf og lífshlaup hennar er í fyrir-
rúmi. Siðmennt hefur staðið fyrir
veraldlegum útförum frá árinu 2008
og hefur fjölbreyttan hóp reyndra
athafnastjóra á sínum snærum.
Með veraldlegri útför fá aðstand-
endur tækifæri til að kveðja ástvin
sinn með þeim hætti sem hinn látni
hefur óskað eftir eða aðstandendur
komið sér saman um. Áhersla er
lögð á lífshlaup hins látna, per-
sónuleika, viðmót og sögu, því
að mati húmanista ætti einmitt
manneskjan sjálf að vera í forgrunni
athafnarinnar. Aðstandendum og
athafnarstjóra eru gefnar nokkuð
frjálsar hendur um uppbyggingu
og umfjöllunarefni, að því undan-
skildu að ekki er fjallað um nokk-
urt eftirlíf, nema þá í formi þeirra
minninga sem lifa áfram í hugum
þeirra sem eftir standa. Sumar fjöl-
skyldur halla sér að hefðbundnu
formi í sorginni: kistulagning,
hugvekja, minningarorð og hinsta
kveðja, með fallegri tónlist inn á
milli í anda þeirrar manneskju
sem verið er að kveðja. Aðrar kjósa
óhefðbundnari leiðir: minningar-
orð f lutt af nánum aðstandanda,
samsöngur, táknrænar athafnir,
óhefðbundin uppstilling eða annað
sem er í anda hinna látnu. Athafnar-
stjórinn þjónar svo aðstandendum
með því að flétta saman hugmyndir
þeirra og óskir.
Og svo bara jarðað
í bakgarðinum?
Nei, það er nú ekki svo að fólki
sé bara holað niður hvar sem er,
enda gera landslög ekki ráð fyrir
því. Húmanistar, trúleysingjar,
efahyggjufólk, fólk utan trúfélaga
og trúað fólk sem af einhverjum
ástæðum óskar eftir veraldlegri
athöfn, er jarðað á nokkurn veginn
sama hátt og aðrir hópar samfélags-
ins. Oftast í kirkjugörðum, eða þá
að ösku er dreift með sérstöku leyfi
yfirvalda. Í sumum kirkjugörðum
er hafður óvígður reitur, en fyrir
marga skiptir ekki máli hvort full-
trúar einhverra trúfélaga hafa lagt
blessun sína yfir svæðið, og kjósa
sér því hvílustað nálægt fjölskyldu
sinni, eða á öðrum fallegum stað í
grafreitnum. Annað mál er þó með
athöfnina sjálfa, því að yfirvöld
hafa ekki staðið sig við að bjóða upp
á trúarlega hlutlaus athafnarými.
Húsnæði Þjóðkirkjunnar stendur
aðeins meðlimum Þjóðkirkjunnar
til boða, samkvæmt samþykktum
um innri málefni þjóðkirkjunnar,
en kirkjur virðist þó mega leigja út
sem tónleikastað eða til annarra
listrænna gjörninga. Það athafna-
rými sem reist er fyrir kirkjugarðs-
gjöld almennings, eins og til að
mynda kapellan og kirkjan í Foss-
voginum í Reykjavík og kapellan
á Akureyri, eru öllum aðgengileg,
óháð trúfélagsaðild. Aðstandendur
geta nýtt sér þessi rými, enda fallegt
húsnæði sem ekki þarf að greiða
fyrir og er sérhannað til útfara og
annarra athafna. Sumum þykir þó
óþægilegt að ekki sé hægt að skipta
út trúarlegum táknum í Fossvog-
inum og kjósa frekar rými sem eru
algjörlega trúarlega hlutlaus. Fal-
legir salir á borð við Iðnó og Hann-
esarholt hafa höfðað til margra,
auk félagsheimila um allt land eða
þeirra salarkynna sem höfðu sér-
staka merkingu í huga hins látna.
Það er því ljóst að ekki þarf að
óttast útfaraóreiðu þó breytingar
verði á Þjóðkirkjuskipan eða sam-
skiptum ríkis við trú- og lífsskoðun-
arfélög. Hver og einn getur valið það
sem hentar og úrvalið er þó nokkuð.
Það er víst að eitt hentar ekki öllum
og þegar öllu er á botninn hvolft er
mikilvægt að hafa val.
Fólk getur bara urðað ástvini sína úti í garði…
Inga Auðbjörg
K. Straumland
formaður
Siðmenntar -
félags siðrænna
húmanista á
Íslandi
Mér þykir hins vegar leiðin-
legt að heyra að fólk óttist
það að þurfa að dysja sína
nánustu undir hekkinu
heima, og mér er því ljúft
og skylt að tilkynna: Svo er
ekki.
Hrafnhildur
Eymundsdóttir
formaður félags
Lýðheilsufræð-
inga
Það er fengur að því þegar reynsluboltar úr veitubrans-anum deila með okkur sögum
og sýn á þá undirstöðu borgarsam-
félagsins sem veitureksturinn er.
Þannig var það hér í blaðinu á þriðju-
daginn þegar Árni Gunnarsson, fyrr-
verandi yfirverkfræðingur Hitaveit-
unnar, stakk niður penna í tilefni af
því að viðbragðsáætlun Veitna var
virkjuð nú á dögunum þegar útlit
var fyrir mesta kuldakast í tæpan
áratug. Þetta vakti spurningar hjá
Árna sem hér er leitast við að svara.
Þó er rétt að nefna áður nokkur
atriði sem hafa breyst frá heita-
vatnskreppunum í Reykjavík fyrir
um aldarþriðjungi:
Fyrst er að nefna að upplýsinga-
f læði til íbúa hefur verið stóraukið.
Baslið í gamla daga sem Árni lýsir
hefur líklega að mestu farið fram
án vitneskju borgarbúa um þau
afrek sem unnin voru í rekstri hita-
veitunnar á bak við tjöldin. Þegar
þau dugðu ekki lengur til kom
staðan fólki ef til vill frekar í opna
skjöldu.
Heitavatnsnotk un á höf uð-
borgarsvæðinu hefur nánast tvö-
faldast frá árinu 1990. Til að tryggja
af hendingaröryggi horfum við nú
til fjölbreyttari uppsprettu vatns-
ins og erum þess vegna farin að
horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn
einkum fyrir sunnanvert höfuð-
borgarsvæðið. Það dregur hvort
tveggja úr líkum á vatnsskorti eða
að dreifikerfið hafi ekki undan.
Takmarkanir í hitaveitunni geta
nefnilega, í dag eins og þá, verið
vegna af kasta í framleiðslu eða
staðbundinna f löskuhálsa í dreifi-
kerfunum.
Við getum enn aukið heitavatns-
vinnsluna á Hengilssvæðinu. Það
eru þó dýr mannvirki, varmastöðv-
arnar í virkjununum, og að byggja
þær áður en þörf er á þeim er enn
dýrara. Við þurfum að fara næstum
hálfa öld aftur í tímann, aftur í
olíukreppuna upp úr 1970, þegar
uppbygging hitaveitu í nágranna-
sveitarfélögum Reykjavíkur var á
fullu, til að sjá viðlíka aukningu á
heitavatnsnotkun og við höfum
séð nú í ár. Sennilegasta ástæðan
er breytt notkun okkar á húsnæði
í faraldrinum. Þetta hefur hugsan-
lega líka þýtt það að aukningin í
kuldakastinu á dögunum var ekki
eins mikil og við óttuðumst.
Þá að númeruðum spurningum
Árna.
1. Endurbætur á holunni við Bol-
holt töfðust. Talið var óhætt
að ráðast í þær þar sem varma-
stöð Hellisheiðarvirkjunar er
nýstækkuð.
2. Já. Þrjár lághitaholur af 53 eru
ekki í rekstri sem stendur. Það
er eðlilegt hlutfall.
3. Kyndistöðvarnar við Elliðaár,
Toppstöðin, og við Bæjarháls,
hafa báðar verið lagðar af. Þær
eru tákn eldri tíma og nú getum
við á móti hækkað hitastig
vatnsins sem framleitt er í Hellis-
heiðarvirkjun. Það er ekki í takti
við umhverfisstefnu Veitna að
kynda með olíu.
4. Nýr miðlunargeymir í Öskjuhlíð,
í stað þeirra tveggja sem hýsa nú
náttúrusýningu, er kominn á
skipulag.
5. Það þarf að reglulega að hreinsa
útfellingar í Nesjavallaæð til að
tryggja f lutningsgetu hennar.
Næsta hreinsun er áformuð
2022.
Hitaveita Veitna á höfuðborgar-
svæðinu er ekki í „ótrúlega slæmri
stöðu“ eins og Árni heldur fram.
Hún hefur, enn sem komið er,
reynst í stakk búin að takast á við
örasta vöxt í heitavatnsnotkun
sem við höfum séð í næstum hálfa
öld. Sá vöxtur var í engum takti
við uppbyggingu nýs húsnæðis
eða tengingu nýrra bæjarhluta við
veituna eins og í olíukreppunni
forðum. Ráðstafanir sem gripið
hefur verið til á síðustu misserum
á borð við stækkun varmastöðv-
arinnar á Hellisheiði, aukningu á
f lutningsgetu með öf lugri dælum,
sverun á lögnum og hvíld lághita-
svæðanna yfir sumartímann hafa
gert okkur kleift að mæta þessum
fordæmalausu tímum. Veturinn er
enn ungur en við erum líka enn að
finna leiðir til að treysta rekstur-
inn enn frekar, rétt eins og Árni og
félagar hans á síðustu öld.
Kuldaboli kvaddur
Guðmundur Óli
Gunnarsson
starfandi for-
stöðumaður
hitaveitu Veitna
Félagslegur stuðningur
hefur áhrif á vellíðan okkar
og andlega heilsu.
Veturinn er enn ungur en
við erum líka enn að finna
leiðir til að treysta rekstur-
inn enn frekar, rétt eins
og Árni og félagar hans á
síðustu öld.
1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð