Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 26
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Er nafnið Dór ættarnafn?Já, við Friðrik Dór erum bræður! Nei, nei, grín. Ég er hálfpartinn skírður í höfuðið á báðum foreldrum mínum. Pabbi minn heitir Hannes Arnar og mamma mín Halldóra. Dór-nafnið kemur sumsé frá mömmu. Hver er fyrsta minningin um að hafa verið fínn og f lottur í tauinu? Mamma mín átti tískuvöru- verslunina Kóda í Keflavík og fékk oft mig og systkini mín í aug- Sat fyrir á tískumyndum tólf ára Keflvíski söngvarinn Arnar Dór Hannesson er rafvirkjameistari og tveggja unglinga faðir. Hann er mikið jólabarn, hefur margoft farið í jólaköttinn og sendi frá sér jólalagið Desember á dögunum. lýsingar. Ætli ég hafi þá ekki verið tólf ára gamall. Hugsarðu mikið um tísku og það hverju þú klæðist? Nei, svo sem ekki dagsdaglega, en ég vil klárlega alltaf vera snyrti- legur og hreinn til fara. Finnst þér gaman að klæða þig upp á? Já, þegar ég kem fram og syng fyrir áhorfendur pæli ég aðeins í því hverju ég er, og finnst mjög gaman að vera í f lottum fötum á sviðinu. Hver er uppáhaldsf líkin þín? Ætli það sé ekki dúnúlpan mín frá 66°Norður. Ég er búin að eiga hana í mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu. Áttu eitthvað í fórum þínum sem þér er hjartfólgið og tengist tísku? Já, ég fékk fallegt hálsmen, leðuról með silfurkrossi, í gjöf frá Heiðu, systur minni, stuttu áður en hún veiktist. Hvar kaupirðu fötin? Á hinum ýmsu stöðum og læt svo oftast klæðskera sníða þau að mér eða breyta, til að þau séu pínu svona sérstök. Dreymir þig um mjúka pakka frekar en harða, til að fá kannski nýja f lík í jólagjöf? Mér finnst alltaf gaman að fá föt í jólagjöf, en oftast er það bara hún elsku mamma mín sem nær að finna föt sem passa akkúrat á mig. Hvernig klæddur líður þér best? Klárlega í jogging-gallanum heima, en mér líður reyndar líka vel á sviði og þá gefur manni oft aukið sjálfstraust að líta vel út. Áttu flík sem þú ert þekktur fyrir? Já, það þekkja mig margir af ADH-raf vinnufötunum mínum, en það er fyrirtækið mitt. Áttu jólapeysu? Já, við fjölskyldan fórum til Flórída um jólin í fyrra og þá keypti ég alveg svakalega ljóta jólapeysu í Walmart. Við vorum öll í jólapeysum á aðfangadag þar úti og ég á hana til næst þegar maður má fara í almennilegt jólapartí. Hefðurðu einhvern tímann farið í jólaköttinn? Jájá, ég kaupi mér ekkert endi- lega alltaf ný föt um hver jól. Ég kaupi bara föt þegar mig vantar þau. Hvernig kom nýja jólalagið, Desember, til þín? Gunnar Ingi, höfundur lagsins, er Keflvíkingur eins og ég, og við höfum þekkst frá því við vorum ungir. Hann samdi líka lagið Carolyn, sem kom út fyrr á þessu ári, og bað mig að syngja þetta nýja jólalag. Um hvað er lagið? Lagið fjallar um yndislegu stemninguna sem myndast í desember og í kring um jólahátíð- ina. Þetta lag kemur manni svo sannarlega í jólaskap. Hvaðan kemur söngurinn? Afi minn, Ragnar Jónasson, og systir hans, Inga Jónasar, voru mikið í söng og tónlist, og fjöl- skyldan hefur í kjölfarið alltaf sungið mjög mikið við öll manna- mót. Þannig að ég ólst upp við mikinn söng. Ég uppgötvaði samt ekki sjálfur fyrr en ég varð um átján ára að ég sjálfur gæti sungið. Hafði það áhrif á líf þitt að lenda í 2. sæti í The Voice 2018? Það var virkilega gaman að taka þátt í The Voice á sínum tíma. Ég kynntist svo frábæru fólki, öðlaðist dýrmæta reynslu og ekki skemmdi fyrir að lenda í 2. sæti. Það breytti lífi mínu að því leyti að ég nýtti tækifærið sem spark í rass- inn til að gefa meira út og halda fleiri tónleika. Er desember og jólin í dálæti hjá þér? Já, ég er einstaklega mikið jólabarn. Uppáhaldið mitt er að vakna á jóladagsmorgun, því það er hefð í minni fjölskyldu að hitt- ast öll á náttfötunum heima hjá mömmu og pabba, við systkinin með börnin okkar, og borða jóla- kökur og drekka heitt súkkulaði. Svo um kvöldið er yndislegt að fara til tengdó og borða hangikjöt með fjölskyldu Ölmu, konunnar minnar. Þetta verður óhjákvæmi- lega með aðeins öðru sniði í ár, en maður leysir það bara. Hvernig verða jólafötin í ár? Líklega bara náttbuxur og stuttermabolur. Þetta verða kósí- heima-jól í ár. Arnar Dór er fínn í tauinu og syngur Desember. MYND/JÓNATAN GRÉTARSSON LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Undirkjólar, leggings, sokkabuxur og góðir skór eru líka nauðsynjavara á jólunum 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.