Fréttablaðið - 17.12.2020, Page 38

Fréttablaðið - 17.12.2020, Page 38
Búðinni hefur verið tek ið mjög vel og f jölskylda okkar og vinir hafa staðið við bakið á okkur,“ segir Erla Berglind Antonsdóttir sem nýlega hóf verslunarrekstur í húsi númer 34 við Hafnarbraut á Höfn, ásamt manni sínum Sigur- birni Árnasyni, eins og Eystra- horn greinir frá. Búðin heitir Berg Spor og selur fatnað og skó. Það er Erla Berglind sem stendur vaktina í Berg Spor. Þegar ég hringi í hana um ell- efuleytið kveðst hún vera að opna búðina þann daginn en hún mæti samt klukkan átta. Það kemur í ljós að hún er með saumavél á staðnum og vinnur við merkingar í henni, fyrir fólk um allt land. „Ég er að merkja fatnað, rúm- föt, handklæði, töskur, húfur og svuntur svo eitthvað sé nefnt. Hef verið með vélina heima síðustu sex árin og það er viss léttir að komast með hana út af heimilinu.“ Spurð hvort búðin sé ekki bylting fyrir íbúa á svæðinu, þar sem engin alvöru fatabúð hefur verið á Höfn síðustu misserin, svarar Erla Berglind hógvær. „Jú, en fólkið hér hefur nú samt ekki gengið nakið enda var verslun með vandaðan fatnað í þessu húsi þar til í fyrrasumar, hún var í daglegu tali kölluð Dóru- búð. Það brá samt mörgum við þegar hún lokaði. Við verðum alltaf að klæðast.“ Erla Berglind kveðst hafa unnið í Dórubúð í nokkur ár og því vera ágætlega kunnug aðstæðum. Hún segir eigendur þeirrar verslunar, Halldóru Ing- ólfsdóttur og Einar Karlsson, meðal þeirra sem hafi stutt vel við hina nýju starfsemi í hús- næðinu. „Þau hafa verið okkur hjálpleg.“ Í Berg Spor verslar Erla Bergl- ind með alhliða klæðnað og skó, að eigin sögn. Þó segir hún úrval af sparifatnaði tak markað, áherslan sé meiri á íþrótta- og útivistarföt og einnig kveðst hún vera með garn og lopa. „Svo er Handraðinn, sem selur handunnar vörur heimafólks, líka f luttur í plássið til mín, auk þess sem veitingastaðurinn ÚPS var opnaður í þessu húsi í haust, svo það er heilmikið líf hérna.“ gun@frettabladid.is Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Elsa Breiðfjörð Jöldugróf 4, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Landspítalanum, miðvikudaginn 9. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju, föstudaginn 18. desember klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður beint frá athöfninni á slóðinni www.sonik.is/anna Ámundi Friðriksson Friðrik Ámundason Hrafnhildur Harpa Skúladóttir Agnar Þór Ámundason Agnes Ámundadóttir barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Halldórs Þórs Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Greta Baldursdóttir Eva Halldórsdóttir Björgvin Ingi Ólafsson Arnar Halldórsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helena Bjargey Sigtryggsdóttir Hull, Englandi, lést 26. október sl. á Hull Royal Infirmary Hospital. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 18. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna geta aðeins nánustu aðstandendur verið viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni youtube. com/watch?v=FEaUDuHNKKM&feature=youtu.be Hlekkinn má einnig nálgast á mbl.is/andlat/minningar/ utfarastreymi/ Baldvin Gíslason Gísli Baldvinsson Ragnheiður Ævarsdóttir Helena Líndal Baldvinsdóttir Björn Guðmundsson Hlynur Baldvinsson barnabörn og langömmubarn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Maríu Steinunnar Gísladóttur frá Skáleyjum, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks HERU líknarþjónustu og starfsfólks Eirhamra, fyrir umönnun og hlýtt viðmót. Leifur Kr. Jóhannesson Jóhanna Rún Leifsdóttir Kristján Á. Bjartmars Sigurborg Leifsdóttir Hörður Karlsson Heiðrún Leifsdóttir Lárentsínus Ágústsson Eysteinn Leifsson Guðleif B. Leifsdóttir Jófríður Leifsdóttir Ingimundur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Verðum alltaf að klæðast Engin fatabúð hefur verið á Hornafirði síðustu misseri en nýlega varð breyting á því þegar verslunin Berg Spor var opnuð. Þar ræður Erla Berglind Antonsdóttir ríkjum. Erla Berglind verslar með alhliða klæðnað og skó. Elsku hjartans frænka okkar, Guðrún S. Kristjánsdóttir frá Eskifirði, lést mánudaginn 7. desember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 21. desember kl. 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Þeim sem vilja minnast Guðrúnar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Vala Ólafsdóttir Jenný B. Ingólfsdóttir Jóhanna Eiríksdóttir Svavar Kristinsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför föður okkar tengdaföður, afa og langafa, Þrastar H. Elíassonar sendibílstjóra, Melabraut 46, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks 2.h. suður á Eir, sem kom að umönnun föður okkar. Lilja Þrastardóttir Skúli Þorsteinsson Helgi Leifur Þrastarson Guðrún R. Maríusdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Auður Magnea Jónsdóttir Austurbyggð 17, Akureyri, lést 10. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 21. desember kl. 13.30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar útsendingar. Anna Lúthersdóttir Guðný Pálsdóttir Þórunn Pálsdóttir Páll Sigurðsson Unnur Björk Pálsdóttir Jakob Jónasson Magnús Pálsson Lára M. Sigurðardóttir og fjölskyldur. Okkar innilegustu þakkir fyrir allar samúðarkveðjurnar og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, tengdadóttur, systur og mágkonu, Helgu Ingólfsdóttur byggingariðnfræðings og tækniteiknara, Strýtuseli 3, Reykjavík. Arnar Guðmundsson Þorri Arnarsson Marín Líf Gautadóttir Óðinn Arnarsson Hildur Helgadóttir Guðlaug Birna Hafsteinsdóttir Steinn Halldórsson Ingólfur Helgi Matthíasson Sóley Birgisdóttir Guðmundur Jóhannesson Bergljót Helga Jósepsdóttir Jóhanna Steinsdóttir Þorkell Guðmundsson Halldór Steinsson Camilla Mortensen Hafsteinn Steinsson Elín K. Linnet Heiða Rún Steinsdóttir Hugrún Ósk Bjarnadóttir Rut Ingólfsdóttir Gísli Már Ágústsson Máni Ingólfsson Gerða Arndal Hrói Ingólfsson Elsku hjartans móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Valgerður Einarsdóttir (Gæja) lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Hrafnistu Reykjavík þann 9. desember. Útför fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 18. desember kl. 11. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu verða aðeins þeir nánustu viðstaddir, en streymt verður frá athöfninni á facebook.com/groups/1084822608626551 (Jarðarför Valgerðar Einarsdóttur) eða á mbl.is/andlat Bára Jensdóttir Einar Valdimar Arnarsson Helen Everett Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir Jón Sigurðsson Soffía Helga Magnúsdóttir Sigurður Stefánsson Gunnfríður Magnúsdóttir Sophus Magnússon Sigríður Rósa Magnúsdóttir Richard Hansen Örn Guðmundsson Hafdís Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.