Fréttablaðið - 17.12.2020, Síða 44

Fréttablaðið - 17.12.2020, Síða 44
Hjarta Íslands – Frá Eldey t i l Ey ja-fjarðar er veglegt rit um gersemar nátt ú r u Íslands frá Reykjanesi, um Vestfirði og til Norðurlands. Gunn- steinn Ólafsson ritar textann og Páll Stefánsson myndaði. Þetta er ekki í fyrsta sinn þeir vinna saman því fyrir tveimur árum gáfu þeir út bókina Hjarta Íslands – Perlur hálendisins. „Í kjölfar þeirrar bókar var ákveð- ið að skrifa bók um landsvæði og náttúruperlur utan hálendisins. Ég vann textann en svo kom í ljós að efnið var svo viðamikið að ákveðið var að skipta því tvennt. Frá Eldey til Eyjafjarðar kemur því út núna og á næsta ári er væntanleg bók sem byrjar á Eyjafirði og endar á Þing- völlum,“ segir Gunnsteinn. Í líki leiðsögumanns Um bók þeirra Páls, Hjarta Íslands – Frá Eldey til Eyjafjarðar, segir Gunnsteinn: „Ég bregð mér í líki leiðsögumanns og segi frá náttúru og sögu, einnig þjóðtrú, menn- ingu og gönguleiðum. Þegar lagt er í svona vegferð kemur í ljós að maður hefur ekki grænan grun um ýmislegt eins og til dæmis um sögu Breiðafjarðareyja. Ég komst að raun um að Breiðafjarðareyjar eru á við heila heimsálfu, því saga þeirra er svo mögnuð. Stéttaskipt- ing var gríðarleg sem bitnaði mest á konum. Staða þeirra í eyjunum á 19. og fram á 20. öld var satt að segja hræðileg. Þær voru ekki hærra skrifaðar en skepnurnar á bænum. Margar réðu sig heldur til sjóróðra en til heimilisstarfa og urðu jafnvel formenn á bátum sínum. Þetta var besta leið stúlkna til þess að afla sér mannvirðinga í eyjasamfélaginu – eða giftast stórbændum. Ekki hefur mikið verið fjallað um þennan þátt í sögu þjóðarinnar, það er eins og þessi kafli sé nánast gleymdur. Við segjum einnig frá svæðum þar sem búseta lagðist af fyrir löngu, eins og á Hornströndum, í Jökul- fjörðum og nyrst á Ströndum. Þar er einnig frá mörgu að segja. Sam- kvæmt Landnámu voru þessi ystu annes Vestfjarðakjálkans eftir- sóknarverð til búsetu en nú býr þar enginn lengur. Náttúran er hins vegar stórkostleg og þangað sækja ferðamenn á sumrin.“ Síbreytileg náttúra Gunnsteinn segir samvinnuna við Pál hafa verið skemmtilega. „Ég vann mikla heimildavinnu á meðan ég skrifaði textann. Hann tók myndir og var að allt árið. Það reynir svo mest á samvinnuna þegar kemur að því að setja efnið saman og samræma.“ Spurður hvað geri svæðið sem til umfjöllunar er í bókinni svo spenn- andi fyrir ljósmyndara segir Páll: „Það sem er spennandi fyrir ljós- myndara er hvað íslensk náttúra er síbreytileg og fjölbreytt. Hún kemur manni alltaf jafn mikið á óvart. Þótt ég hafi farið ótal ferðir á tæplega 40 ára ferli sem ljósmyndari þá finnst mér ég vera rétt að byrja. Mér finnst það sýna sig í myndum og texta að við Gunnsteinn erum að taka þver- skurð af hringnum í kringum þetta litla lýðveldi okkar. Galdurinn við að taka myndir í bók eins og þessa er að sýna allar árstíðir. Ég fer ekki bara einn góðan hring einn sólbjartan sumardag til að mynda. Það er ótrúlega ólíkt að koma á sama stað í byrjun janúar eða í júlí. Mitt upplegg er að reyna að sý na f jölbreytileikann og síbreytileikann í landinu. Svona verkefni er alltaf með manni í farteskinu hvort sem maður er að fara að mynda sérstaklega fyrir bókina eða ekki. Galdurinn við Hjarta Íslands finnst mér vera sá að það sést að hún varð ekki til í sprett- hlaupi, svona bók er langhlaup.“ Ekki spretthlaup heldur langhlaup Hjarta Íslands – Frá Eldey til Eyjafjarðar er bók um gersemar náttúru Íslands. Gunn- steinn Ólafsson skrifaði textann og Páll Stefánsson myndaði síbreytilega náttúru. Mikill fjöldi ljósmynda er í bókinni og sýna allar árstíðir. Þessi mynd Páls Stefánssonar er af Rauðasandi. MYND/PÁLL STEFÁNSSON Páll Stefánsson og Gunnsteinn lögðu saman í veglega bók. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is FRÁ ELDEY TIL EYJAFJARÐAR KEMUR ÞVÍ ÚT NÚNA OG Á NÆSTA ÁRI ER VÆNTANLEG BÓK SEM BYRJAR Á EYJAFIRÐI OG ENDAR Á ÞINGVÖLLUM. Gunnsteinn Unnu r Bir na K arlsdóttir e r s í ð a s t i f y r i r l e s a r i f y rirlestra raðar R IK K á haustmisseri 2020 og nefnist fyrir- lestur hennar „Konan sem kannaði leyndardóma jöklanna. Dr. Emmy Todtmann og rannsóknir hennar á Íslandi“. Fyrirlesturinn er raf- rænn og hægt er að horfa á hann á heimasíðu RIKK, Youtube-rás Hug- vísindasviðs og Facebook. Rannsókn Unnar Birnu beinist að heimildum um ferðir vísinda- konu að nafni Emmy Mercedes Todtmann. Hún stundaði rann- sóknir á skriði jökla á Íslandi, sunnan og norðan Vatnajökuls, á tímabilinu frá fjórða til sjötta ára- tugar 20. aldar. Hlé varð á komum hennar til Íslands á árum seinni heimsstyrjaldarinnar en svo kom hún aftur og dvaldi við rætur skrið- jökla Vatnajökuls að rannsóknum sínum. Markmiðið er að rýna í hvort og þá hvernig rannsóknir hennar og skrif, bæði hennar eigin um ferðir sínar og annarra um þær, endurspegla viðhorf til nátt- úrufarsbreytinga og sambúðar manns og náttúru, enda eru rann- sóknir hennar undanfari að sam- tímarannsóknum á hegðun og hopi jökla hér á landi. Þær hafa því skírskotun í umræðu samtímans um loftslagsbreytingar af manna- völdum. Dr. Todtmann vann að rannsóknum sínum á tímum þegar óvanalegt þótti að konur stund- uðu slíkt, hvað þá lengst inni á íslenskum öræfum. Litið verður til þess hvort einhver og þá hvaða við- horf birtust hér á landi til hennar í þessu sambandi. Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2020 er tileinkuð femínískri sýn á loftslagsvandann. Konan og jöklarnir Unnur Birna segir frá merkri konu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Á laugardaginn, 19. desem-ber, verður ljóða- og smá-sagnaveisla við Laugaveg 5 í samstarfi við Reykjavík bók- menntaborg UNESCO. Ljóðskáld og smásagnahöfundar lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum og spjalla á léttu nótunum. Hægt verð- ur að kaupa ljóðabækur og smá- sagnasöfn höfundanna á staðnum. n 12.00 María Ramos – Havana n 13.00 Kristján Hrafn Guðmunds- son – Þrír skilnaðir og jarðarför n 14.00 Halla Þórlaug Óskarsdóttir – Þagnarbindindi n 15.00 Kristín Svava Tómasdóttir – Hetjusögur Viðburðinum verður streymt á netinu auk þess sem hljóðið verður spilað út á Laugaveginn fyrir gesti og gangandi. Ljóða og sagnaveisla Kristín Svava Tómasdóttir. 1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.