Fréttablaðið - 17.12.2020, Page 46

Fréttablaðið - 17.12.2020, Page 46
ÞEGAR ÉG HLUSTA Á SUM VERK HANS FINNST MÉR EINS OG VERIÐ SÉ AÐ SEGJA MÉR EINHVER DJÚP SANNINDI UM MANNINN OG LÍFIÐ. Um þessar mundir eru 250 ár síðan Beethoven fæddist. Af því tilefni hefur Árni Heimir Ingólfs­son unnið einkar vandaða þáttaröð sem er að finna á Rás 1. Hún er frábær. Þar er alls konar fróðleikur um meistarann, með gnægð tóndæma, stundum um verk sem maður hefur aldrei heyrt. Árni Heimir er einstaklega vel máli farinn, hann segir skemmtilega frá, frásögn hans er lifandi og litrík. Skapanornirnar voru óvægnar við Beethoven. Hann þurfti að bera þyngri byrðar en f lestir, því heyrnarleysi gerði að verkum að hann var nánast útlægur úr mann­ legu samfélagi. Síðustu tíu ár ævi sinnar lifði hann að mestu í algerri þögn og það eina sem hann heyrði voru eigin verk sem ómuðu stöðugt í höfði hans. Næstum því Mozart Áður en sjúkdómurinn gerði vart við sig var Beethoven einn færasti píanóleikari samtíðar sinnar. Strax í bernsku var ljóst að hann var enginn venjulegur píanónemandi. Hæfileikar hans stigu föður hans mjög til höfuðs. Hann var drykk­ felldur og raupsamur tónlistar­ maður, sem aldrei hafði náð langt í list sinni. Hann var því bláfátækur og hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar bera fór á snilli sonar hans. Yrði hann kannski annar Mozart? Það varð aldrei. Mozart var frík sem hafði samið sinfóníu barn að aldri, og það afrek gat Beethoven litli ekki leikið eftir. Ekki einu sinni þótt pabbi hans kæmi stundum full­ ur heim um miðja nótt og heimtaði að hann færi þá á fætur til að æfa sig. Þjáningin skapaði eldmóð Þetta hörmungarástand á heimilinu gerði að verkum að lífið hjá Beet­ hoven var enginn dans á rósum. Hann skildi fljótt að þjáningin var órjúfanlegur hluti lífsins, en þessi djúpa innsýn lamaði hann ekki, heldur gerði hann staðráðinn í að sigrast á öllum erfiðleikum. Eldmóð­ urinn kom fram í listsköpun hans og er einkennandi fyrir alla hans tón­ list. Þessi innri styrkur bjó hann líka undir þær raunir sem hann átti eftir að glíma við síðar á lífsleiðinni. Þegar Beethoven var 21 árs hélt hann til Vínarborgar, sem þá var eins konar höfuðborg tónlistarheimsins. Hann trúði á mátt sinn og megin, enda lá heimurinn að fótum hans. Hamingjutíminn varði þó ekki lengi, því heyrnarleysið sem hrjáði hann gerði fyrst vart við sig um fimm árum síðar. Greip örlögin kverkataki Ekki er vitað um ástæður heyrnar­ leysisins, en hverjar sem þær voru var Beethoven ekki á því að gefast upp. „Ég skal grípa örlögin kverka­ taki,“ sagði hann í bréfi til vinar síns. Hann fór nú að þjálfa sig í að semja tónlist, og jafnframt heyra hana í huganum eins fullkomlega og auðið var. Með því að nota sín innri eyru þegar tónsmíðar væru annars vegar myndi heyrnin ekki skipta hann neinu máli. En örvæntingin greip hann þegar hann fann að hann átti í stöðugt meiri erfiðleik­ um með mannleg samskipti og að hann var að einangrast í einmana­ legum heimi þagnarinnar. Innri átök, síðar innri friður Er hér var komið sögu fór tón­ sköpun Beethovens að miklu leyti að snúast um innri átök; örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn í kringum hann. Síðar öðlaðist hann innri frið og í verk­ unum sem hann samdi þá alveg heyrnarlaus er að finna nýja lífssýn og uppgjör við fortíðina. Margar af þessum tónsmíðum eru hans bestu, eins og fjórar síðustu píanó­ sónöturnar, níunda sinfónían og strengjakvartettarnir ópus 127 og upp úr. Beethoven var ekki hamingju­ samur maður, en hæfileikar hans, menntun og lífsreynsla sameinað­ ist í að gefa heiminum tónlist sem er engri lík. Þegar ég hlusta á sum verk hans finnst mér eins og verið sé að segja mér einhver djúp sann­ indi um manninn og lífið, jafnvel Guð sjálfan; þeir eru ekki margir tónsmiðirnir sem ná að skapa slík listaverk. Jónas Sen Beethoven var í beinu sambandi 250 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins Ludwigs van Beethoven. Jónas Sen minnist snillingsins óhamingjusama sem gaf heiminum tónlist sem er engri annarri lík. Beethoven. Heyrnarleysi hrjáði þennan mikla snilling. MYND/WIKIPEDIA Beethoven fylgt til grafar. Vatnslitamynd eftir F. X. Stoeber. BÆKUR Blóðberg Þóra Karítas Árnadóttir Útgefandi: JPV útgáfa Fjöldi síðna: 174 Stór idómu r var samþyk k t um siðferðismál sem varð að lögum á Íslandi árið 1565 en tilgangur hans var að koma bönd­ um á siðferði Íslendinga og einkum koma í veg fyrir sifjaspell. Þannig féllu hörðustu dómarnir yfir þeim sem grunur lék á að hefðu eignast börn með skyldmennum og er talið að um 50 Íslendingar, 25 karlar og 25 konur, hafi verið líf látin af þessum sökum. Karlar voru háls­ höggnir en konum drekkt, ýmist í bæjarlæknum eða á Þingvöllum og það er í sögu fyrstu konunnar sem hlaut þau örlög að vera drekkt í Drekkingarhyl sem Þóra Karítas Árnadóttir sækir efnivið í Blóð­ berg. Þórdís Halldórsdóttir er fríð og efnileg stúlka, stórættuð og list­ ræn, læs og vel að sér. Hún er send í vist til systur sinnar og mágs og út frá því spinnst saga hennar sem er um margt merkileg og óvenjuleg, hún sver eið að meydómi sínum en fæðir þó barn fimm mánuðum síðar og vegna þess sem best má lýsa sem kerfiskergju sem er knúin áfram af pólitískum f léttum er hún svo líf látin tíu árum síðar. Þóra Karítas velur að segja þessa sögu í endurliti út frá sjónarhóli Þórdísar. Sagan hefst á endalok­ unum og þaðan er hún rakin frá því hún hitti mág sinn fyrst. Orð­ færi er eins og hægt væri að ímynda sér að stúlka á þessum tíma hefði talað og tjáð sig og greinilegt að höfundur hefur lagt í mikla rann­ sóknar vinnu um sögutímann, matseld, fatnað og staðhætti til að draga upp söguheiminn á sem sannferðugastan hátt. Og það tekst af bragðsvel til. Bókin er grípandi, saga Þórdísar og persóna trúverðug og fram­ vindan spennandi og hrollvekj­ andi í senn. Vitnað er til samtíma­ atburða sögunnar svo sem aftaka annarra kvenna í svipaðri stöðu, galdrabrenna og Baskavíganna til að minna á það andrúmsloft grimmdar og hörku sem ríkti í tíðarandanum. Persóna Þórdísar er dregin einföldum en skýrum dráttum: hún er greind, lærdóms­ þyrst og réttsýn, aðrar persónur eru kunnuglegar, þannig minnir mágurinn, Tómas Böðvarsson, nokkuð á Natan Ketilsson og þekktar samtímapersónur eins og Guðbrandur Hólabiskup koma einnig við sögu. Bókin dregur líka upp skýra mynd af stöðu kvenna á sögutím­ anum, jafnvel heldri konur mega sín lítils, þær eru beittar rangind­ um og of beldi og eru upp á náð og miskunn karlanna í kringum sig komnar að f lestu leyti. Blóðberg er vel skrifuð og áhrifa­ mikil bók um áhugaverðan tíma í Íslandssögunni en ekki síður áhugaverð saga konu sem var bæði ódæmigerð og dæmigerð fyrir þann tíma sem hún lifði. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð og áhrifamikil söguleg skáldsaga. Stóridómur og stúlka Á skírnardegi Beethovens, í kvöld, f immtudaginn 17. desem ber, klukkan 20.00 býður Menntaskóli í tónlist til tón­ leika sem streymt verður á þessari slóð: https://youtu.be/SLJOeIOf sA Nú í ár eru 250 ár frá fæðingu Beethovens og hafa nemendur og kennarar Menntaskóla í tónlist lagt sérstaka rækt við tónlist hans á þessu ári. Á tónleikunum verða meðal annars leikin píanótríó, sönglög, blásaraoktett, fiðlusónata og píanósónötur eftir Ludwig van Beethoven. Til heiðurs Beethoven Ludwig van Beethoven. Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafs­son er í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson, Vetrarmein eftir Ragnar Jónasson í öðru, Þagnar­ múr eftir Arnald Indriðason í þriðja og Bráðin eftir Yrsu Sig­ urðardóttur í fjórða sæti. Gata mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur er í fimmta sæti. Listinn er byggður á sölu í verslunum Pennans Eymundsson dagana 9.­15. desember. Á bóksölulistan­ um er Snerting eftir Ólafur Jóhann í því fyrsta, Þagnar­ múr Arnaldar í öðru og Bráðin eftir Yrsu í þriðja. Vetrarmein eftir Ragnar er í fjórða sæti og Syngdu með Láru og Ljónsa eftir Birg­ ittu Haukdal er í fimmta sæti. Listinn byggir á sölu 7.–13. desember. Snerting eftir Ólaf Jóhann er greinilega að slá í gegn hjá lesendum og einn­ ig hjá bóksölum sem völdu hana skáld­ verk ársins í kosn­ ingu sín á milli. Snerting slær í gegn 1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.