Fréttablaðið - 18.12.2020, Side 4

Fréttablaðið - 18.12.2020, Side 4
FAN G E L S I S M ÁL Dómsmálaráð- herra hefur afturkallað úrskurð um öryggisvistun fanga sem kveðinn var upp í ráðuneytinu 5. ágúst síð- astliðinn. Erindi þess efnis var sent til lögmanns fangans 4. desember, fjórum mánuðum eftir að hann var kveðinn upp. Með úrskurðinum sem nú hefur verið afturkallaður, staðfesti ráðu- neytið ákvörðun forstöðumannsins á Litla-Hrauni, frá 10. júlí síðastliðn- um um vistun fanga á öryggisgangi í þrjá mánuði. Lögmaður fangans kærði ákvörðun forstöðumannsins til ráðuneytisins, en í kvörtun hans kom fram að hann væri vistaður einn á öryggisgangi og því í raun og veru í einangrun. Ráðuneytið stað- festi ákvörðun forstöðumannsins 25 dögum síðar. Afstaða, félag fanga, tilkynnti umboðsmanni Alþingis um málið á grundvelli svokallaðs OPCAT-eftir- lits sem umboðsmaður hefur með stofnunum sem vista frelsissvipt fólk. Umboðsmaður sendi erindi til ráðuneytisins 28. ágúst og óskaði upplýsinga um hvort ráðuneytið hefði kannað hvernig skilyrðum evrópsku fangelsisreglnanna um lág mark s mannleg samsk ipti fanga sem aðskilin er frá öðrum, hefði verið framfylgt. Enn fremur óskaði umboðsmaður upplýsinga um hvort mat læknis á mögulegum áhrifum öryggisvistunar fyrir fang- ann hafi legið fyrir þegar úrskurðað var í máli hans og hvort ráðuneytið hefði að öðru leyti lagt mat á aðbún- að og aðstæður hans. Í svari ráðuneytisins kom fram að þar sem umræddur fangi væri sá eini sem ekki teldist hæfur til að vistast á almennri deild væri óhjá- kvæmilegt að „hann fari á mis við samskipti við aðra fanga“. Geð- heilbrigðisteymi sinni honum auk fangavarða og sálfræðings. Öðrum spurningum umboðsmanns var ekki svarað með fullnægjandi hætti og ítrekaði hann því erindið 20. nóvember og innti ráðuneytið einnig eftir viðhorfum sínum til eigin eftirlitshlutverks með fang- elsismálastofnun. Viku síðar svaraði ráðherra skrif- legri fyrirspurn þingmanns um fyr- irkomulag öryggisvistunar. Ráðu- neytið kanni nú hvort ástæða sé til að setja nánari ákvæði um vistun fanga á öryggisdeild í lög. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir að ráðu- neytið hafi í þrjátíu ár verið með- vitað um að úrskurðarvald fang- elsisyfirvalda um einangrun fanga stangist á við Mannréttindasátt- mála Evrópu. Umboðsmaður hafi upplýst ráðuneytið um þetta í sambærilegu máli fanga árið 1990. Þáverandi ráðherra hafi viðurkennt túlkun umboðsmanns með því að leggja fram frumvarp um kærurétt fanga í því skyni að uppfylla skil- yrði um réttláta málsmeðferð. Nú blasi við að ráðherra þurfi að taka nýja ákvörðun í máli fangans. Þótt hann sé nú laus úr öryggis- vistun þurfi málið að fá lúkningu. Fanginn hafi kært ákvörðun for- stöðumanns og enn eigi eftir að úrskurða um mál hans. „Að forstöðumaður fangelsis geti úrskurðað einstakling í einangrun mánuðum saman, sem löngu er orðið ljóst að eyðileggur fólk, getur bara engan veginn fengið staðist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Dómstólar sem þó hafi úrskurðarvald séu hættir að leggja blessun sína yfir svona langan einangrunartíma. „Að dómsmálaráðuneytið skuli staðfesta svona ákvörðun er svo alvarlegt að Afstaða sá sér ekki fært annað en að tilkynna hugsan- legt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pynding- um og senda erindi til CPT-nefndar Evrópuráðsins. Við munum beita öllum mögu- legum úrræðum sem við höfum til að fá þessari ákvörðun hnekkt.“ adalheidur@frettabladid.is Syngdu með Láru og Ljónsa inniheldur 11 skemmtileg lög í flutningi Birgittu Haukdal. Lögin má bæði spila með og án söngs – og börnin syngja með! GEFÐU GÓÐA GJÖF 1. Barnabækur 7.-13. des. 2020 Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga fram að jólum | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA STJÓRNMÁL Stjórnarf lokkarnir hafa náð sátt í ágreiningi sem ríkt hefur um útfærslu á fæðingarorlofi. Frumvarpið er nú til afgreiðslu í þinginu um að lengja samanlagðan rétt foreldra til fæðingarorlofs í tólf mánuði. Frumvarpið verður tekið til atkvæðagreiðslu í dag. Ágreiningur var milli stjórnar- f lokkanna um sveigjanleikann. Í frumvarpinu var upprunalega gert ráð fyrir að hvort foreldri fyrir sig fengi sex mánuði í orlof en gæti framselt fjórar vikur til hins foreldrisins. Ákveðið hefur verið að rýmka þennan framsalsrétt úr fjórum vikum í sex. Samfylkingin gagnrýnir að í frumvarpinu sé ekki tryggð rétt- arstaða foreldris sem sætt hefur of beldi heldur er færsla réttinda einungis heimil þegar of beldið hefur beinst gegn barninu sjálfu. Helga Vala Helgadóttir, þing- maður Samfylkingarinnar og for- maður velferðarnefndar, telur frumskyldu að standa með þol- endum. „Því skil ég ekki að stjórn- armeirihlutinn sjái sér ekki fært að lögfesta að fæðingarorlofsréttur foreldris sem sætir nálgunarbanni færist til þess foreldris sem mátti sæta of beldi af þess hálfu. Það er vissulega jákvætt þegar foreldri snýr frá of beldishegðun og getur mögulega síðar myndað góð tengsl við barn sitt þrátt fyrir of beldið en hér er annars vegar um að ræða ómálga ungbarn í frumbernsku og foreldri þess sem verður að vernda gegn of beldi sem og tryggja rétt barnsins til umönnunar í fæðing- arorlofi.“ – ab Frumskylda að standa með þolendum Við munum beita öllum mögulegum úrræðum sem við höfum til að fá þessari ákvörðun hnekkt. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar UTANRÍKISM ÁL Guðlaugur Þór Þórða rson ut anr ík isráðher ra hefur beðið um að tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins um landbúnaðarvörur verði endur- skoðaður. Samningurinn var undir- ritaður árið 2015 en síðan þá hefur staðan gjörbreyst og hallar nú mjög á íslenska útflytjendur. „Það er augljóst að það sem lagt var upp með gekk ekki eftir og lítill sveigjanleiki til að mæta því. Við þurfum að ná meiri jöfnuði í þennan samning,“ segir Guðlaugur Þór. Vonast hann til að könnunar- viðræður við Evrópusambandið geti hafist í janúar. Í úttekt utanríkis- og atvinnu- vegaráðuneytanna kemur fram að útflutningstollar fyrir lambakjöt og skyr voru auknir mikið enda voru sóknarfærin talin þar. „Ekki hefur tekist að nýta þessi tækifæri síðan samningurinn tók gildi. Öllu verra er, út frá íslenskum útflutningshags- munum, að ekki er fyrirsjáanlegt að nokkur breyting verði þar á,“ segir í úttektinni. Í dag er staðan sú að nýting útf lytjenda á tollkvótum er lítil eða jafnvel engin eins og í tilfelli svína- og alifuglaræktenda. Toll- kvótar innflytjenda eru hins vegar fullnýttir og innflutningur jafnvel tvö- eða þrefaldur á við kvótana. „Við erum með mjög frjálslynda utanríkisviðskiptastefnu og höfum haft lengi. Um 90 prósent af toll- númerunum okkar eru tollfrjáls samanborið við 26 prósent númera í Evrópusambandinu,“ segir Guð- laugur Þór. „En eins og önnur EFTA- ríki höfum við verið í varnarstöðu þegar kemur að hefðbundnum landbúnaðarvörum. Það er sjálf- sagt að semja um innflutning en þá verðum við að fá eitthvað í staðinn, það er að komast með okkar vörur inn á erlenda markaði.“ Hvað viðskiptaójöfnuð varðar nefnir Guðlaugur Þór til dæmis verslun með sjávarafurðir. Ísland hafi enn aðeins 86 prósent tollfrelsi með sjávarafurðir inn á Evrópu- markað á meðan lönd utan EES- svæðisins eins og Japan og Kanada hafi fullt tollfrelsi með þær. „Ég hef tekið þessi mál oft upp við Evrópu- sambandið og lagt áherslu á að við fáum aukið tollfrelsi fyrir sjávaraf- urðir.“ – khg Nauðsynlegt að leiðrétta ójöfnuð tollasamningsins Guðlaugur Þór Þórðarson, utan- ríkisráðherra Krefst upplýsinga í máli fanga Dómsmálaráðherra staðfesti í ágúst ákvörðun forstöðumanns Litla-Hrauns um þriggja mánaða öryggis- vistun fanga. Staðfestingin hefur verið afturkölluð í kjölfar erindis frá Umboðsmanni Alþingis. Öryggisvistun hefur verið gagnrýnd á þeim grundvelli að um einangrunarvist sé að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.