Fréttablaðið - 18.12.2020, Síða 12
RAFÍÞRÓTTIR „Það er hægt að segja
að þetta hafi valdið okkur miklum
vonbrigðum og það er algjörlega
hægt að taka undir að þetta virðist
hafa verið stuðningur í orði en ekki
á borði. Á sama tíma hefur borgin
sýnt lítinn áhuga á eftirfylgni með
því hvað við gerðum við pening-
ana. Það er hægt að spyrja sig hver
áhuginn var í raun og veru,“ segir
Aron Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Rafíþróttasamtaka Íslands,
RÍSÍ, aðspurður út í ákvörðun
Reykjavíkurborgar um að hafna
breytingartillögu á fjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir 2021 sem gerði
ráð fyrir fjárstyrk til rafíþrótta á
höfuðborgarsvæðinu.
Rúmlega eitt og hálft ár er síðan
samþykkt var að styðja við bakið
á stofnun þriggja rafíþróttadeilda
innan félaga á höfuðborgarsvæð-
inu, í KR, Ármanni og Fylki, en ekki
hefur verið staðið við áætlanir um
áframhaldandi styrktarfé.
„Sjálfstæðisf lokkurinn lagði til
þessa breytingartillögu um að bæta
þessu inn í fjárhagsáætlunina en því
var hafnað og það ekkert rætt frek-
ar. Þegar farið var af stað með þetta
verkefni var talað um að styrkirnir
myndu halda áfram en það er ekki
inni á áætlun. Það átti að finna
óráðstafan aur sem aldrei fannst.
Svo kemur kórónaveirufaraldurinn
og þá eru peningarnir ekki lengur
til staðar. Það var því ekki staðið við
gefin loforð um áframhaldandi fjár-
stuðning.“
Aron segir það synd að ekki sé
hugað betur að málaflokknum enda
hafi viðkvæmur hópur einstaklinga
þarna loksins tækifæri til að njóta
sín í þægilegu umhverfi.
„Borgarstjórnin veitti því ein-
róma samþykki á sínum tíma að
styðja við bakið á stofnun raf-
íþróttadeilda og fengu þrjú félög
styrk til stofnunar á þessu til-
raunaverkefni. Þessi ákvörðun er
mikil synd því það er sóknartæki-
færi í starfi okkar. Það sést best á
jákvæðum áhrifum hjá börnunum
sem eru hjá okkur, sum þeirra hafa
aldrei nýtt frístundastyrkinn en eru
að finna gleðina hjá okkur. Þetta er
mjög valdeflandi fyrir viðkvæman
hóp og því mikil synd að verið sé að
draga í land.“
Þegar rafíþróttadeildirnar voru
stofnaðar fengu félögin styrk upp
á 660 þúsund krónur hver en dæmi
eru um að félög á höfuðborgarsvæð-
inu séu að þjónusta upp í fjögur
hundruð krakka.
„Við erum ekkert að biðja um
fúlgur fjár á hverju einasta ári og að
borgin sjái um allan rekstrarkostn-
að, það er alveg ljóst að íþróttastarf
þarf að einhverju leyti að standa
undir rekstri með iðkendunum
sem við erum í raun að gera. Stofn-
kostnaðurinn er hins vegar mun
meiri en 660 þúsundin sem félögin
fengu. Þessi þrjú félög sem voru
fyrst til að stofna deildirnar eru að
þjónusta hátt í 400 krakka og það
eru biðlistar í vinsælustu leikina,“
segir Aron og heldur áfram:
„Ég kom að stofnun rafíþrótta-
deildarinnar innan Fylkis þar sem
ákveðið var að leigja búnað enda
ekki fjármagn til staðar til að kaupa
búnaðinn sem þurfti til. Það er
dýrara en það eru líka til dæmi um
að félög hafi tekið lán fyrir tölvu-
búnaði og þá fara öll iðkendagjöld
í af borgun af aðstöðu. Það væri
frábært að fá eitthvert mótvægi frá
stjórnvöldum svo að deildirnar séu
ekki að eltast sífellt við að greiða
upp fyrri skuldir.“
Þá eru til dæmi um að utanað-
komandi aðilar hafi borgað brús-
ann við að koma upp aðstöðu.
„Á Akureyri sprengdi áhuginn
strax allan skala þegar 230 krakkar
skráðu sig. Rafíþróttadeildin er
orðin næststærsta deildin innan
Þórs. Þar kom fjársterkur aðili og
borgaði stofnkostnaðinn til að
koma í veg fyrir sífellda bið. Við
finnum fyrir miklum áhuga úti
á landi, það eru 15 félög með raf-
íþróttadeild og ég á von á því að það
verði 15 til viðbótar fyrir lok næsta
árs.“ kristinnpall@frettabladid.is
Borgin ekki staðið við loforð
Reykjavíkurborg mun ekki standa við fyrri loforð um fjárhagsstuðning til rafíþróttafélaga á höfuðborg-
arsvæðinu á næsta ári frekar en í ár. RÍSÍ er hissa á ákvörðuninni miðað við árangurinn sem náðst hefur.
Lenti með sýni frá tunglinu
Starfsmenn kínversku geimferðastofnunarinnar skoða könnunarfarið Chang’e-5 sem lenti í gær í Innri-Mongólíu með 4,5 kíló af jarðvegi frá
tunglinu. Chang’e-5 lenti á tunglinu 2. desember síðastliðinn og varði sólarhring í að safna jarðvegssýnum. Þetta er í fyrsta sinn frá 1976 sem geimfar
kemur heim með sýni frá tunglinu og eru Kínverjar þriðja þjóðin á eftir Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum til að takast það. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Frá keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum en hér heyja menn bardaga í leiknum Fortnite. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þetta er mjög
valdeflandi fyrir
viðkvæman hóp og því
mikil synd að verið sé að
draga í land.
Aron Ólafsson,
framkvæmda-
stjóri RÍSÍ
COV I D -19 Heilbr igðisráðher ra
Þýskalands, Jens Spahn, segist
eiga von á því að bólusetningar við
kórónaveirunni hja ríkjum Evrópu-
sambandsins hefjist við fyrsta tæki-
færi eftir jól eða þann 27. desember
næstkomandi. Sem meðlimur í Evr-
ópusambandinu er Þýskalandi líkt
og öðrum ríkjum skylt að bíða eftir
leyfi frá evrópska lyfjaeftirlitinu
áður en bólusetning hefst. Sama
dag ákvað Evrópusambandið að
kaupa hundrað milljónir skammta
af bóluefni Pfizer-BioNTech til við-
bótar eftir að hafa hafnað stærri
skammti fyrr á árinu.
„Í Þýskalandi munum við hefja
bólusetningu þegar leyfið kemur
27. desember. Önnur ríki innan
ESB vilja hefja bólusetningar sama
dag,“ sagði Spahn í samtali við fjöl-
miðla fyrir fund með Angelu Merkel
Þýskalandskanslara og forráða-
mönnum BioNTech.
Bólusetning er að hefjast víðs
vegar um heiminn og eru tæp-
lega 140 þúsund manns búin að fá
fyrsta skammtinn af bóluefninu í
Bretlandi. Í kjölfarið var byrjað að
bólusetja í Kanada, Bandaríkjunum
og Sádi-Arabíu en evrópsk ríki bíða
enn eftir grænu ljósi frá lyfjaeftirlit-
inu. Í gær var það staðfest að Emm-
anuel Macron, forseti Frakklands,
hefði greinst með kórónaveiruna og
fór forsætisráðherra Portúgals, Ant-
onio Costa, um leið í sóttkví eftir að
hafa fundað með Macron deginum
áður. – kpt
Bólusetningar
skulu hefjast
fyrir lok árs
Heilbrigðisráðherra Þýskalands,
Jens Spahn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
REYKJANES Bréf Fiskistofu var tekið
fyrir á fundi stjórnar Reykjanes-
hafnar í síðustu viku. Þar var rætt
um hlut hafnarinnar í sérstöku
strandveiðigjaldi sem innheimt
var á síðasta strandveiðitímabili. Í
bréfinu kom fram að Fjársýsla rík-
isins mun leggja inn á höfnina 1.170
krónur. Stjórn hafnarinnar bókaði
á fundinum að hún fagnaði tekju-
stofninum sem í mörgum tilfellum
styður við rekstur hafnarsjóða þó
hluturinn sé ekki stór.
Hjörtur M. Guðbjartsson for-
maður segir að smá kaldhæðni kosti
ekkert og sér fyndnu hliðina. „Þetta
á eftir að gjörbylta rekstrinum,“
segir hann og hlær. „Þetta hjálpar
mörgum þar sem byggðakvótinn er
uppistaðan í tekjustreyminu en hjá
okkur skiptir þetta litlu máli. Það er
hálffyndið að fjalla um þetta.“
Hann segir að þó það sé vissu-
lega gott að hafa gaman þá sé tón-
inn einnig alvarlegur. „Fiskistofa er
hvað eftir annað að leggja frekari
kvaðir og kröfur á hafnir landsins.
Þær hafnir sem treysta eingöngu
á fiskveiðar eru mjög oft í vand-
ræðum, tekjulega. Þetta er mesta
vinnan en minnsti gróðinn. En við
höfum alltaf gaman af smá kald-
hæðni.“ – bb
Fagna klinki úr
strandveiðisjóði
Höfnin í Reykjanesbæ. MYND/PJETUR
1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð