Fréttablaðið - 18.12.2020, Síða 13

Fréttablaðið - 18.12.2020, Síða 13
Á aðventunni, um jól og áramót eru Fossvogskirkjugarður, Gufuneskirkjugarður, Kópavogskirkjugarður og Hólavallagarður opnir allan sólarhringinn nema Fossvogskirkjugarður er lokaður fyrir allri bílaumferð á aðfangadag milli kl 11:00 og 14:00 vegna mikils fjölda gangandi og slysahættu. Þeir sem ekki geta vitjað leiða ástvina sinna nema koma akandi er bent á að koma annað hvort fyrir eða eftir tilgreindan lokunartíma. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Á Þorláksmessu og aðfangadag er hringakstur í Gufuneskirkjugarði með aðkomu eingöngu frá Hallsvegi og farið er út norðan megin inn á Borgaveg eins og verið hefur. Símavarsla verður á skrifstofu Kirkjugarðanna á aðfangadag og gamlársdag frá kl. 08:00 - 12:00 í síma 585 2700 fyrir þá sem þurfa að leita upplýsinga og aðstoðar. Starfsfólk Kirkjugarðanna hvetur þá sem tök hafa á og ætla að vitja leiða ástvina sinna um þessi tímamót að koma í garðana dagana fyrir Þorláksmessu til að minnka smithættu vegna farsóttarinnar. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum www.gardur.is Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. www.kirkjugardar.is Opnunartímar Kirkjugarða Reykjavíkur um jólin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.