Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 30
Mér finnst það passa vel við þessa tíma sem við erum að lifa núna að ögra sjálfum sér. Nú er að hefjast undirbúningstímabil fyrir keppnir næsta árs þar sem ég ætla til dæmis að taka þátt í Hengill Ultra, Tindahlaupinu og Súlur Vertical. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Ég hafði verið að horfa á heim-ildarmyndir á YouTube og sá þar þátt um konu í Kanada sem fór hækkun sem samsvaraði tveimur Everest á einni viku. Mér fannst það svolítið mikið, þetta var einhver svaka keppnismann- eskja, en ég hugsaði með mér að ég væri alveg til í að fara hæð sem samsvaraði einu Everest á þessum tíma,“ segir Ólafía um það hvernig hugmyndin varð til. Ólafía segir að hún stundi reglu- lega utanvegahlaup og henni hafi fundist sig vanta einhverjar áskor- anir í þessu COVID-ástandi. „Mér datt ekki í hug að fá neinar með mér í þetta, ég hugsaði bara að það gæti verið gaman að sjá hvort ég gæti þetta. Þetta er þó nokkuð mikil ganga, þetta er ekki bara upphækkunin, við gengum alveg yfir 100 kílómetra,“ segir hún. „Ef maður deilir þessu jafnt niður á dagana þá samsvarar þetta því að ganga tvisvar á dag upp að Steini á Esjunni. Við nenntum því nú ekki alveg, við vildum hafa smá fjölbreytni í þessu. Við vorum líka í vinnu þessa daga svo við urðum að skipuleggja okkur. Við fórum nokkra morgna upp að steini og fórum svo kannski seinnipartinn Fór Everest á Íslandi á einni viku Ólafía Lárusdóttir, viðskiptastjóri hjá Expedia Group á Íslandi, ákvað að skora á sjálfa sig í haust að ganga á einni viku á fjöll og safna hækkun sem samsvarar hæð Everest. Hún fékk vin- konur í lið með sér og þær voru fjórar sem kláruðu alla 8.849 metrana. Hópurinn fagnar uppi á Móskarðshnjúkum. Fimm fræknar vinkonur sem stóðust erfiða áskorun á fjalli. Þær voru fjórar sem kláruðu áskorunina, hér staddar uppi á Þverfellshorni Esjunnar. upp á Úlfarsfell eða aftur upp að Steini þá daga sem við vorum að vinna en þegar við vorum í fríi tókum við lengri göngur. Eitt skiptið fórum við tíu sinnum upp himnastigann í Kópavogi, bara fyrir fjölbreytnina. Svo tókum við einn mjög skemmtilegan dag þar sem við gengum á öll sjö fellin í Mosó.“ Ólafía segir að til að vera örugg- ar um að ná örugglega sömu hækkun og á Everest hafi þær farið aðeins rúmlega þá hæð. „Við notuðum bara úrin okkar til að mæla hæðina og þar sem þau eru ekki 100% örugg og voru oft ekki sammála um hversu hátt við fórum þá pössuðum við að öll úrin færu í það minnsta yfir lágmarkið.“ Dýrmætt að njóta samverunnar í útivistinni Þó að þær hafi verið fjórar sem náðu takmarkinu segir Ólafía að margir hafi farið með þeim hluta leiðarinnar. „Þær sem kláruðu áskorunina með mér heita Jóna Björg Ólafs- dóttir, Sigrún B. Magnúsdóttir og Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir. Elín Pálsdóttir fór með okkur næstum allt, hún hafði ekki tíma til að vera með okkur allan tímann en hún fór samt í alveg yfir 6.000 metra hækkun. Það var rosalega gaman að hafa félagsskap í þessari áskorun og það gerði þetta að mjög skemmti- legri viku. Þetta var í október og við fengum mjög gott veður miðað við árstíma og af því við fórum þetta mjög rólega gátum við spjallað á leiðinni,“ útskýrir Ólafía. „Maður hittir ekki marga þessa dagana svo það var alveg ótrúlega dýrmætt að njóta samverunnar á meðan við gengum á fjöll.“ Ólafía segist hafa svolítið gaman af svona áskorunum. Einhverju sem þarf aðeins að hafa fyrir en er samt ekki brjáluð keppni við neina aðra en sjálfa sig og að ná að klára. „Mér finnst það passa svolítið vel við þessa tíma sem við erum að lifa núna að ögra sjálfum sér. Nú er að hefjast undirbúnings- tímabil fyrir keppnir næsta árs þar sem ég ætla til dæmis að taka þátt í Hengill Ultra, Tindahlaupinu og Súlur Vertical. Æfingarnar eru sambland af fjallgöngum og utan- vegahlaupum á öllum frábæru útivistarsvæðunum hérna á höfuð- borgarsvæðinu.“ Ólafía sá heimildarmynd á Youtube sem varð hvati þess að hún fór í dag- legar fjallgöngur í október. Hún náði frábærum árangri. MYNDIR/AÐSENDAR Verslun Guðlaugs A Magnússonar Skólavörðustíg 10 101 Reykjavík sími 562 5222 www.gam.is Jólaskeiðin 2020 dot.is DÓT Gæði á góðu verðiKíktu á úrvalið Sendum um land allt 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.