Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.08.2020, Page 12

Víkurfréttir - 26.08.2020, Page 12
Magnaður sigur Grindvíkinga Grindvíkingar unnu ótrúlegan sigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í 13. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Grindvíkingar léku tveimur færri nærri hálfan leikinn. Mikil harka var einkennandi fyrir leikinn og á 10. mínútu var Gunnari Þorsteinssyni, fyrirliða Grindvíkinga, vikið af velli þegar hann braut af sér í öftustu línu. Eftir rúmlega hálftíma leik tók Oddur Ingi Bjarnason góðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Alexander Veigar Þórarinsson sem afgreiddi hann í netið. 1:0 fyrir Grindavík. Oddur Ingi braut á markverði Þórs snemma í seinni hálfleik og fékk að líta annað gula spjald sitt og þar með rautt (51'). Grindvíkingar voru því orðnir tveimur færri og nærri 40 mínútur til leiksloka en þeir sýndu ótrúlega þrautseigju og gáfu allt í leikinn. Í uppbótartíma lá sókn Þórsara á marki Grind- víkinga og áttu þeir m.a. skot í stöng en þeir gulklæddu lokuðu markinu algerlega. Gríðar- lega góð barátta í hörðum og erfiðum heimaleik skilaði því Grindvíkingum þremur stigum og þeir unnu annan leikinn sinn í röð. Með sigr- inum eru þeir komnir upp að hlið Þórs með sautján stig en einu marki lakara markahlutfall. Josip Zeba átti frábæran leik í vörn Grindvíkinga gegn Þór. Myndir úr safni Víkurfrétta. Sigurbirni Hreiðarssyni, þjálfara Grindvíkinga, hefur líklega ekki litist á blikuna þegar þeir voru orðnir tveimur færri. Oddur Ingi gerði vel í aðdraganda marksins en var svo rekinn af velli í seinni hálfleik 12 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.