Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 43

Víkurfréttir - 26.08.2020, Blaðsíða 43
Helga, Einar og hluti drengjanna á ferðinni í sumar. ákvað að láta slag standa þrátt fyrir efasemdir, og hef ekki séð eftir því að hafa valið þá leið enda hagnýtt og skemmtilegt nám sem opnar á fjölmarga möguleika. Ég lauk svo meistara- gráðu í viðskiptafræðinni árið 2005 frá H.Í. og hef síðan þá bætt við mig gráðu í markþjálfun, tekið kúrsa mér til yndisauka í meistaranámi í lögfræði við H.R., lokið diplomanámi í tilfinn- ingalegri heilun (emotional healing) og margt fleira. Það er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu þannig að maður veit aldrei hvaða stefnu maður tekur næst.“ Hvernig hefur sumarið farið með þig og fjöl- skylduna? „Sumarið hefur verið mjög annasamt og óvenju- legt að mörgu leyti. Pabbi kvaddi eftir erfið veikindi í lok apríl þannig að sumarbyrjunin var ljúfsár og tregablandin. Hann spilaði svo stórt hlutverk í lífi okkar allra í fjölskyldunni og vináttan og samverustundirnar það sem við mátum mest og söknum mikið. Vegna Covid riðluðust ferðaplönin einnig nokkuð en við hjónin höfum verið meðlimir í góðgerðarverkefninu Team Rynkeby á Íslandi sl. tvö ár og ætluðum að hjóla með liðinu frá Danmörku til Parísar í júlíbyrjun. Af því varð ekki en liðið hjólaði innanlands í staðinn. Að auki ætluðum við að keppa í hálfum járnkarli á Mallorca í maí en sem betur fer formsins vegna frestaðist það um ár. Við fjölskyldan tókum okkur upp og fluttum aftur heim í byrjun ágúst, eftir að hafa búið síðastliðin sjö ár í Garðabæ. Flutningar eru alltaf heilmikið verkefni og ágætis hreinsun um leið. Við verðum vonandi lent mjúklega á nýja heimilinu í byrjun október og hlökkum mikið til að sjá meira af vinum og fjölskyldu en undan- farin ár. Við vorum því að mestu heimavið í sumar en náðum þó að skjótast aðeins í sveitina okkar inn á milli anna og eiga samverustundir með bræðrum mínum og fjölskyldum þeirra. Ungu mennirnir okkar hófu nám í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja nú í vikunni og taka spenntir á móti vetri. Annar spilar körfu af kappi og skipti úr Stjörnunni yfir í Njarðvík (pabbanum og elsta bróðurnum til mikillar gleði) og hinn er að hefja fótboltaæfingar með Keflavík að nýju eftir að hafa valið körfuboltann framyfir í nokkur ár. Það er ótrúlega notalegt að finna hlýjuna og vináttuna sem þeim mætir eftir langa fjarveru. Við erum sem sagt búin að vera í hálfgerðri þeytivindu frá því Covid skall á í vetur og ég held ég geti því sagt að við tökum fagnandi á móti rútínunni og því sem henni fylgir eftir óvenjulega og á stundum mjög erfiða vor- og sumarmánuði.“ Nú eru blikur á lofti í samfélaginu vegna heimsfaraldurs þegar haustið og vetur nálgast. Hvernig leggst það í þig? „Næstu mánuðir verða án efa erfiðir fyrir fjölmörg fyrirtæki og heimili á Suðurnesjum. Mér finnst erfitt að horfa til þess að við hér á þessu svæði, séum enn og aftur svona háð einni atvinnugrein eins og raun ber vitni. Ég veit að bæjaryfirvöld á svæðinu hafa lengi lagt sig fram við að bæta úr og beint sjónum sínum að öflugri atvinnuþróun. Við megum bara ekki sofna á verðinum þegar vel gengur í einni grein og halda áfram að vinna að því að skapa fjölbreytt atvinnutækifæri. Við verðum nú að vona að flugið og þar með atvinnulífið á svæðinu taki við sér að nýju sem allra fyrst og að þessu tímabili fylgi dýrmætur lærdómur sem byggja má á til framtíðar. Það mun reyna á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að lifa með veirunni næstu misseri og gera áætlanir sem miða að því að aðlaga starfsemina að því sem upp kemur. Í raun má segja að við séum ekki lengur í fordæmalausu ástandi, það var í vor, og mikilvægt að byggja á þeim lærdómi sem þá fékkst. Ég hef einnig ákveðnar áhyggjur af því hvaða áhrif mikið atvinnuleysi hefur á líðan barnanna okkar og tel að við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því og reiðubúin að styðja vel við barnafjölskyldur. Vonandi náum við að halda skólunum opnum og starfseminni þar í sem eðlilegustu horfi þannig að börnin fái sem mesta rútínu. Þrátt fyrir dökkt útlit er ég að eðlisfari bjartsýn og trúi að með því að hlúa vel að hvert öðru, náum við að lágmarka áhrif þessa áskorana á líðan barna og ungmenna á þessum erfiðu tímum. Það eru langtímaáhrif sem ekki má vanmeta,“ segir Helga Jóhanna að lokum. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.