Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.08.2020, Qupperneq 47

Víkurfréttir - 26.08.2020, Qupperneq 47
– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Sem áhugamaður um björgun- armál þá bíð ég alltaf spenntur eftir næstu Útkalls-bók frá Óttari Sveinsyni. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég á það til að vera óþolinmóður, bæði gagnvart sjálfum mér og öðrum, en aldur og reynsla hafa þó kennt mér að hemja mig. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Þolinmæði er dyggð. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég var eins og hálfs árs fékk ég skurð á milli augnanna sem var afleiðing þess að höfuðið fór hraðar yfir en fæturnir. Einhverra hluta vegna man ég vel þegar hún Ólavía, þáverandi hjúkrunarkona í Grindavík, deyfði mig áður en hún saumaði mig saman. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Ekkert sem ég tek eftir sjálfur (nú fæ ég örugglega að heyra hvað það er). – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Oft hefur maður nú hugsað hversu frábært það væri að geta ferðast til baka og breytt gangi sögunnar en líklega hefði maður nóg að gera ef það væri hægt og kannski væri það ekki alltaf til bóta. Hins vegar væri gaman að geta farið til baka og verið áhorfandi að hinum ýmsu stór- viðburðum sem markað hafa land og þjóð. Það er nóg af slíkum við- burðum og erfitt að gera upp á milli þeirra. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Sá sem tekur að sér það hlutverk að skrifa ævisöguna mína verður að finna einhvern sölulegan titil. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Það hefur vissulega eitt og annað gengið á það sem af er þessu blessaða ári og ber þar hæst jarð- hræringar við Grindavík og svo að sjálfsögðu Covid-faraldurinn og afleiðingar hans en þessir tveir þættir hafa vissulega skapað óöryggi. Ætli það eigi því ekki vel við að nota orð ársins og segja að upplifunin hafi að mörgu leyti verið frekar „fordæmalaus“. – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Covid-ástandið er nú ekki að skapa sérlega góðar væntingar gagnvart efnahagsástandi þjóðar- innar á komandi misserum en fyrir mig persónulega þá hef ég góða tilfinningu fyrir komandi hausti og vetri. – Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Fimmaurabrandarar falla vel í kramið hjá mér og hér er einn slíkur: Nágranni minn barði harkalega í hurðina hjá mér klukkan tvö um nótt. Hugsið ykkur ... klukkan TVÖ UM NÓTT! Sem betur fer var ég vakandi að spila á sekkjapípuna mína. Þegar ég var eins og hálfs árs fékk ég skurð á milli augnanna sem var afleiðing þess að höfuðið fór hraðar yfir en fæturnir ... vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 47 Pallasmíði á Laugarvatni. Lóa og strákarnir við Geysi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.