Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.08.2020, Síða 77

Víkurfréttir - 26.08.2020, Síða 77
Fyrsta tap kvennaliðs Keflavíkur á tímabilinu Toppliðin tvö mættust á Nettóvellinum í 11. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Það var markahæsti leikmaður deildarinnar, Muriella Tiernan, sem skaut Keflavík í kaf og skoraði þrennu í 3:1 sigri Tindastóls og fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. Það var Natasha Moraa Anasi sem skoraði mark Keflavíkur (57’). Fyrir leikinn var Keflavík efst með 20 stig en Tindastóll með 19, þessi úrslit þýða að liðin hafa sætaskipti á toppi deildarinnar. Keflavík tefldi fram nýjum leik- manni, Claudia Nicole Cagnina, sem er perúsk landsliðskona og kemur inn í liðið í stað Anitu Lindar Daníelsdóttur sem er farin í nám erlendis. Jafntefli í Mosfellsbænum Keflvíkingar voru einir í efsta sæti Lengjudeildar karla fyrir leiki helgarinnar. Þeir mættu Aftureldingu á útivelli í jafnri og spennandi viðureign sem lauk með jafntefli, 2:2. Mörk Keflvíkinga skoruðu þeir Ari Steinn Guðmundsson (8’) og Joey Gibbs (50’). Afturelding jafnaði á loka- mínútum leiksins og Eysteinn Hauksson, þjálfari Keflvíkinga, var að vonum svekktur eftir leikinn. Í viðtali við Fótbolti.net sagði hann m.a.: „Mér er efst í huga svekkelsi að missa þetta niður [...] Þetta var algjörlega að ganga upp þegar við settum annað markið en þeir ná svo einni langri aukaspyrnu sem skoppar tvisvar í teignum og það eigum við ekki að sætta okkur við.“ Keflvíkingar eru eftir sem áður á toppi deildarinnar en jafnir Fram að stigum. ÍBV er einu stigi á eftir Keflavík og Fram, þá koma Leiknismenn fjórum stigum frá toppnum en Keflvíkingar mæta þeim í Breiðholtinu á föstudag. „Einn af þessum dögum en við ætlum að vinna deildina“ Natasha Anasi, fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur, ætlar að vinna Lengjudeildina þrátt fyrir tap gegn Tinda- stóli í síðustu umferð. Kefla- vík fékk víti í stöðunni 1:0 en markvörður Tindastóls gerði sér lítið fyrir og varði spyrn- una og Stólarnir brunuðu upp og skoruðu. „Það hefði verið sætt að vinna leikinn gegn Tindastóli og vera í efsta sæti en við erum í góðum málum og höfum náð að koma okkur í góða stöðu. Við settum okkur það markmið að vinna deildina og stefnum ennþá á það, það er nóg eftir af leikjum til að það takist.“ – Svekkjandi að misnota víti og svo skora þær strax í kjölfarið. „Já en svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við eiga ágætan leik, við héldum boltanum ágætlega en það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Þetta var bara einn af þessum dögum, þær kláruðu sín færi og því fór sem fór. Við lærum af þessu.“ – Þið voruð að bæta við ykkur leikmanni, hvernig kemur hún út? „Hún þurfti auðvitað að klára sóttkví svo við höfum ekki fengið mikið tækifæri til að kynnast henni. Hún kom nánast beint í leikinn og svo er stutt í þann næsta. Við höfum aðeins náð að spjalla við hana á æfingum og hún virðist vera viðkunnanleg og góð manneskja. Það var fínt að sjá til hennar í leiknum og hún kom ágæt- lega út í honum – ég held að hún eigi eftir að styrkja liðið. Næsti leikur er svo útileikur á móti Augnabliki. Mér finnst gott að það sé svona stutt á milli leikja því þá hefur maður ekki tækifæri til að velta sér upp úr úrslitum síðasta leiks. Maður þarf að einbeita sér að þeim næsta – taka einn leikur í einu og svo sjáum við hvað setur.“ JPK FJÓRIR KEFLVÍKINGAR Í ÚRVALSLIÐI LENGJUDEILDARINNAR Knattspyrnumiðillinn Fótbolti.net hefur gefið út val sitt á úrvalsliði fyrri umferðar Lengjudeildar karla í knatt- spyrnu. Keflvíkingar eru þar fyrir- ferðarmiklir og eiga flesta fulltrúa í úrvalsliðinu, eða fjóra, auk þess sem þeir Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson voru valdir þjálf- arar fyrri umferðar enda að gera frá- bæra hluti með Keflavíkurliðið. Keflvíkingar tróna á toppi Lengju- deildarinnar og eiga verðskuldað fjóra fulltrúa í úrvalsliðinu að mati Fótbolti.net sem valdi fyrirliðann Frans Elvarsson, Sindra Þór Guð- mundsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson og að sjálfsögðu markahæsta mann deildarinnar, Joey Gibbs. Nacho Heras var nálægt því að verða valinn fimmti Keflvíkingurinn í liðið. Úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildar karla lítur svona út að mati Fótbolti.net: Robert Blakala (Vestri), Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Unnar Steinn Ingvarsson (Fram), Bjarni Ólafur Eiríksson (ÍBV), Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík), Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir), Frans Elvarsson (Keflavík), Albert Haf- steinsson (Fram), Fred (Fram), Gary Martin (ÍBV) og Joey Gibbs (Keflavík). Þeir Sindri Þór Guðmundsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Frans Elvarsson og Joey Gibbs voru valdir í úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildar karla. Perúska landsliðskonan Claudia Nicole Cagnina er nýr leikmaður Keflavíkur. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.