Fréttablaðið - 22.12.2020, Qupperneq 3
MENNING Í Fréttablaði dagsins er
birt úrval teikninga Gunnars Karls-
sonar frá árinu sem er að líða. Sam-
tals eru teikningarnar 24 þar sem
þjóðþekktar persónur koma við
sögu. Þar má sjá íslenska stjórn-
málamenn, íþróttakempu, Boris
Johnson, bresku
d r o t t n i n g -
una og Karl
Bretaprins,
aðila vinnu-
ma rk aða r-
ins, þríeykið
og frambjóð-
endur í nýaf-
stöðnum forseta-
kosningum í Bandaríkjunum.
Gunnar er lesendum blaðsins að
góðu kunnur, en teikningar hans
birtast í blaðinu á laugardögum
og hefur svo verið um langa hríð.
Viðfangsefni teikninga Gunnars
eru málefni líðandi stundar, bæði
hér heima og annars staðar.
– jþ / sjá síðu 20 og 22
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 6 9 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Allt frá skáldsögum
til skartgripaGleðileg jól
Við óskum landsmönnum öllum gleði og gæfu á
komandi ári með þökkum fyrir viðskiptin á líðandi ári.
LÖGREGLUMÁL Gísli Hauksson,
annar stofnenda GAMMA Capital
Management, hefur verið kærður til
lögreglu fyrir lífshættulega atlögu
að konu. Þetta herma heimildir
Fréttablaðsins. Ekki náðist í Gísla
við vinnslu fréttarinnar.
Kærandinn er fyrrverandi sam-
býliskona Gísla en hinn kærði
atburður er sagður hafa átt sér stað
í vor á sameiginlegu heimili þeirra.
Samkvæmt heimildum blaðsins
er Gísla gefið að sök að hafa beitt
konuna of beldi, tekið hana kyrk-
ingartaki og þrengt hættulega fast
og lengi að hálsi hennar.
Rannsókn málsins er á frum-
stigi, en í málum af þessum toga er
alla jafna aflað vottorða og annarra
læknisfræðilegra sönnunargagna,
auk skýrslna sem taka þarf af kær-
anda, kærða og öðrum vitnum eftir
atvikum.
Fréttablaðið hefur ekki fengið
staðfest hvort tekin hafi verið
skýrsla af Gísla vegna rannsóknar-
innar, en nokkrar vikur eru liðnar
frá því málið var kært til lögreglu.
Gísli lét af störfum hjá GAMMA
árið 2018. Hann átti þó rúmlega 30
prósenta hlut í félaginu þegar það
var selt til Kviku banka fyrir 2,4
milljarða sumarið 2018. Hann mun
hafa fengið hundruð milljóna króna
fyrir hlut sinn í félaginu.
Gísli er formaður fjármálaráðs
Sjálfstæðisf lokksins sem annast
fjáröflun flokksins og situr í fram-
kvæmdastjórn hans. – aá
Gísli í Gamma kærður
fyrir hættulega atlögu
Fyrrverandi sambýliskona Gísla Haukssonar, annars stofnanda og fyrrver-
andi eiganda fjárfestingafélagsins GAMMA, hefur kært hann til lögreglunnar.
Hún gefur Gísla að sök að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar.
Þetta sá Gunnar
Jólakötturinn á Lækjartorgi hefur mikið aðdráttaraf l og að honum f lykkjast fullorðnir og börn. Eru þetta þriðju jólin sem hinn vel upplýsti köttur gerir sig heimakominn á torginu. Grýla
og Leppalúði mættu á Lækjartorg er kveikt var á kettinum í fyrsta sinn. Þau voru fjarri góðu gamni í þetta sinn enda skæðari óværa á kreiki um þessar mundir en köttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
NÁTTÚRUHAMFARIR „Við horfum
bara á þetta koma. Þessi læti voru
óhugnanleg,“ segir Seyðfirðingurinn
Daníel Björnsson. Hann hefur nú
fengið að fara heim ásamt konu sinni
Jóhönnu Magnúsdóttur og sonum.
Daníel var að störfum hjá Smyril
Line þegar stóra skriðan féll. „Manni
fannst fjallið vera bara að fara niður.“
Hann segist hafa heyrt frásagnir af
svona atburðum en enginn skilji
þetta fyrr en hann hefur upplifað.
Nokkrir íbúar sem Fréttablaðið
ræddi við á Seyðisfirði segja að
þeir upplifi óöryggi heima hjá sér.
Daníel skilur áhyggjur þeirra vel.
Áfall þeirra sé mikið sem búa þar
sem skriðurnar féllu. – mhj / sjá síðu 6
Óhugnanleg læti
Daníel
Björnsson