Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.12.2020, Qupperneq 4
Kannski reyni ég við ljóðin næst. Silla Berg rithöfundur Bræður kaupa jólatré BÓKMENNTIR „Það er mjög gaman að bókin sé loksins komin út,“ segir Sigurlaug Birna Leudóttir, eða Silla Berg en nýlega kom út bókin hennar Dear Self sem gefin er út af hinu framsækna forlagi Austin Macauley í London. Bókin fæddist í Vancouver þar sem Silla var að læra handritsgerð fyrir fimm árum. „Ég sat á svölunum hjá mér í Vancouver, rétt rúmlega f imm um morguninn, af því ég hafði séð marga tala um hvaða ráð maður hefði verið til í að gefa sjálfum sér sem unglingur. Ég sat og skrifaði bréf til unglingssjálfsins míns og það var byrjunin á þessu öllu saman,“ segir Silla. Síðan bættist í bréfin og skrifaði Silla til fortíðar-, nútíma- og fram- tíðarsjálfs síns og setur hún sam- tölin upp eins og þau séu spjall á skilaboðaskjóðu Facebook, Mes- senger. Alls telur bókin 170 síður. „Ég held að ég sé eiginlega betri í að skrifa á ensku, því miður. Þetta byrjaði í Vancouver og á ensku og þróaðist á ensku þannig að ég hélt mig við enskuna,“ segir Silla aðspurð hvers vegna bókin sé ekki á íslensku. Hún bendir líka á að for- lögin á Íslandi hafi ekki verið ýkja spennt er hún sendi þeim drögin. „Mér var tjáð að það væri enginn markhópur fyrir svona bók.“ Austin Macauley stökk á vagninn og titlar bókina sem sjálfsævisögu. Silla segir að sér finnist skemmti- legast að segja góða sögu. Það sé samnefnari yfir það sem hún hafi lært. Fyrir utan að hafa lært hand- ritsgerð hefur hún einnig staðið fyrir framan myndavélina sem leik- kona, meðal annars í Ófærð. „Ég tjái mig betur þegar ég er að skrifa heldur en að segja hlutina upphátt en mér finnst öðruvísi skemmtilegt að leika og fá að vera einhver persóna og segja sögu. Þetta er eiginlega bæði betra,“ segir hún og vitnar í slagorð Homeblest. Silla skrifaði undir bókasamning við Austin Macauley í fyrra. Vegna heimsfaraldursins seinkaði útgáf- unni. Hún segir að hún gæti ekki verið stoltari af sjálfri sér vegna þess hversu vel hafi gengið. „Nú er tíminn þannig að maður veit í raun ekkert. Ég er aðeins að byrja að vinna að íslenskri þátta- röð sem er á frumstigi. Kannski reyni ég við ljóðin næst,“ segir Silla. Dear Self er að finna í búðar- hillum Waterstones í London, hjá Barnes & Noble í Bandaríkjunum og á netinu hjá Amazon. benediktboas@frettablaid.is Bók sem fæddist seint um nótt úti á svölum Dear Self, eftir Sillu Berg, er komin út og er í búðarhillum í London og Banda- ríkjunum. Bókin fæddist í Vancouver og á ensku. Silla segist því miður vera betri í að skrifa á ensku en íslensku. Íslensk forlög höfðu ekki áhuga á bókinni. Þekkirðu lyn þín? GLÆSIBÆ / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is VESTURLANDSVEGI / OPIÐ 10:00-22:00 alla daga Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is URÐARHVARFI / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is og þér líður betur Komdu eða pantaðu tíma í síma 517 5500 eða sendu póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Fáðu faglega aðstoð lyafræðings Silla með Dear Self sem Austin Macauley gefur út. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR COVID-19 Heilbrigðisráðuneytið segir öruggt að samningur um bólu- efni frá lyfjafyrirtækinu Janssen gangi eftir og verði undirritaður í dag. „Rétt eins og með önnur bólu- efni liggur fullvissa um bóluefnið og virkni þess ekki afdráttarlaus fyrir fyrr en EMA hefur gefið út álit sitt,“ segir í svari frá Margréti Erlends- dóttur, upplýsingafulltrúi ráðuneyt- isins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fram kom í gær að aðeins einn skammt þurfi af bóluefni Janssen. „Framleiðandinn hefur upplýst ráðuneytið um að ef reynist þörf á að bólusetja einstaklinga tvisvar með efninu verði umsaminn skammtur tvöfaldaður þannig að Íslandi verða tryggðir skammtar sem duga fyrir 235 þúsund manns, hvort sem þarf að bólusetja einu sinni eða tvisvar og er það án viðbótarkostnaðar,“ undir- strikar ráðuneytið. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins veitti í gær markaðsleyfi fyrir notkun bóluefnis frá Pfizer og BioNtech. Tæplega tíu þúsund skammtar af lyfinu eru væntanlegir til Íslands 28. desember. Þá hefur komið fram að samið hafi verið um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca en að komu- tími sé óviss. Spurt hvort ekki hafi verið hægt að semja um komutíma segir ráðu- neytið ríkin sem taki þátt í samstarfi Evr- ópusambandsins öll sitja við sama borð. Áætlað er að samið verði um bóluef ni frá Moderna um áramótin. Ráðuneytið segir ekki ástæðu til að ætla að samningurinn sé í hættu. „Vissa er fyrir því að um töluverðan f jölda skammta er að ræða en ráðu- neytið mun ekki gefa út hve mikið fyrr en fullvissa er fyrir fjöldanum,“ segir upp- lýsingafulltrúinn. – fbl Samningar við Jansen öruggir Margrét Erlendsdóttir, upplýsinga- fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins. Ef þarf að bólusetja tvisvar með lyfi Janssen verði umsaminn skammtur tvöfaldaður án kostnaðar. DÓMSMÁL Kona á þrítugsaldri var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjaness fyrir síendurtekinn akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökurétt- inda. Hún á að greiða rúmlega 1,7 milljónir króna í sekt eða sæta 52 daga fangelsi ella. Brotin voru framin 28. febrúar til 17. ágúst á þessu ári. Föstudaginn 28. febrúar var konan stöðvuð við akstur á Hverfisgötu í Reykjavík og mældist amfetamín í blóði hennar 2.100 ng/ml en 170 ng/ml eða meira telst sem mikið. Þann 19. maí ók hún undir áhrifum amfetamíns og kannabiss á 153 kílómetra hraða á Suð- urlandsveg í Ölfusi. Konan missir nú bíl- prófið í fimm ár. Auk sektarinnar þarf hún að borga yfir milljón króna í sakarkostnað. – uö Var uppdópuð á 153 km hraða Nú eru aðeins tveir dagar til aðfangadags og ekki seinna vænna að koma jólatré ársins í hús. Þessir þrír kampakátu bræður mættu í þeim erindagjörð- um á jólatréssölu Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Öskjuhlíð og gekk þeim vel að verða ásáttir um val á normannsþin. Sjálfsagt verður ekki síður gaman að koma skrautinu fyrir. Afar góð sala hefur verið á jólatrjám á aðventunni samkvæmt upplýsingum söluaðila. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.