Fréttablaðið - 22.12.2020, Side 8
NÁTTÚRUHAMFARIR Rétt rúmur
helmingur Seyðf irðinga hefur
fengið leyfi til að snúa aftur til
síns heima á meðan hinn helm-
ingurinn sem býr á hættusvæði
þarf að finna sér annan samastað
yfir hátíðirnar.
Snjór féll á Austurlandi í fyrrinótt
og hefur verið kærkomin sjón fyrir
marga eftir aurskriðurnar síðustu
daga. Næturfrostið dugði þó ekki
til að hægt væri að af létta hættu-
ástandi í stórum hluta bæjarins.
Seyðisf jörður var rýmdur á
föstudaginn í síðustu viku og voru
einungis viðbragðsaðilar á ferð í
bænum um helgina. Í gærmorgun
var ásýndin hins vegar önnur við
komuna inn í bæinn og mátti sjá
heimamenn að spjalla á götum úti
eða á leið í heimsókn til vina og
vandamanna.
Hluti þeirra íbúa sem búa á
hættusvæði fékk einnig að fara á
heimili sín í fylgd björgunarfólks til
að sækja eigur sínar og nauðsynja-
vörur.
Björgunarfólk fór með íbúa á sér-
útbúnum bílum inn á hættusvæðið
á meðan aðrir björgunarsveitar-
menn fylgdust grannt með fjalls-
hlíðinni úr fjarlægð. Ekki voru allir
svo lánsamir þar sem enn er lokað
fyrir alla umferð á sumum svæðum.
Fréttablaðið birti í gær viðtal við
Jafet Sigfinnsson en hann og fjöl-
skylda hans sluppu með naumind-
um frá skriðunni en þau eru meðal
þeirra sem fá ekki að sækja eigur
sínar fyrir jól.
Hús fjölskyldunnar liggur í miðju
skriðusvæðinu við hlið Framhúss-
ins sem skriðan gjöreyðilagði.
– mhj
Hluti íbúa snýr heim en
fjöldi á um sárt að binda
NÁTTÚRUHAMFARIR Almannavarna-
deild ríkislögreglustjóra opnaði
hjálparmiðstöð á Seyðisfirði þegar
ákveðið var að hleypa hluta af
íbúum aftur heim. Heimamönnum
og björgunarsveitarfólki var boðið
upp á kvöldmat á sunnudeginum
og hádegismat þar í gær en hjálpar-
miðstöðin er einnig til staðar fyrir
þá sem vilja sækja sér áfallahjálp.
„Við vorum með opið fyrir þá
sem vildu koma. Viðbragðsað-
ilar Rauða krossins og þar á meðal
áfallateymið voru á svæðinu ef ein-
hverjir vildu koma í spjall eftir að
hafa komið hingað niður eftir,“ segir
Guðný Drífa Snæland, sjálfboðaliði
hjá Rauða krossinum.
Guðný segir að samheldni Seyð-
firðinga síðustu daga hafi verið
ótrúleg en fólk hefur verið að koma
saman í Egilsstaðaskóla síðustu
daga. Að sögn Guðnýjar mátti sjá
þar íbúa sem eldað hafa grátt silf-
ur í mörg ár í faðmlögum síðustu
daga. – mhj
Opnuðu hjálparmiðstöð á Seyðisfirði
NÁTTÚRUHAMFARIR Daníel Björns-
son, sem er fæddur og uppalinn á
Seyðisfirði, fékk að fara aftur heim
ásamt eiginkonu sinni Jóhönnu
Magnúsdóttur og sonum þeirra
Gabríel og Bjarka Sóloni.
Daníel var að störfum hjá Smyril
Line er stóra skriðan féll. Hann segir
upplifunina hafa verið hálf ótrú-
lega.
„Við horfðum bara á þetta koma.
Þessi læti voru óhugnanleg,“ segir
Daníel en drunurnar úr fjallinu
ómuðu um fjörðinn er skriðan féll.
„Manni fannst fjallið bara vera að
fara niður. Þetta er rosalega skrýtið.
Maður hefur heyrt svona frásagnir
en maður skilur þetta ekki fyrr en
maður upplifir þetta. Þegar maður
upplifir þessa hræðslu er það fyrsta
sem manni dettur í hug að vilja
komast í burtu,“ segir Daníel.
Þó nokkrir Seyðfirðingar sem
Fréttablaðið hefur rætt við síðustu
daga hafa sagt að þeir upplifi sig
ekki örugga heima hjá sér lengur.
Daníel skilur áhyggjur þeirra vel
enda áfallið mikið hjá þeim sem búa
á stöðum þar sem skriðurnar féllu.
„Ég skil það vel. Sérstaklega þeir
sem eru hinum megin á skriðu-
svæðinu. Eins og skriðan sem
kom, þetta er ekki eitthvað sem
menn reiknuðu með,“ segir Daníel
en hann bjó á árum áður á hættu-
svæðinu.
Velvild og samheldni Seyð-
firðinga hefur verið ótrúleg síð-
ustu daga að mati Daníels. Þegar
allir þurftu að yfirgefa heimili sín
hringdi fyrrverandi vinnuveitandi
hans í hann og bauð honum og fjöl-
skyldunni að gista í sumarbústað
rétt fyrir utan Egilsstaði á meðan
ástandið liði hjá.
Daníel segir ánægjulegt að koma
heim en fjölskyldan býr nokkuð
fjarri skriðusvæðinu. Hann segist
upplifa sig öruggan heima hjá sér
og ætlar fjölskyldan að halda jól á
Seyðisfirði. mhj@frettabladid.is
Drunurnar úr fjallinu
ómuðu um allan fjörð
Daníel Björnsson segir mikla velvild og samheldni ríkja meðal Seyðfirðinga
í kjölfar náttúruhamfara þar eystra. Fyrrverandi vinnuveitandi hafi boðið
fram gistingu í sumarbústað utan við Egilsstaði þar til ástandið væri liðið hjá.
Fjölskyldan að Leirubakka flutti heim til Seyðisfjarðar á ný í fyrradag og mun halda jólin hátíðleg þar. Frá vinstri:
Jóhanna Magnúsdóttir, Bjarki Sólon Daníelsson, Gabríel Daníelsson og Daníel Björnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þegar upplifir þessa
hræðslu er það
fyrsta sem manni dettur í
hug að vilja komast í burtu.
Daníel Björnsson
Bríet Finnsdóttir og Jarþrúður Hólmdís, sjálfboðaliðar hjá Rauða kross-
inum, undirbúa hádegismat í hjálparmiðstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Snjór féll á Austurlandi í fyrrinótt og mjöllin lagðist yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð