Fréttablaðið - 22.12.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 22.12.2020, Síða 12
Fimm prósent Íslend- inga treysta Donald Trump. Um 17 þúsund vörubílar eru fastir í Bretlandi. ALÞJÓÐAMÁL Samkvæmt nýrri heimskönnun Gallup er Donald Trump Bandaríkjaforseti hvergi óvinsælli en á Íslandi. Hér á landi bera aðeins 5 prósent traust til hans en 81 prósent segist vantreysta for­ setanum. 14 prósent höfðu ekki skoðun á verkum hans. Aðeins 18 prósent svarenda í könnuninni, sem náði til 29 landa, bera traust til Trumps. Er þetta það minnsta sem Bandaríkjaforseti hefur mælst með hjá Gallup síðan kannanir hófust, árið 2006. Mest mældist traust til Trumps í Albaníu, 56 prósent, sem jafnar þó það lægsta sem forsetinn hefur mælst með þar í landi. Öfugt er farið með traust til Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Mældist hún með 62 prósenta traust sem er það mesta sem kanslari hefur mælst með í 14 ár. Á Íslandi mældist 57 prósenta traust til Merkel, sem jafnar það mesta. Íslendingar eru alls ekki meðal þeirra þjóða sem bera mest traust til Merkel. Hins vegar vantreysta henni aðeins 7 prósent landsmanna. Hæst mældist hún í Hollandi, með 87 prósenta traust, og Norðurlöndin fylgja þar á eftir. Merkel mældist með 56 prósenta traust í Bandaríkj­ unum og 32 prósent í Rússlandi. Í Íran mældist hún með minnst traust, aðeins 30 prósent. – khg Trump hvergi óvinsælli en á Íslandi Aldrei fyrr hefur Bandaríkjaforseti mælst jafn óvinsæll. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP BRETLAND Boris Johnson forsætis­ ráðherra kallaði ríkisstjórn sína saman á neyðarfund eftir að lönd byrjuðu að loka á umferð til Bret­ lands vegna nýs af brigðis kóróna­ veirunnar þar í landi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt ríki heims til að hefta útbreiðslu af brigðisins sem fannst í september og er sagt vera um 70 prósent meira smitandi. Frakkar lokuðu á allar sam­ göngur við Bretland, þar á meðal í gegnum Ermarsundsgöngin, hvort sem það eru almennar farþega­ samgöngur eða vöruf lutningar. Spánverjar, Þjóðverjar, Ítalir, Danir, Indverjar, Kanadamenn og um 30 önnur ríki hafa lagt niður flugferðir eða bannað aðkomur frá Bretlandi, ef undanskildir eru eigin borgarar. „Við munum hafa auga á af brigð­ inu en megum ekki bregðast of harkalega við,“ sagði Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, við CNN. Bandaríkin hafa ekki sett auknar takmarkanir á samgöngur við Bretland. Algjört öngþveiti ríkir í breskum höfnum og óttast er að alvarlegur vöruskort verði yfir hátíðirnar. Verslanakeðjan Sainsbury's gaf út yfirlýsingu til að vara neytendur við því að sumar vörur gætu klár­ ast í hillum næstu dagana, svo sem ýmist grænmeti og ávextir. „Við vonumst til þess að ríkis­ stjórnir Bretlands og Frakklands geti komist að samkomulagi sem felur í sér forgang matvælaflutninga í höfnunum,“ segir í yfirlýsingunni. Flest innflutt matvæli komi frá eða í gegnum Frakkland en verið sé að reyna að finna aðrar leiðir. Um 17 þúsund vörubílar eru nú fastir í Bretlandi og margir þeirra bíða í löngum röðum í Suður­Eng­ landi eftir að banninu verði aflétt, með tilheyrandi röskun á almennri umferð. Sumum vegum hefur verið lokað eða breytt í bílastæði. Í bíl­ unum eru vitaskuld ökumenn sem vilja komast heim fyrir jól. Breska ríkisstjórnin hefur hvatt landsmenn til þess að f lykkjast ekki í verslanir og kaupa upp vörur í óðagoti. Ítrekað var að Bretland yrði ekki matvælalaust og að landið hefði aðrar leiðir til þess að nálgast matvæli og lyf. Lokunin gæti hins vegar ekki komið á verri tíma. Vöruflutningar eru meiri en ella vegna hátíðanna og aðeins rúm vika í að aðlögunar­ tímabili útgöngu Bretlands úr Evr­ ópusambandinu ljúki. Johnson hefur enn neitað að framlengja tímabilið og sagt Bretum að búa sig undir samningsleysi í janúar. Smásalar í Bretlandi hafa varað viðskiptavini sína við því að skort­ ur gæti orðið á einhverjum vörum eftir áramót og að verð á öðrum, til dæmis ostum, gæti hækkað um tugi prósenta. Þeir voru þegar byrjaðir að birgja sig upp af varningi frá Evr­ ópusambandsríkjum og hugðust halda því áfram fram að áramótum. Lokunin setur það hins vegar í upp­ nám og því útlit fyrir enn frekari skort og verðhækkanir. Leiðtogar Evrópusambands­ ríkjanna funduðu í gær um stöð­ una í Bretlandi. Rætt var um sam­ ræmingu aðgerða og leiðir til þess að verslun og viðskipti gætu átt sér stað á sem áhættuminnstan hátt. kristinnhaukur@frettabladid.is Uppnám eftir að tugir ríkja loka Bretland úti Frakkar, Spánverjar, Þjóðverjar og tugir annarra ríkja lokuðu á samgöngur við Bretland vegna nýs afbrigðis kórónaveirunnar þar. Breska ríkisstjórnin segir mat og lyf berast áfram til landsins og varar Breta við áhlaupi á verslanir. Vegum hefur verið breytt í bílastæði til þess að bregðast við öngþveitinu í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY „... þá er sögu- þráðurinn upp á tíu. Hvert einasta atriði hans er úthugsað og bókin heldur lesandanum rækilega við efnið.“ RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ „Þetta er svo mikil snilld.“ ANNA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR OG GYÐA SIGFINNSDÓTTIR SKÚFFUSKÁLD Spennandi og fyndin saga eftir metsölu- höfundinn Gunnar Helgason. Myndir eftir Lindu Ólafsdóttur. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.