Fréttablaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 26
Sums staðar hefur dagurinn verið talinn tákna dauða og endurfæðingu sólarinn- ar og hann hefur þótt ástæða til hátíðarhalda í aldaraðir. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is GLEÐILEGA HÁTÍÐ Opið til 22 í kvöld Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is Sólstöður eru sá tími ársins þegar sólin fer lengst frá mið-baug til norðurs eða suðurs en sólstöður eru tvisvar á ári. Á norðurhveli jarðar eru sumarsól- stöður einhvern tímann á milli 20. og 22. júní en þá er dagurinn lengstur. Vetrarsólstöður eru svo á tímabilinu 20. til 23. desember en þá er dagurinn stystur, það er að segja, sólin er styst á lofti. Margar aldir eru síðan mann- eskjan lærði að þekkja gang himin- tunglanna og sólstöður hafa því lengi verið þýðingarmiklar fyrir jarðarbúa. Það er jafnvel talið að sólstöðurnar hafi haft sérstaka þýðingu á nýsteinöld fyrir 5-6.000 árum. Sums staðar hefur dagurinn verið talinn tákna dauða og endur- fæðingu sólarinnar og hann hefur þótt ástæða til hátíðarhalda í aldaraðir. Soyal er vetrarsólstöðuhátíð Hopi-frumbyggjanna í Arizona í Bandaríkjunum. Hátíðin saman- stendur af helgiathöfnum eins og hreinsun, dönsum og gjafaskipt- um. Á þeim tíma sem sólstöðurnar Endurfæðing sólarinnar Vetrarsólstöður voru í gær en frá örófi alda hafa þær verið þýðingar- mikill tími í ýmsum menningarheim- um. Ýmsar hátíðir hafa verið haldnar til að fagna tímamótunum þegar myrkrið byrjar að víkja fyrir birtunni. Dansarar á Inti Raymi hátíðinni í Perú. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Saturnalia-há- tíðin endur- sköpuð á Eng- landi en henni var fagnað í Rómaveldi til forna. eru býður Hopi-ættbálkurinn verndandi anda frá fjöllunum vel- komna. Fyrir hátíðina eru búin til bænaprik sem notuð eru við ýmsar trúarlegar athafnir og siði. Persneska hátíðin Yalda er alda- gömul sólstöðuhátíð sem haldin er í Íran. Samkvæmt hefðinni er litið á Yalda sem sigur ljóssins á myrkrinu og fæðingu sólarguðsins Mithra. Fjölskyldur fagna Yalda saman með góðum mat eins og hnetum og granateplum og fleiri ávöxtum. Sumt fólk vakir alla nóttina til að taka á móti sólinni um morguninn. Forn-rómverska hátíðin Saturn- alia er kannski líkust nútíma jólahaldi af þeim hátíðum sem haldnar eru um þetta leyti. Hátíðin var haldin til að fagna lokum gróðursetningartímabilsins sem var á svipuðum tíma og vetrar- sólstöður. Á hátíðinni, sem stóð í nokkra daga, voru haldnar veislur, fólk lék leiki og gaf gjafir. Félags- leg staða skipti ekki máli í nokkra daga, þrælar þurftu ekki að vinna og komið var fram við þá sem jafningja rétt á meðan á hátíðinni stóð. Dong Zhi, koma vetrarins, er stór hátíð í Kína. Þá koma fjöl- skyldur saman og fagna liðnu ári. Hátíðin er yfirleitt haldin einhvern tímann á milli 21. og 23. desember. Það er talið að uppruna hátíðarinnar megi rekja til veislu- halda við uppskerulok þegar verkafólk sneri heim af ökrunum og naut afraksturs erfiðis síns með fjölskyldunni. Á þessum tíma borðar fólk sérstakan hátíðarmat eins og til dæmis tang yuan sem eru hrísgrjónabollur. Jafnvel á Suðurskautslandinu er haldin miðsvetrarhátíð, en þar í landi er hún í júní. Rannsóknar- fólk á suðurskautinu heldur upp á vetrarsólstöður með góðum mat, kvikmyndum og handgerðum gjöfum. Í Perú eru vetrarsólstöður líka í júní. Af því tilefni halda Inkarnir hátíðina Inti Raymi til heiðurs sólarguðinum. Hátíðin var fyrst haldin áður en spænsku land- vinningamennirnir komu til landsins. Á hátíðinni var borð- aður veislumatur og fórnir voru færðar, oftast var dýrum fórnað en stundum jafnvel börnum. Spánverjar bönnuðu hátíðina en hún var endurvakin á 20. öld, en þó ekki með raunverulegum fórnum, og hátíðin er enn haldin í dag. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.