Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2020, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 22.12.2020, Qupperneq 26
Sums staðar hefur dagurinn verið talinn tákna dauða og endurfæðingu sólarinn- ar og hann hefur þótt ástæða til hátíðarhalda í aldaraðir. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is GLEÐILEGA HÁTÍÐ Opið til 22 í kvöld Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is Sólstöður eru sá tími ársins þegar sólin fer lengst frá mið-baug til norðurs eða suðurs en sólstöður eru tvisvar á ári. Á norðurhveli jarðar eru sumarsól- stöður einhvern tímann á milli 20. og 22. júní en þá er dagurinn lengstur. Vetrarsólstöður eru svo á tímabilinu 20. til 23. desember en þá er dagurinn stystur, það er að segja, sólin er styst á lofti. Margar aldir eru síðan mann- eskjan lærði að þekkja gang himin- tunglanna og sólstöður hafa því lengi verið þýðingarmiklar fyrir jarðarbúa. Það er jafnvel talið að sólstöðurnar hafi haft sérstaka þýðingu á nýsteinöld fyrir 5-6.000 árum. Sums staðar hefur dagurinn verið talinn tákna dauða og endur- fæðingu sólarinnar og hann hefur þótt ástæða til hátíðarhalda í aldaraðir. Soyal er vetrarsólstöðuhátíð Hopi-frumbyggjanna í Arizona í Bandaríkjunum. Hátíðin saman- stendur af helgiathöfnum eins og hreinsun, dönsum og gjafaskipt- um. Á þeim tíma sem sólstöðurnar Endurfæðing sólarinnar Vetrarsólstöður voru í gær en frá örófi alda hafa þær verið þýðingar- mikill tími í ýmsum menningarheim- um. Ýmsar hátíðir hafa verið haldnar til að fagna tímamótunum þegar myrkrið byrjar að víkja fyrir birtunni. Dansarar á Inti Raymi hátíðinni í Perú. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Saturnalia-há- tíðin endur- sköpuð á Eng- landi en henni var fagnað í Rómaveldi til forna. eru býður Hopi-ættbálkurinn verndandi anda frá fjöllunum vel- komna. Fyrir hátíðina eru búin til bænaprik sem notuð eru við ýmsar trúarlegar athafnir og siði. Persneska hátíðin Yalda er alda- gömul sólstöðuhátíð sem haldin er í Íran. Samkvæmt hefðinni er litið á Yalda sem sigur ljóssins á myrkrinu og fæðingu sólarguðsins Mithra. Fjölskyldur fagna Yalda saman með góðum mat eins og hnetum og granateplum og fleiri ávöxtum. Sumt fólk vakir alla nóttina til að taka á móti sólinni um morguninn. Forn-rómverska hátíðin Saturn- alia er kannski líkust nútíma jólahaldi af þeim hátíðum sem haldnar eru um þetta leyti. Hátíðin var haldin til að fagna lokum gróðursetningartímabilsins sem var á svipuðum tíma og vetrar- sólstöður. Á hátíðinni, sem stóð í nokkra daga, voru haldnar veislur, fólk lék leiki og gaf gjafir. Félags- leg staða skipti ekki máli í nokkra daga, þrælar þurftu ekki að vinna og komið var fram við þá sem jafningja rétt á meðan á hátíðinni stóð. Dong Zhi, koma vetrarins, er stór hátíð í Kína. Þá koma fjöl- skyldur saman og fagna liðnu ári. Hátíðin er yfirleitt haldin einhvern tímann á milli 21. og 23. desember. Það er talið að uppruna hátíðarinnar megi rekja til veislu- halda við uppskerulok þegar verkafólk sneri heim af ökrunum og naut afraksturs erfiðis síns með fjölskyldunni. Á þessum tíma borðar fólk sérstakan hátíðarmat eins og til dæmis tang yuan sem eru hrísgrjónabollur. Jafnvel á Suðurskautslandinu er haldin miðsvetrarhátíð, en þar í landi er hún í júní. Rannsóknar- fólk á suðurskautinu heldur upp á vetrarsólstöður með góðum mat, kvikmyndum og handgerðum gjöfum. Í Perú eru vetrarsólstöður líka í júní. Af því tilefni halda Inkarnir hátíðina Inti Raymi til heiðurs sólarguðinum. Hátíðin var fyrst haldin áður en spænsku land- vinningamennirnir komu til landsins. Á hátíðinni var borð- aður veislumatur og fórnir voru færðar, oftast var dýrum fórnað en stundum jafnvel börnum. Spánverjar bönnuðu hátíðina en hún var endurvakin á 20. öld, en þó ekki með raunverulegum fórnum, og hátíðin er enn haldin í dag. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.