Fréttablaðið - 22.12.2020, Page 32
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA
Arctic star sæbjúgnahylki
innihalda yfir fimmtíu tegundir af
næringarefnum, og eru þekkt fyrir:
• Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið
• Að auka blóðflæði
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla að
myndun húðpróteins og insúlins
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er
Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar
fást á www.arcticstar.is
Arctic Star sæbjúgnahylki
Varan fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hagkaupum.
NÝJAR UMBÚ
ÐIR
Elva Dögg segir að þegar hún leggi af stað í að dekka borð þá ráðist útkoman oftar en
ekki af einhverjum hlut sem hana
langar að skreyta með. „Í ár var það
„úfin“ blómaskreyting og berja-
litaður dúkur sem ég vildi koma
á borðið. Ég var með ákveðinn lit
á dúk í huga og hætti ekki að leita
fyrr en ég á endanum fann hörefni
í rétta litnum og saumaði. Eftir það
kom hitt að sjálfu sér. Ég ætlaði
mér upphaflega að fara í ljóst og
lystugt þema en endaði í dökkum
og dulúðlegum stíl. Hér er ég að
vinna með svarta diska, villta
blómaskreytingu og furugreinar
til skrauts í bland við kristalsglös
og handrennda íslenska keramík
sem setur punktinn yfir i-ið.
Fersk blóm og lifandi greni
ómissandi um hátíðirnar
Elva er ekki fastheldin í litavali
þegar kemur að því að dekka
hátíðarborðið. „Það breytist
á hverju ári. Þó að diskar og
hnífapör séu meira og minna sami
grunnurinn þá getur dúkurinn
breyst, litaval á kertum, kerta-
stjakar, skálar, glös og servíettur.
Þetta eru allt hlutir sem hægt er
að leika sér með á marga vegu.
Hátíðarborð í
berjalitunum
Elva Hrund Ágústsdóttir, blaðamaður og stílisti, er fagurkeri
fram í fingurgóma. Hún sviptir hulunni af hátíðarborðinu
sínu í ár en hún veit fátt skemmtilegra en að gera fallegt.
Elva er smekk-
manneskja fram
í fingurgóma,
mikill fagurkeri
og þykir fátt
skemmtilegra
en að dekka
upp hátíðar-
borð. MYNDIR/
AÐSENDAR
Svarta matarstellið er frá Bloomingville og kristalsglösin eru frá Frederik Bagger. Skálin undir blómin er hönnun frá
By Lassen og er einnig undir mat. Eva skreytir glösin með rósmaríngreinum og granateplakjörnum. MYND/AÐSEND
Matarást
Sjafnar
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn@torg.is
Fæst hjá N1, OLÍS,
veiðivöruverslunum og veidikortid.is
Frelsi til
að veiða!
Jólagjöf
veiðimannsins
8.900 kr
Það er fátt sem er meira til-heyrandi á þessum árstíma en smákökur, þær lyfta
mannamótum á æðra plan, þær
gleðja jafnt unga sem aldna og
þær eru að margra mati nauð-
synlegur hluti af jólunum. Það er
líka erfitt að vera með of mikið af
smákökum, þannig að jafnvel þó
smákökubakstrinum sé kannski
lokið (í bili) er alltaf hægt að bæta
við. Þessar bragðgóðu og einföldu
engiferkökur eru góður kandídat í
smá viðbótarbakstur á lokametr-
unum. Uppskriftin er upphaflega
eftir Liberty Mendez og birtist á
vef BBC.
Það tekur um 30 mínútur að
gera þessa uppskrift. Undir-
búningurinn tekur um 20 mínútur
og svo tekur það ekki nema um 10
mínútur að baka kökurnar. Upp-
skriftin ætti að skila um 20 kökum.
Innihald
100 g saltað smjör í teningum
75 g ljós púðursykur
1 msk. rifið ferskt engifer
100 g gyllt sírópi
250 g hveiti
1½ msk. malað engifer
1 tsk. matarsódi
1 lítil eggjarauða, hrærð
Skref 1: Hitið ofninn í 190°C eða
170°C með blæstri. Setjið bökunar-
pappír á tvær stórar bökunar-
plötur. Bræðið smjörið, sykurinn,
ferska engiferið og gyllta sírópið
saman í potti á litlum hita og látið
það kólna.
Skref 2: Blandið hveitinu, malaða
engiferinu og matarsódanum
saman í skál með viðarskeið.
Hrærið kældu sykurblöndunni og
eggjarauðunni hægt og rólega út
í og hnoðið í smá stund til að búa
til deig.
Skref 3: Rúllið deiginu upp í 20
gramma kúlur og raðið þeim á
bökunarplöturnar með 3 cm bili á
milli svo kökurnar hafi pláss til að
dreifa úr sér.
Bakið í 8-10 mínútur þar til þær
verða gullinbrúnar. Látið þær
kólna á plötunum í eina mínútu og
færið þær svo á kæligrind og leyfið
þeim að kólna alveg.
Ægilega einfaldar
engiferkökur
Þessar bragðgóðu engiferkökur
eru bæði einfaldar og fljótlegar í
bakstri. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Annars finnst mér alveg ómiss-
andi að hafa fersk blóm og greni.
Það er fátt sem jafnast á við
blómailm þegar sest er til borðs,
fyrir utan hvað blóm eru mikil
skreyting út af fyrir sig og það þarf
varla neitt annað,“ segir hún.
Vel dekkað borð er eins og
forréttur fyrir augað
Elvu er mikið í mun að borð-
gestum líði vel og njóti þess að
sitja við borðhaldið. „Ég vil fyrst
og fremst að fólkinu við borðið
líði vel.
Það jafnast ekkert á við að sjá
gleðina hjá þeim sem setjast til
borðs, og fylgjast með gestunum
virða fyrir sér skreytingarnar.
Þá hefur manni tekist vel til. Vel
dekkað borð er eins og góður for-
réttur í mínum huga.“
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R