Feykir


Feykir - 10.04.2019, Qupperneq 10

Feykir - 10.04.2019, Qupperneq 10
Vill auka álit fólks á textílvinnu persónulegu verkefni. Þannig var að fyrir nærri þremur árum bað besti vinur okkar mig um að hanna og prjóna rúmteppi fyrir þau hjónin og konan hans (mín besta) mátti ekkert vita. Hann sagði: „Viltu hanna rúmteppi fyrir okkur hjónin og það á að vera í mörgum björtum fallegum litum eins og hjónaband okkar hefur verið!“ Nokkur tími fór í hönnuna en ég var komin u.þ.b. 15 sm í haust þegar þær fréttir bárust að hann væri greindur með fjórða stigs krabba og ætti ekki langt eftir. Ég sá að ég mundi ekki fyrirgefa mér ef ég kláraði ekki teppið svo gefið var í. Síðan þá hefur verið prjónað allar lausar stundir, margir prjónar brotnir og bæði göt og blöðrur komið á fingur. Í byrjun febrúar var vinur okkar svo veikur að við ákváðum að nú væri tími til að afhenda teppið þó svo það væri ekki búið. - Var það tilfinningarrík stund. Til að fólk átti sig á um- fanginu þá er umferðin 604 lykkjur og tók fjóra tíma að prjóna hverja litarönd. Prjónar eru nr. 2,5. Þegar flöturinn var búinn tók ég lykkjur upp allan hringinn og þá voru í allt 2.360 lykkjur á fjórum 1,5 m löngum prjónum og fimmti prjóninn nýttur til að prjóna með. Þetta er eins og vera með ofvaxna sokka. Um klukkutíma tók að prjóna hringinn en nú er ég langt komin með blúnduna sem ég prjóna á þrjá vegu og það tekur ekki nema u.þ.b. þrjú korter. Enn eygi ég von um að klára teppið áður en hann kveður. Hvaða handverk sem þú hefur gert ertu ánægðust með? -Hingað til hef verið ánægðust með refilinn sem ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) frida@feykir.is Jóhanna Erla Pálmadóttir á Akri Jóhanna heklar við refilinn góða. MYNDIR ÚR EINKASAFNI. Vafalaust þekkir flest hannyrðafólk á landinu, að minnsta kosti á Norðurlandi vestra, til Jóhönnu Erlu Pálmadóttur á Akri í Húnavatnshreppi, svo samofin er hún textílhugtakinu. Hún er textílkennari, verkefnisstjóri hjá Textílmiðstöð Íslands og að auki sauðfjárbóndi á Akri með fjölskyldu sinni og ullarnörd, að eigin sögn. Jóhanna svarar spurningum þáttarins að þessu sinni. Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? -Ég var fimm ára þegar ég lærði af ömmu og mömmu minni að prjóna og þegar ég varð eldri heklaði ég á allar dúkkurnar mínar. Reyndar lék ég mér lengur með dúkkur en gengur og gerist þar sem mér fannst svo skemmtilegt að hekla á þær og búa til ýmislegt í pappakassahúsið þeirra. Hvaða handavinnu þykir þér skemmtilegast að vinna? -Ég er lærður útsaumskennari svo útsaumurinn stendur mér nærri og mér finnst hann mjög skemmtilegur en ég enda alltaf á prjóni. Prjón er svo einfalt við hvaða tækifæri sem er. Hvoru tveggja virkar eins og hugleiðsla. Fátt er skemmtilegra en að sjá hlutina birtast, hvort heldur það er í útsaumnum eða prjóni. Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? -Ég prjóna mikið lopapeysur og sjöl en núna er ég að vinna að mjög Gjöfin góða teppið - bara blúndan eftir. Refillinn. Ingimundur og hans fólk á leið til Íslands. Lopapeysur. enn er í vinnslu en hann segir Vatnsdæla sögu. Búnir eru u.þ.b. 20 m af 46 m. Þetta er hugsað sem samfélagsverkefni og eru allir velkomnir. Mikið hefur munað um nokkrar duglegar konur sem koma reglulega sem og danska nemendur sem koma frá textílskóla í Kaupmannahöfn í janúar ár hvert. Ég er líka mjög ánægð með teppið þar sem mér finnst mér hafa tekist að ná fram því sem vinur okkar bað um þegar hann pantaði það. Þar fyrir utan finnst mér vel hafa tekist með hönnun og prjón á brúðarpeysu sem ég hannaði fyrir unga brúði í fjölskyldunni en sú uppskrift birtist í Húsfreyjunni fyrir nokkrum árum. Annars á maður að reyna að hafa gaman af handverkinu og njóta þess. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Ég hef helgað mig því verkefni að breyta þeirri ranghugsun að textílvinna sé lítils virði og meðal annars þess vegna var stofnað til Prjónagleðinnar sem haldin er aðra helgi í júní ár hvert. Þar er vettvangur fyrir prjónafólk, með alls konar reynslu, sem hingað til hefur prjónað eitt inni í stofu heima til að hittast, læra meira og hafa gaman. Það er ekki sjálfsagt að halda úti hátíð eins og þessari og hvet ég samfélagið okkar hér á Norðvesturlandi til að taka þátt og alla vega líta á Sölutorgið. Það er ekki oft sem okkur gefst tækifæri til að t.d. sjá svona mikið af garni og söluvöru á sama stað en ekki síst þá er stemmingin frábær bæði á Sölutorginu og á námskeiðunum. Ketill af Mæri fagnar Þorsteini, syni sínum. 10 14/2019

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.