Feykir


Feykir - 10.04.2019, Síða 12

Feykir - 10.04.2019, Síða 12
Lífsstílsáskorun Þreksports hófst 7. janúar sl. og stóð yfir í tólf vikur þar sem fólki gafst kostur á að stíga sín fyrstu skref í átt að bættum lífsstíl. Síðasti dagur áskorunarinnar var svo föstudaginn 29. mars, þremur mánuðum seinna sem endaði á smá lokahófi áskorunarinnar og árshátíð Þreksports. „Aðalmarkmiðið með því að setja upp áskorunina var að við vildum skapa fólki tækifæri og hvatningu til þess að byrja að hreyfa sig eða halda áfram að hreyfa sig og gera betur undir handleiðslu þjálfara stöðvarinnar. Tilgangurinn átti ekki að vera öfgafull keppni þar sem heilsu fólks væri ógnað. Við mannskepnan erum sterkari í hóp heldur en ein á báti og félagslegi þáttur Þreksports hefur hjálpað einstaklingum að upplifa hreyfingu á jákvæðan og skemmtilegan hátt,“ segir Guðrún Helga Tryggvadóttir, eigandi Þreksports. Guðrún Helga og Guðjón Örn Jóhannsson, þjálfarar í Þreksport, segja að það sé gaman að líta yfir og sjá breytinguna hjá fólkinu sem hefur staðið sig frábærlega síðustu þrjá mánuðina. Það hafi komið í ljós í mælingunum fjórum, bæði ummáls-, fitumælingu og vigtun hversu duglegt fólk er í Skagafirði. Á þessum þremur mánuðum fóru 1312 sm, 220 kíló og 216,4% fituprósenta. „Þetta er mjög flottur árangur og erum við ákaflega stolt af þessu fólki. Flestir ef ekki allir komust nálægt sínum markmiðum og það er eitt af því sem gleður okkur hvað mest. Þau sem misstu hlutfallslega mest fengu vegleg verðlaun, peningaverðlaun ásamt flottum gjöfum frá nokkrum fyrirtækjum. Í fyrsta sæti var Erla Hrund Þórarinsdóttir. Í öðru sæti lenti María Dröfn Guðnadóttir og í þriðja sæti endaði Hlöðver Þórarinsson. Einnig var verðlaunaafhending fyrir þann sem mætti oftast í stöðina sl. þrjá mánuðina og var það Guðrún Hanna Kristjánsdóttir.“ /PF Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 14 TBL 10. apríl 2019 39. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 220 kíló fuku á þremur mánuðum Lífsstílsáskorun Þreksports F.v. María Dröfn Guðnadóttir 2. sæti, Guðrún Hanna Kristjánsdóttir 95 mætingar á 84 dögum, Erla Hrund Þórarinsdóttir 1. sæti og Hlöðver Þórarinsson 3. sæti. AÐSEND MYND. Um veturinn: ,,Þrjú hross fórust í snjó- flóði frá Silfrastöð- um í Skagafirði og eitt hrapaði til dauðs. Um vorið: Tveir bátar brotnuðu af grjóthruni við Drangey, en engan mann sakaði. Í maí: Nýbýli var byggt í Flatatungulandi, þar sem að fornu hétu Hinglastaðir, en nú Henglastaðir. Frumbýlendur á þessu húsmannsbýli voru hjónin Jón Jónsson ,,blindi“, skáld, og Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Um vorið: Tinnársel í Austurdal fór í eyði. /PF Skagfirskur annáll Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947 1849 Lóuþrælar syngja syðra Húnvetningar í Seltjarnarneskirkju Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra, heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 13. apríl kl. 16.00. Dagskráin er fjölbreytt en flutt verða verk allt frá perlum ó p e r u b ó k m e n n t a n n a yfir í hugljúfa gimsteina íslenskra sönglaga. Í tilkynningu frá kórnum segir að einsöngvari á tónleik- unum verði ein fremsta söngkona okkar Íslend- inga, Hallveig Rúnars- dóttir, sópran, sem á liðnum tónlistarverðlaun- um var valin söngkona ársins í klassískum söng. Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson og meðleikari er Elinborg Sigurgeirsdóttir. Miðasala fer fram á Tix.is og við innganginn. /PF Karlakórinn Lóuþrælar. MYND: Aðsend. Listamenn hanna verk í Kakalaskála Á söguslóð Þórðar kakala Fjölþjóðlegur hópur listamanna dvelur nú í listasmiðju Kakalaskála í Kringlumýri, en hann var fenginn til að hanna verk inn í sýningarrými skálans og túlka með eigin aðferðum og efnivið ákveðna atburði og persónur sögunnar sem nota á í sýninguna Á söguslóð Þórðar kakala sem opnar í sumar. Auk verkanna verða inn á milli stuttar skýringar, textabrot, ættartöflur og kort þar sem við á og verða verkin unnin á staðnum fram til 15. apríl. Auglýst var eftir listamönnum til að taka þátt í verkefninu og bárust alls um 90 umsóknir héðan og þaðan úr heiminum. Úr þeim hópi voru valdir 14 listamenn til þátttöku. Jón Adólf Steinólfsson, myndhöggvari, er listrænn stjórnandi sýningarinnar og vinnur jafnframt að eigin verkum meðan á listamannabúðunum stendur. Ferlið verður allt kvikmyndað og gestum boðið að koma og sjá listamennina vinna þá þrjá laugardaga sem þeir eru á staðnum. Sýningin mun samanstanda af hljóðleiðsögn og þrjátíu lista- verkum en hljóðleiðsögnin leiðir gesti í gegnum listaverkasýningu sem sýnir fólk, atburði og staði er tengjast lífi höfðingjans Þórðar kakala sem var uppi á Sturlungaöld. Sýningin mun svo opna fullbúin sumarið 2019. Söfnun er nú í gangi á Karolina fund þar sem hægt er að leggja verkefninu lið. Slóðin er www.karolinafund.com/project/ view/2387. /PF Biskup Íslands ásamt föruneyti heimsótti Kakalaskála í gær. MYND af Facebooksíðu Kakalaskála. Barinn verður opinn í Sæluvikunni. Sjáumst, Valdi S:849 9434 Feykir.is Ert þú búinn að kíkja til okkar?

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.